„Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. mars 2021 12:26 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að gæta áfram að sér og passa vel upp á persónulegar sóttvarnir. Vísir/Arnar Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. Hann var með neikvætt PCR-próf áður en hann kom og var neikvæður í fyrri skimun, fór í sóttkví en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar greindist á föstudag. Hann er nákominn þeim sem var í sóttkví eftir að hafa komið að utan og færði honum mat í sóttkvínni. Báðir eru þeir með breska afbrigði veirunnar. Sá þriðji býr í sama stigagangi og sá sem var í sóttkví. Enn er beðið raðgreiningar hjá honum. Hann greindist með veiruna á laugardag. Hann er starfsmaður Landspítalans og sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld. Allir á deildinni þar sem hann starfar voru sendir í sýnatöku í gær og voru öll sýnin neikvæð. Þá verða allir á stigaganginum einnig boðaðir í sýnatöku auk þeirra sem sóttu tónleikana á föstudag. Óljóst hvort þetta er snertismit eða úðasmit Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir rakningarteymið enn að störfum og enn sé ekki hægt að staðfesta sameiginlegan snertiflöt þessara þriggja einstaklinga. „Við vitum að þetta er fólk sem var í sama stigagangi og þannig í nánd en nákvæmlega hvernig þetta hefur gerst, hvort þetta er snertismit eða úðasmit, það er óljóst,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu nú skömmu fyrir hádegi. Hann sagði þann sem færði viðkomandi mat hafa stoppað mjög stutt við. Nágranninn á síðan ekkert að hafa hitt viðkomandi. „Þetta er í sama stigagangi, nándin er þar, og raðgreiningin sýnir allavega á þessum tveimur, við erum að bíða eftir þeim þriðja, sýnir að þetta er sama veiran þannig að smitið hefur átt sér stað þarna á einhvern máta,“ sagði Þórólfur. Skoða hvort setja þurfi strangari leiðbeiningar um sóttkví í fjölbýlishúsi Draga þurfi lærdóm af þessu og skoða hvort það þurfi til að mynda að setja strangari leiðbeiningar varðandi sóttkví þeirra sem koma frá útlöndum og búa í fjölbýlishúsum. „Vissulega þarf að gæta vel að hreinlæti og hreinsun. Það er líka spurning hvort við þurfum að koma með strangari leiðbeiningar um það að fólk sem er í sóttkví dvelji ekki í fjölbýlishúsi þar sem eru margir. Við erum að skoða allt þetta, hvort það sé framkvæmanlegt.“ Alls hafa 12.710 verið fullbólusettir hér á landi og bólusetning er hafin hjá 16.607 manns til viðbótar. Þórólfur segir að á meðan ekki sé búi að bólusetja fleiri þá geti enn komið ný bylgja smita. „Þetta sýnir að við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel. Fólk má ekki halda að þetta sé búið og það er mjög mikilvægt að fólk gæti að sér áfram. Því miður sýnist mér á mörgum stöðum að fólk sé kannski aðeins farið að sleppa fram af sér beislinu og þá getur við óheppilegar aðstæður, það þarf ekki nema einn einstakling smitaðan til að hleypa þessu af stað aftur. Það þarf að passa sig,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hann var með neikvætt PCR-próf áður en hann kom og var neikvæður í fyrri skimun, fór í sóttkví en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar greindist á föstudag. Hann er nákominn þeim sem var í sóttkví eftir að hafa komið að utan og færði honum mat í sóttkvínni. Báðir eru þeir með breska afbrigði veirunnar. Sá þriðji býr í sama stigagangi og sá sem var í sóttkví. Enn er beðið raðgreiningar hjá honum. Hann greindist með veiruna á laugardag. Hann er starfsmaður Landspítalans og sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld. Allir á deildinni þar sem hann starfar voru sendir í sýnatöku í gær og voru öll sýnin neikvæð. Þá verða allir á stigaganginum einnig boðaðir í sýnatöku auk þeirra sem sóttu tónleikana á föstudag. Óljóst hvort þetta er snertismit eða úðasmit Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir rakningarteymið enn að störfum og enn sé ekki hægt að staðfesta sameiginlegan snertiflöt þessara þriggja einstaklinga. „Við vitum að þetta er fólk sem var í sama stigagangi og þannig í nánd en nákvæmlega hvernig þetta hefur gerst, hvort þetta er snertismit eða úðasmit, það er óljóst,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu nú skömmu fyrir hádegi. Hann sagði þann sem færði viðkomandi mat hafa stoppað mjög stutt við. Nágranninn á síðan ekkert að hafa hitt viðkomandi. „Þetta er í sama stigagangi, nándin er þar, og raðgreiningin sýnir allavega á þessum tveimur, við erum að bíða eftir þeim þriðja, sýnir að þetta er sama veiran þannig að smitið hefur átt sér stað þarna á einhvern máta,“ sagði Þórólfur. Skoða hvort setja þurfi strangari leiðbeiningar um sóttkví í fjölbýlishúsi Draga þurfi lærdóm af þessu og skoða hvort það þurfi til að mynda að setja strangari leiðbeiningar varðandi sóttkví þeirra sem koma frá útlöndum og búa í fjölbýlishúsum. „Vissulega þarf að gæta vel að hreinlæti og hreinsun. Það er líka spurning hvort við þurfum að koma með strangari leiðbeiningar um það að fólk sem er í sóttkví dvelji ekki í fjölbýlishúsi þar sem eru margir. Við erum að skoða allt þetta, hvort það sé framkvæmanlegt.“ Alls hafa 12.710 verið fullbólusettir hér á landi og bólusetning er hafin hjá 16.607 manns til viðbótar. Þórólfur segir að á meðan ekki sé búi að bólusetja fleiri þá geti enn komið ný bylgja smita. „Þetta sýnir að við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel. Fólk má ekki halda að þetta sé búið og það er mjög mikilvægt að fólk gæti að sér áfram. Því miður sýnist mér á mörgum stöðum að fólk sé kannski aðeins farið að sleppa fram af sér beislinu og þá getur við óheppilegar aðstæður, það þarf ekki nema einn einstakling smitaðan til að hleypa þessu af stað aftur. Það þarf að passa sig,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira