Telja sjúkrahús í Brasilíu komin að þolmörkum Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2021 14:24 Líkkista fórnarlambs Covid-19 borið til grafar í Viola Formosa-grafreitnum í Sao Paulo. Í síðustu viku létust rétt um 1.700 manns á einum degi, um það bil eitt dauðsfall á 50 sekúndna fresti. Síðan þá hefur smituðum og látnum fjölgað enn. Vísir/EPA Heilbrigðiskerfið flestum stærstu borgum Brasilíu er að hruni komið vegna fjölda sjúklinga með Covid-19, að mati heilbrigðisstofnunar landsins. Heimshlutanum er talin standa ógn af aðgerðaleysi brasilískra stjórnvalda við faraldrinum sem fær að geisa nær hömlulaust. Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið kennt við Brasilíu geisar nú í landinu. Það er talið allt að tvöfalt meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar. Svo slæmt er ástandið að Jesem Orellana, faraldsfræðingur hjá Fiocruz, brasilísku heilbrigðisstofnuninni, telur Brasilíu ógn við mannkynið um þessar mundir. Met var slegið í Brasilíu yfir fjölda dauðsfalla á einum degi þegar greint var frá 1.972 dauðsföllum í gær. Fleiri en 70.000 manns greindust smitaðir í gær, um 38% meira en í síðustu viku. Samkvæmt tölum Fiocruz er yfir 90% nýting á rúmum á gjörgæsludeildum fimmtán ríkishöfuðborga, þar á meðal Río de Janeiro, Sao Paulo og Brasilíu. Í Porto Alegre og Campo Grande eru gjörgæsludeildir þegar sprungnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tölurnar benda til þess að heilbrigðiskerfið sé jafnvel að hruni komið að mati stofnunarinnar. „Baráttan gegn Covid-19 tapaðist árið 2020 og það er ekki nokkur möguleiki á að snúa við þessum sorglegu aðstæðum á fyrsta helmingi 2021. Það besta sem við getum gert er að vonast til kraftaverks í fjöldabólusetningu eða róttækra breytinga í viðbrögðum við faraldrinum. Reglan virðist vera að stjórnendur fari fram með refsileysi,“ segir Orellana. Fleiri en 266.000 manns hafi látið lífið í faraldrinum í Brasilíu til þessa og ellefu milljónir manna smitast. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látið lífið af völdum veirunnar. Þrátt fyrir það hefur hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro forseti staðfastlega neitað að samþykkja reglur um sóttkví og frábeðið sér ráðgjöf sérfræðinga í viðbrögðum við faraldrinum. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, hefur lýst áhyggjum af ástandinu í Braslíu. Taki stjórnvöld í Brasilíu ekki á málum af alvöru sé hætta á að ný afbrigði veirunnar dreifi úr sér um nágrannalöndin og víðar. Rannsóknir benda til þess að þeir sem hafa þegar smitast af kórónuveirunni séu ekki endilega ónæmir fyrir brasilíska afbrigðinu. Líkurnar á því að fólk smitist aftur af því geti verið allt á bilinu 25 til 60 prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið kennt við Brasilíu geisar nú í landinu. Það er talið allt að tvöfalt meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar. Svo slæmt er ástandið að Jesem Orellana, faraldsfræðingur hjá Fiocruz, brasilísku heilbrigðisstofnuninni, telur Brasilíu ógn við mannkynið um þessar mundir. Met var slegið í Brasilíu yfir fjölda dauðsfalla á einum degi þegar greint var frá 1.972 dauðsföllum í gær. Fleiri en 70.000 manns greindust smitaðir í gær, um 38% meira en í síðustu viku. Samkvæmt tölum Fiocruz er yfir 90% nýting á rúmum á gjörgæsludeildum fimmtán ríkishöfuðborga, þar á meðal Río de Janeiro, Sao Paulo og Brasilíu. Í Porto Alegre og Campo Grande eru gjörgæsludeildir þegar sprungnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tölurnar benda til þess að heilbrigðiskerfið sé jafnvel að hruni komið að mati stofnunarinnar. „Baráttan gegn Covid-19 tapaðist árið 2020 og það er ekki nokkur möguleiki á að snúa við þessum sorglegu aðstæðum á fyrsta helmingi 2021. Það besta sem við getum gert er að vonast til kraftaverks í fjöldabólusetningu eða róttækra breytinga í viðbrögðum við faraldrinum. Reglan virðist vera að stjórnendur fari fram með refsileysi,“ segir Orellana. Fleiri en 266.000 manns hafi látið lífið í faraldrinum í Brasilíu til þessa og ellefu milljónir manna smitast. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látið lífið af völdum veirunnar. Þrátt fyrir það hefur hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro forseti staðfastlega neitað að samþykkja reglur um sóttkví og frábeðið sér ráðgjöf sérfræðinga í viðbrögðum við faraldrinum. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, hefur lýst áhyggjum af ástandinu í Braslíu. Taki stjórnvöld í Brasilíu ekki á málum af alvöru sé hætta á að ný afbrigði veirunnar dreifi úr sér um nágrannalöndin og víðar. Rannsóknir benda til þess að þeir sem hafa þegar smitast af kórónuveirunni séu ekki endilega ónæmir fyrir brasilíska afbrigðinu. Líkurnar á því að fólk smitist aftur af því geti verið allt á bilinu 25 til 60 prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira