Harry, Meghan og Bjarni Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 20. mars 2021 08:01 Kvikmyndatónskáldið Bjarni Biering samdi tónlistina fyrir eitt umtalaðasta viðtal sögunnar, viðtal Opruh Winfrey við Harry Bretaprins og Meghan Markle. Vilhelm/Vísir „Þetta var algjör sprengja og ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta yrði alveg svona stórt,“ segir Bjarni Biering Margeirsson tónskáld í viðtali við Vísi. Lag Bjarna, Sunshine In The East, hljómaði undir einu umdeildasta viðtali síðustu ára, viðtali Opruh Winfrey við Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju. Viðtalið hefur vakið geysimikil viðbrögð og fengið vægast sagt mikla athygli en alls horfðu 17,1 milljón manna á viðtalið þegar það var sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS. Sjálfur segist Bjarni ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði stórt en það hafi komið honum skemmtilega á óvart þegar hann frétti að lagið hans hafi verið valið í viðtalið. „Tónlistin mín hefur þó fengið ágætis hlustun á CBS sjónvarpsstöðinni svo að þetta var kannski ekki alveg út úr kú. Þetta atvikaðist þannig að lagið var valið í gegnum fyrirtækið APM sem er í samstarfi við útgáfufyrirtækið mitt í Danmörku.“ Tónlist Bjarna hefur tvívegis verið valin til þess að vera spiluð undir í viðtali við Harry og Meghan og segir Bjarni tónlistina mögulega henta þeirra sögu vel. Getty Þó svo að Bjarni hagnist ekki á því beint hversu mikla athygli viðtalið hefur fengið segir hann þetta vissulega mikla lyftistöng fyrir sig sem tónskáld. „Það eru allskonar verkefni á döfinni. Þessa dagana er ég að semja sólóplötu í samstarfi við bandaríska útgáfufyrirtækið Curious Music og eftir það kemur þriðja platan í samstarfi við Stereo Royal svo að það er algjörlega vaxandi eftirspurn eftir meira efni eftir þetta stóra viðtal.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tónlist Bjarna er notuð í viðtal við Meghan og Harry og glottir Bjarni þegar hann er spurður um mögulegar ástæður þess að tónlistin hans henti konungsfjölskyldunni svona vel. „Haha! Já, ætli það sé ekki bara dramað og melankólían (depurðin) sem passar svona vel í þetta. Tónlistin er vissulega frekar dark og jafnvel hentar hún vel sögu þeirra Meghan og Harry.“ Bjarni segist finna fyrir mikilli eftirspurn eftir viðtalið fræga og mörg spennandi verkefni séu framundan. Vilhelm/Vísir Draumurinn var alltaf að starfa við tónlist Bjarni lærði tónsmíðar í Listaháskóla Íslands og fluttist svo til Bretlands árið 2011 til að fara þar í meistaranám í skólanum University of Bristol. Kona Bjarna er bresk og heitir Charlotte en saman eiga þau soninn Baltasar sem er nýorðinn sex ára. „Við Charlotte kynntumst á Íslandi og bjuggum hér saman í nokkur ár áður en við fluttum til Bretlands.“ Á meðan Bjarni var enn í námi fékk hann sitt fyrsta verkefni í kvikmyndatónlist en eftir útskrift byrjaði hann strax að vinna sjálfstætt við tónsmíðar. „Draumurinn var alltaf að starfa almennt við það að búa til tónlist. Ég heillaðist sérstaklega að kvikmyndatónlist vegna þess hversu fjölhæf hún er. Sem kvikmyndatónskáld fær maður að takast á við allskonar tónlistarstefnur og ég þarf oft að læra allskonar nýtt og gera tilraunir með mismunandi hljóðheima.“ Hvernig gekk þér að fá verkefni eftir útskriftina? „Það var og er ennþá erfitt að starfa sjálfstætt í þessum geira. Ég var heppinn að lenda kvikmyndaverkefni á meðan ég var enn í námi en það verkefni var að semja tónlist við bresku bíómyndina Having You. Sú mynd er með nokkrum vel þekktum leikurum eins og Anna Friel og Andy Buchan.