Föstudagsplaylisti LaFontaine Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. mars 2021 15:31 Jóhannes LaFontaine hefur að öllum líkindum skyggnst inn í teknótómið endrum og eins. Teknótófan Jóhannes LaFontaine, sem þeytir iðulega skífum og gefur út tónlist undir eftirnafni sínu, setti saman föstudagslagalista vikunnar. Jóhannes var meðlimur Shades of Reykjavík hipp-hópsins og hefur líka verið tíður samstarfsmaður félaga síns Ella Grill utan þess, en velur sér helst að gera teknó þegar hann er einn síns liðs. Sem LaFontaine er hann með minnst tíu útgáfur undir beltinu, flestar stuttskífur. Hann hefur verið hluti alls kyns annarra verkefna sem poppað hafa upp í gegnum tíðina, eitt handahófskennt dæmi er rassabassa verkefni hans og Ella Grill, Kex Verk Klan. Lagalistinn endurspeglar teknótilhugann, þar sem ekki margt annað kemst að. Við enda listans leysist hann þó upp í rokkdrullu. „Hann er hálfpartinn settur upp eins og dj-sett nema bara með lögum sem ég hef mest verið að hlusta á undanfarna mánuði í stað laga sem ég myndi í raun spila á klúbb,“ segir Jóhannes um lagavalið. „Það breytist frá degi til dags á hvernig tónlist ég nenni að hlusta á en svona „genre-lega“ séð er þetta eitthvað sem ég er mest fyrir í augnablikinu.“ Föstudagsplaylistinn Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Ella Grill Elli Grill græddi saman nokkra lagstúfa í tryllingslegan hryllilista. 7. desember 2018 14:45 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Jóhannes var meðlimur Shades of Reykjavík hipp-hópsins og hefur líka verið tíður samstarfsmaður félaga síns Ella Grill utan þess, en velur sér helst að gera teknó þegar hann er einn síns liðs. Sem LaFontaine er hann með minnst tíu útgáfur undir beltinu, flestar stuttskífur. Hann hefur verið hluti alls kyns annarra verkefna sem poppað hafa upp í gegnum tíðina, eitt handahófskennt dæmi er rassabassa verkefni hans og Ella Grill, Kex Verk Klan. Lagalistinn endurspeglar teknótilhugann, þar sem ekki margt annað kemst að. Við enda listans leysist hann þó upp í rokkdrullu. „Hann er hálfpartinn settur upp eins og dj-sett nema bara með lögum sem ég hef mest verið að hlusta á undanfarna mánuði í stað laga sem ég myndi í raun spila á klúbb,“ segir Jóhannes um lagavalið. „Það breytist frá degi til dags á hvernig tónlist ég nenni að hlusta á en svona „genre-lega“ séð er þetta eitthvað sem ég er mest fyrir í augnablikinu.“
Föstudagsplaylistinn Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Ella Grill Elli Grill græddi saman nokkra lagstúfa í tryllingslegan hryllilista. 7. desember 2018 14:45 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Föstudagsplaylisti Ella Grill Elli Grill græddi saman nokkra lagstúfa í tryllingslegan hryllilista. 7. desember 2018 14:45