Fengu ekki lotuna sem tengd er mögulegri aukaverkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2021 12:19 Landspítali í Fossvogi. Vísir/vilhelm Landspítali hefur frestað bólusetningu starfsfólks með bóluefni AstraZeneca sem fara átti fram í dag eftir að notkun þess á landinu var stöðvuð tímabundið í morgun. Þá tekur spítalinn fram að hann hafi ekki fengið úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun. Sóttvarnalæknir tilkynnti í morgun að ákveðið hefði verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. „Landspítali hefur stöðvað bólusetningar starfsfólks með Covid-19-bóluefni frá AstraZeneca í dag, fimmtudaginn 11. mars, í ljósi þess að sóttvarnalæknir mælir með tímabundinni frestun á bólusetningum í varúðarskyni á meðan Lyfjastofnun Evrópu fjallar um möguleg tengsl bólusetningar með þessu tiltekna bóluefni við blóðtappa,“ segir í tilkynningu Landspítala í dag. „Vert er að taka fram að Landspítali fékk ekki úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun.“ Það starfsfólk sem þegar hafi fengið boð í bólusetningu í dag mun fá SMS þess efnis að henni sé nú frestað tímabundið. Framhaldið verði tilkynnt á vefsvæðum Landspítala og samskiptamiðlinum Workplace. BÓLUSETNINGU STARFSFÓLKS MEÐ ASTRAZENECA FRESTAÐ TÍMABUNDIÐ Landspítali hefur stöðvað bólusetningar starfsfólks með...Posted by Landspítali on Fimmtudagur, 11. mars 2021 Skoða tiltekna lotu Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hefðu ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekkert benti til þess að orsakasamhengi væri milli bólusetningarinnar og veikindanna, sem einnig hefur verið tilkynnt um í Austurríki. Fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í gær að tiltekin lota af bóluefni AstraZeneca, ABV5300, sé skoðuð með tilliti til umræddra mögulegra aukaverkana. Lotan telur eina milljón skammta, sem dreift var til sautján Evrópulanda, þar á meðal Íslands. 8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13 Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. 11. mars 2021 09:58 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Sóttvarnalæknir tilkynnti í morgun að ákveðið hefði verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. „Landspítali hefur stöðvað bólusetningar starfsfólks með Covid-19-bóluefni frá AstraZeneca í dag, fimmtudaginn 11. mars, í ljósi þess að sóttvarnalæknir mælir með tímabundinni frestun á bólusetningum í varúðarskyni á meðan Lyfjastofnun Evrópu fjallar um möguleg tengsl bólusetningar með þessu tiltekna bóluefni við blóðtappa,“ segir í tilkynningu Landspítala í dag. „Vert er að taka fram að Landspítali fékk ekki úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun.“ Það starfsfólk sem þegar hafi fengið boð í bólusetningu í dag mun fá SMS þess efnis að henni sé nú frestað tímabundið. Framhaldið verði tilkynnt á vefsvæðum Landspítala og samskiptamiðlinum Workplace. BÓLUSETNINGU STARFSFÓLKS MEÐ ASTRAZENECA FRESTAÐ TÍMABUNDIÐ Landspítali hefur stöðvað bólusetningar starfsfólks með...Posted by Landspítali on Fimmtudagur, 11. mars 2021 Skoða tiltekna lotu Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hefðu ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekkert benti til þess að orsakasamhengi væri milli bólusetningarinnar og veikindanna, sem einnig hefur verið tilkynnt um í Austurríki. Fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í gær að tiltekin lota af bóluefni AstraZeneca, ABV5300, sé skoðuð með tilliti til umræddra mögulegra aukaverkana. Lotan telur eina milljón skammta, sem dreift var til sautján Evrópulanda, þar á meðal Íslands. 8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13 Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. 11. mars 2021 09:58 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13
Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. 11. mars 2021 09:58