“ Í kjölfarið af því verkefni þá fékk ég annað verkefni, að semja tónlist við stuttmynd með Olivia Colman í aðalhlutverki og var sú mynd tilnefnd til BAFTA verðlaunanna sem besta stuttmyndin. Borgin Bristol í Englandi er þekkt sem mikil tónlistarborg og segir Bjarni borgina vissulega hafa haft ákveðið aðdráttarafl þegar þessi tiltekni háskóli hafi orðið fyrir valinu. „Í Bristol er náttúrulífsdeild BBC samsteypunnar og í náminu mínu voru nokkrir kennarar sem vinna mikið í því að gera allskonar heimildarmyndir. Það er einnig kvikmyndadeild í skólanum sem tónlistardeildin vann náið með, en báðar þessar deildir hafa mikla tengingu við BBC og Channel 4 í Bretlandi. Borgin er líka mikil tónlistarborg og hefur stundum verið kennd við Trip Hop stefnuna. Einnig eru hljómsveitir eins og Portishead og Massive Attack frá Bristol.“ Lágt leyfisgjald til þess að nota lagið Að mestu hefur Bjarni verið að semja tónlist fyrir heimildarmyndir og auglýsingar en einnig hefur hann gefið út tvær plötur í samstarfi við fyrirtækið Upright Music í Danmörku. „Ég vinn plöturnar með kvikmyndatónlist í huga en þær eru síðan gefnar út sem production tónlist, sem þýðir það að ég gef útgefandanum leyfi til þess að nota tónlistina eins og þeir vilja. Það þýðir að það þarf ekki að fá sérstakt leyfi hjá mér í hvert skipti sem að einhver vill nota tónlistina. Það er borgað lágt leyfisgjald (e. licensing fee) til að fá að nota lagið, en sjálfur græði ég mest af stefgjöldunum.“ Það besta við þetta er að þetta auðveldar leiðina fyrir mig sem kvikmyndatónskáld til þess að dreifa tónlistinni minni og koma mínum hljóm út sem víðast. Danirnir, Upright Music, eru síðan með samninga um allan heim en í Bandaríkjunum eru þeir í samstarfi við APM music í Los Angeles en APM eru mjög stórir í þessum bransa. Bjarni segir í raun lítinn mun á því sem kallast production-tónlist og hefðbundinni útgáfu en munurinn liggi einna helst í eignarhaldinu sem er að mestu leyti lögfræðilegs eðlis. „Þetta er frekar lítill og frekar lokaður heimur en með því að fá þetta tækifæri, eins og í Opruh viðtalinu, er maður að ryðja sína braut í gegn. Þetta snýst allt um að koma tónlistinni á rétta staði og til þeirra aðila sem framleiða og klippa fyrir stóru sjónvarpsstöðvarnar. Þessar tvær plötur sem ég gaf út í samvinnu við Upright Music eru nú að fá mikla athygli í Bandaríkjunum og alls staðar í Evrópu.“ Fjölskyldan flutti aftur heim til Íslands eftir að hafa verið búsett erlendis í tæp tíu ár. Aftur heim til Íslands eftir áratug í burtu Eftir að hafa verið búsett í Bretlandi í hartnær áratug flutti fjölskyldan til baka til Íslands og segir Bjarni ástæðuna fyrir því meðal annars vera þörfina til að tengjast Íslandi aftur. „Það er líka betra að búa á Íslandi með börn og við vildum að strákurinn okkar myndi fara í skóla hér heima.“ Bjarni segir þau hjónin að eðlisfari vera mikla flakkara og hafa þau búið saman í New York, Danmörku og núna síðast London. „Sjálfur ólst ég að hluta til upp erlendis. Meðal annars í Mósambík og Suður-Afríku. Konan mín, Charlotte, fæðist í Suður-Afríku og hefur verið á endalausu flakki allt sitt líf.“ Foreldrar Bjarna unnu í þróunarstörfum í Mósam bík um tíma og komst Bjarni inn í heimavistarskóla Michaelhouse á tónlistarstyrk á píanó. Við hjónin höfum í rauninni aldrei ferðast eins lítið og árið 2020, sem er bara búið að vera ótrúlega næs. Ég sakna stundum London þó að hún sé svolítið stór og yfirgnæfandi en á sama tíma er ákveðin orka í stórborgum sem ég sakna. Framundan segir Bjarni vera spennandi tíma og má þar nefna nýja plötu og tónleika sem verður streymt beint í gegnum netið. „Þetta verður svona kósý stund. An Afternoon with Curious Music heitir viðburðurinn og þetta verða sóló tónleikar, bara ég og píanóið en svo fæ ég víóluleikara með mér í lokin.“ Bjarni mætti í Bítið á Bylgjunni og ræddi við þá Heimir og Gulla. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir neðan. Tónlist Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Lag Bjarna, Sunshine In The East, hljómaði undir einu umdeildasta viðtali síðustu ára, viðtali Opruh Winfrey við Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju. Viðtalið hefur vakið geysimikil viðbrögð og fengið vægast sagt mikla athygli en alls horfðu 17,1 milljón manna á viðtalið þegar það var sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS. Sjálfur segist Bjarni ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði stórt en það hafi komið honum skemmtilega á óvart þegar hann frétti að lagið hans hafi verið valið í viðtalið. „Tónlistin mín hefur þó fengið ágætis hlustun á CBS sjónvarpsstöðinni svo að þetta var kannski ekki alveg út úr kú. Þetta atvikaðist þannig að lagið var valið í gegnum fyrirtækið APM sem er í samstarfi við útgáfufyrirtækið mitt í Danmörku.“ Tónlist Bjarna hefur tvívegis verið valin til þess að vera spiluð undir í viðtali við Harry og Meghan og segir Bjarni tónlistina mögulega henta þeirra sögu vel. Getty Þó svo að Bjarni hagnist ekki á því beint hversu mikla athygli viðtalið hefur fengið segir hann þetta vissulega mikla lyftistöng fyrir sig sem tónskáld. „Það eru allskonar verkefni á döfinni. Þessa dagana er ég að semja sólóplötu í samstarfi við bandaríska útgáfufyrirtækið Curious Music og eftir það kemur þriðja platan í samstarfi við Stereo Royal svo að það er algjörlega vaxandi eftirspurn eftir meira efni eftir þetta stóra viðtal.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tónlist Bjarna er notuð í viðtal við Meghan og Harry og glottir Bjarni þegar hann er spurður um mögulegar ástæður þess að tónlistin hans henti konungsfjölskyldunni svona vel. „Haha! Já, ætli það sé ekki bara dramað og melankólían (depurðin) sem passar svona vel í þetta. Tónlistin er vissulega frekar dark og jafnvel hentar hún vel sögu þeirra Meghan og Harry.“ Bjarni segist finna fyrir mikilli eftirspurn eftir viðtalið fræga og mörg spennandi verkefni séu framundan. Vilhelm/Vísir Draumurinn var alltaf að starfa við tónlist Bjarni lærði tónsmíðar í Listaháskóla Íslands og fluttist svo til Bretlands árið 2011 til að fara þar í meistaranám í skólanum University of Bristol. Kona Bjarna er bresk og heitir Charlotte en saman eiga þau soninn Baltasar sem er nýorðinn sex ára. „Við Charlotte kynntumst á Íslandi og bjuggum hér saman í nokkur ár áður en við fluttum til Bretlands.“ Á meðan Bjarni var enn í námi fékk hann sitt fyrsta verkefni í kvikmyndatónlist en eftir útskrift byrjaði hann strax að vinna sjálfstætt við tónsmíðar. „Draumurinn var alltaf að starfa almennt við það að búa til tónlist. Ég heillaðist sérstaklega að kvikmyndatónlist vegna þess hversu fjölhæf hún er. Sem kvikmyndatónskáld fær maður að takast á við allskonar tónlistarstefnur og ég þarf oft að læra allskonar nýtt og gera tilraunir með mismunandi hljóðheima.“ Hvernig gekk þér að fá verkefni eftir útskriftina? „Það var og er ennþá erfitt að starfa sjálfstætt í þessum geira. Ég var heppinn að lenda kvikmyndaverkefni á meðan ég var enn í námi en það verkefni var að semja tónlist við bresku bíómyndina Having You. Sú mynd er með nokkrum vel þekktum leikurum eins og Anna Friel og Andy Buchan.