„Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2021 15:15 Frá vettvangi slyssins í gær. Aðsend Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær. Það var á sjötta tímanum í gær sem slysið varð í Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Fjölmörg vitni urðu að slysinu enda barnaafmæli í gangi og fullt af fólki á svæðinu að sögn Sævars Guðmundssonar aðalvarðstjóra. Þá hafi fólk horft á atburðarásina út um glugga sinn. Hún hafi þó verið það hröð að ekki hafi tekist að forða barni á þriðja aldursári úr rólunni, hvar bíllinn hafnaði. „Hann rétt skaust út úr bílnum til að loka dyrunum á öðrum bíl. Skildi bílinn eftir í gangi,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Bíllinn var hvorki í handbremsu né gír. „Það er ótrúlegt að bíllinn skyldi renna alla þessa leið eftir brekkunni, með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst. Svona eru bara örlögin. Þetta er alveg makalaust hvernig þetta vildi allt saman til.“ Sævar lýsir því að gata sé fyrir ofan brekkuna sem liggi niður að rólunni. Bíllinn hafi runnið eftir brekkunni, stórgrýtisveggur líklega dregið mestan hraða úr bílnum og hann svo hafnað á rólunni þar sem barnið var að leika sér. „Það var barnaafmæli og fullt af fólki þarna. Svo var fólk sem sá þetta út um gluggann. En þetta gerðist svo hratt að fólk hafði ekki tíma til að bregðast við.“ Hann segist ekki hafa nýlegar upplýsingar af líðan barnsins. Það hafi þó verið enn á spítalanum í morgun. „Þetta leit ekkert illa út í gær á staðnum. Virtist vera minniháttar. En svo veit maður ekki hvernig málið hefur þróast síðan,“ segir Sævar. Enginn grunur er um ölvun við akstur eða neitt slíkt af hálfu ökumanns bílsins. Hafnarfjörður Landspítalinn Tengdar fréttir Barn flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll Eitt barn var flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag. Bíllinn var mannlaus þegar atvikið átti sér stað. 7. mars 2021 18:57 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Það var á sjötta tímanum í gær sem slysið varð í Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Fjölmörg vitni urðu að slysinu enda barnaafmæli í gangi og fullt af fólki á svæðinu að sögn Sævars Guðmundssonar aðalvarðstjóra. Þá hafi fólk horft á atburðarásina út um glugga sinn. Hún hafi þó verið það hröð að ekki hafi tekist að forða barni á þriðja aldursári úr rólunni, hvar bíllinn hafnaði. „Hann rétt skaust út úr bílnum til að loka dyrunum á öðrum bíl. Skildi bílinn eftir í gangi,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Bíllinn var hvorki í handbremsu né gír. „Það er ótrúlegt að bíllinn skyldi renna alla þessa leið eftir brekkunni, með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst. Svona eru bara örlögin. Þetta er alveg makalaust hvernig þetta vildi allt saman til.“ Sævar lýsir því að gata sé fyrir ofan brekkuna sem liggi niður að rólunni. Bíllinn hafi runnið eftir brekkunni, stórgrýtisveggur líklega dregið mestan hraða úr bílnum og hann svo hafnað á rólunni þar sem barnið var að leika sér. „Það var barnaafmæli og fullt af fólki þarna. Svo var fólk sem sá þetta út um gluggann. En þetta gerðist svo hratt að fólk hafði ekki tíma til að bregðast við.“ Hann segist ekki hafa nýlegar upplýsingar af líðan barnsins. Það hafi þó verið enn á spítalanum í morgun. „Þetta leit ekkert illa út í gær á staðnum. Virtist vera minniháttar. En svo veit maður ekki hvernig málið hefur þróast síðan,“ segir Sævar. Enginn grunur er um ölvun við akstur eða neitt slíkt af hálfu ökumanns bílsins.
Hafnarfjörður Landspítalinn Tengdar fréttir Barn flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll Eitt barn var flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag. Bíllinn var mannlaus þegar atvikið átti sér stað. 7. mars 2021 18:57 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Barn flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll Eitt barn var flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag. Bíllinn var mannlaus þegar atvikið átti sér stað. 7. mars 2021 18:57