Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2021 12:22 Þórólfur Guðnason hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði sínu með næstu sóttvarnaaðgerðum innanlands. Vísir/Vilhelm Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands. „Ég er ekki að leggja til miklar breytingar,” segir hann. Hann segir að í ljósi smits sem kom upp um þarsíðustu helgi, þegar einstaklingur smitaður af breska afbrigði kórónuveirunnar sótti tónleika í Hörpu, að áfram þurfi að fara mjög varlega. „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna myndi ég telja, miðað við marga aðra, og við eigum að nýta okkur það. En í tillögunum hef ég lagt til að skerpt verði á nokkrum atriðum innanlands og eina á landamærunum en það kemur bara í ljós,” segir hann. Líkt og greint hefur verið frá hefur Þórólfur lagt til að börn verði skimuð á landamærunum. „Þetta nýja afbrigði veirunnar virðist vera að valda meiri veikindum hjá til dæmis börnum og yngra fólki á Norðurlöndunum, eins og í Noregi, og ég held að við þurfum að tryggja það að börn fari ekki að bera inn veiruna á þessari stundu. Ég held að við getum gert það án þess að fara í einhverjar íþyngjandi aðgerðir.” Verða einhverjar tilslakanir? „Nei, það er ekkert að sjá í stórum dráttum.” Astra Zeneca enn til skoðunar Íslensk sóttvarnayfirvöld ákváðu á fimmtudaginn í síðustu viku að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vegna gruns um aukaverkanir á borð við blóðtappa. Enn er þó ekki búið að sýna fram á slíkt orsakasamhengi með óyggjandi hætti. „Við erum enn að skoða ýmsar tölur hver tíðnin á þessum blóðsegavanda er hér innanlands. Lyfjastofnun Evrópu er að skoða þessi mál og hefur sagt að hún muni gefa sér þessa viku til að gera það. Við erum að skoða þetta og viljum vera eins viss og við getum um að það sé ekki orsakasamhengi þarna á milli.” Bólusetningavottorð utan EES ekki tekin gild Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að farþegar utan Schengen-svæðisins, til dæmis Bandaríkjamenn, Bretar og Kínverjar, fái ekki að koma inn í landið án þess að fara í sóttkví – þrátt fyrir að vera með bólusetningavottorð. Þórólfur segist hafa lagt til einhverjar breytingar hvað það varðar. „Samkvæmt reglugerðinni þá er það þannig að bólusetningavottorð eru tekin gild innan EES-svæðisins og eins utan svæðisins ef fólk er með þetta svokallaða alþjóðlega bólusetningaskírteini. Þau eru líka tekin gild sama hvaðan þau eru. Það eru ekki tekin vottorð gild eins og staðan er núna utan EES-svæðisins um fyrri sýkingu. Þannig er staðan og ég hef komið með nokkrar tillögur þar að lútandi í þessu minnisblaði,” segir hann . Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
„Ég er ekki að leggja til miklar breytingar,” segir hann. Hann segir að í ljósi smits sem kom upp um þarsíðustu helgi, þegar einstaklingur smitaður af breska afbrigði kórónuveirunnar sótti tónleika í Hörpu, að áfram þurfi að fara mjög varlega. „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna myndi ég telja, miðað við marga aðra, og við eigum að nýta okkur það. En í tillögunum hef ég lagt til að skerpt verði á nokkrum atriðum innanlands og eina á landamærunum en það kemur bara í ljós,” segir hann. Líkt og greint hefur verið frá hefur Þórólfur lagt til að börn verði skimuð á landamærunum. „Þetta nýja afbrigði veirunnar virðist vera að valda meiri veikindum hjá til dæmis börnum og yngra fólki á Norðurlöndunum, eins og í Noregi, og ég held að við þurfum að tryggja það að börn fari ekki að bera inn veiruna á þessari stundu. Ég held að við getum gert það án þess að fara í einhverjar íþyngjandi aðgerðir.” Verða einhverjar tilslakanir? „Nei, það er ekkert að sjá í stórum dráttum.” Astra Zeneca enn til skoðunar Íslensk sóttvarnayfirvöld ákváðu á fimmtudaginn í síðustu viku að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vegna gruns um aukaverkanir á borð við blóðtappa. Enn er þó ekki búið að sýna fram á slíkt orsakasamhengi með óyggjandi hætti. „Við erum enn að skoða ýmsar tölur hver tíðnin á þessum blóðsegavanda er hér innanlands. Lyfjastofnun Evrópu er að skoða þessi mál og hefur sagt að hún muni gefa sér þessa viku til að gera það. Við erum að skoða þetta og viljum vera eins viss og við getum um að það sé ekki orsakasamhengi þarna á milli.” Bólusetningavottorð utan EES ekki tekin gild Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að farþegar utan Schengen-svæðisins, til dæmis Bandaríkjamenn, Bretar og Kínverjar, fái ekki að koma inn í landið án þess að fara í sóttkví – þrátt fyrir að vera með bólusetningavottorð. Þórólfur segist hafa lagt til einhverjar breytingar hvað það varðar. „Samkvæmt reglugerðinni þá er það þannig að bólusetningavottorð eru tekin gild innan EES-svæðisins og eins utan svæðisins ef fólk er með þetta svokallaða alþjóðlega bólusetningaskírteini. Þau eru líka tekin gild sama hvaðan þau eru. Það eru ekki tekin vottorð gild eins og staðan er núna utan EES-svæðisins um fyrri sýkingu. Þannig er staðan og ég hef komið með nokkrar tillögur þar að lútandi í þessu minnisblaði,” segir hann .
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira