Síðari skák úrslitaviðureignar Hjörvars og Hannesar Hlífars Stefánssonar fór fram í dag og segir Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands að sigur Hjörvars hafi verið öruggur.
Hjörvar bar einnig sigur úr bítum í fyrri skákinni við Hannes, sem fór fram í gær. Hann vann fimm af sex kappskákum sem hann tefldi og báðar atskákirnar. Það voru alls sjö sigrar af átta mögulegum.
„Hjörvar tefldi best allra á mótinu og var sigur hans afar verðskuldaður,“ segir í frétt sem birtist á skák.is.