“ Í kjölfarið af því verkefni þá fékk ég annað verkefni, að semja tónlist við stuttmynd með Olivia Colman í aðalhlutverki og var sú mynd tilnefnd til BAFTA verðlaunanna sem besta stuttmyndin. Borgin Bristol í Englandi er þekkt sem mikil tónlistarborg og segir Bjarni borgina vissulega hafa haft ákveðið aðdráttarafl þegar þessi tiltekni háskóli hafi orðið fyrir valinu. „Í Bristol er náttúrulífsdeild BBC samsteypunnar og í náminu mínu voru nokkrir kennarar sem vinna mikið í því að gera allskonar heimildarmyndir. Það er einnig kvikmyndadeild í skólanum sem tónlistardeildin vann náið með, en báðar þessar deildir hafa mikla tengingu við BBC og Channel 4 í Bretlandi. Borgin er líka mikil tónlistarborg og hefur stundum verið kennd við Trip Hop stefnuna. Einnig eru hljómsveitir eins og Portishead og Massive Attack frá Bristol.“ Lágt leyfisgjald til þess að nota lagið Að mestu hefur Bjarni verið að semja tónlist fyrir heimildarmyndir og auglýsingar en einnig hefur hann gefið út tvær plötur í samstarfi við fyrirtækið Upright Music í Danmörku. „Ég vinn plöturnar með kvikmyndatónlist í huga en þær eru síðan gefnar út sem production tónlist, sem þýðir það að ég gef útgefandanum leyfi til þess að nota tónlistina eins og þeir vilja. Það þýðir að það þarf ekki að fá sérstakt leyfi hjá mér í hvert skipti sem að einhver vill nota tónlistina. Það er borgað lágt leyfisgjald (e. licensing fee) til að fá að nota lagið, en sjálfur græði ég mest af stefgjöldunum.“ Það besta við þetta er að þetta auðveldar leiðina fyrir mig sem kvikmyndatónskáld til þess að dreifa tónlistinni minni og koma mínum hljóm út sem víðast. Danirnir, Upright Music, eru síðan með samninga um allan heim en í Bandaríkjunum eru þeir í samstarfi við APM music í Los Angeles en APM eru mjög stórir í þessum bransa. Bjarni segir í raun lítinn mun á því sem kallast production-tónlist og hefðbundinni útgáfu en munurinn liggi einna helst í eignarhaldinu sem er að mestu leyti lögfræðilegs eðlis. „Þetta er frekar lítill og frekar lokaður heimur en með því að fá þetta tækifæri, eins og í Opruh viðtalinu, er maður að ryðja sína braut í gegn. Þetta snýst allt um að koma tónlistinni á rétta staði og til þeirra aðila sem framleiða og klippa fyrir stóru sjónvarpsstöðvarnar. Þessar tvær plötur sem ég gaf út í samvinnu við Upright Music eru nú að fá mikla athygli í Bandaríkjunum og alls staðar í Evrópu.“ Fjölskyldan flutti aftur heim til Íslands eftir að hafa verið búsett erlendis í tæp tíu ár. Aftur heim til Íslands eftir áratug í burtu Eftir að hafa verið búsett í Bretlandi í hartnær áratug flutti fjölskyldan til baka til Íslands og segir Bjarni ástæðuna fyrir því meðal annars vera þörfina til að tengjast Íslandi aftur. „Það er líka betra að búa á Íslandi með börn og við vildum að strákurinn okkar myndi fara í skóla hér heima.“ Bjarni segir þau hjónin að eðlisfari vera mikla flakkara og hafa þau búið saman í New York, Danmörku og núna síðast London. „Sjálfur ólst ég að hluta til upp erlendis. Meðal annars í Mósambík og Suður-Afríku. Konan mín, Charlotte, fæðist í Suður-Afríku og hefur verið á endalausu flakki allt sitt líf.“ Foreldrar Bjarna unnu í þróunarstörfum í Mósam bík um tíma og komst Bjarni inn í heimavistarskóla Michaelhouse á tónlistarstyrk á píanó. Við hjónin höfum í rauninni aldrei ferðast eins lítið og árið 2020, sem er bara búið að vera ótrúlega næs. Ég sakna stundum London þó að hún sé svolítið stór og yfirgnæfandi en á sama tíma er ákveðin orka í stórborgum sem ég sakna. Framundan segir Bjarni vera spennandi tíma og má þar nefna nýja plötu og tónleika sem verður streymt beint í gegnum netið. „Þetta verður svona kósý stund. An Afternoon with Curious Music heitir viðburðurinn og þetta verða sóló tónleikar, bara ég og píanóið en svo fæ ég víóluleikara með mér í lokin.“ Bjarni mætti í Bítið á Bylgjunni og ræddi við þá Heimir og Gulla. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir neðan.
Tónlist Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira