Hleypa þurfi fólki nær og stika leiðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2021 10:27 Tómas við eldgosið að næturlagi um helgina. Aðsend Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og útvistarmaður, segir mikilvægt að auðvelda fólki aðgang að eldgosi á borð við það sem hófst í Geldingadal á föstudaginn. Auðvitað verði að virða lokun nú þegar veður er vont og hætta á gasmengun en í framhaldinu þurfi að hugsa strax í hvaða farveg eigi að beina straumi fólks svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum. Tómas ræddi eldgosið í samhengi náttúrufegurðar og útivistar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór í næturferð ásamt vönu útivistarfólki um helgina þar sem þeir hjóluðu frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi og skildu svo hjólin eftir í Nátthaga. Ferð þeirra tók um fimmtíu mínútur á hjóli og fjörutíu mínútur á göngu. Þeir fóru nærri gosinu. „Ég þori varla að segja frá því. Ég fór mjög nálægt því. Ég var ekki að taka rosalega áhættu,“ segir Tómas en með í för var meðal annars Haraldur Örn Ólafsson pólfari. Almannavarnir mæltu með því við fólk um helgina að ganga frá Bláa lóninu eða Þorbirni. Þar virtust almannavarnir helst hafa í huga að fólk legði bílum sínum á bílastæðum og vindáttin. Tómas veltir því fyrir sér hvort það hafi verið mistök. „Það er mun lengri leið og meiri líkur á að fólk örmagnist. Hin leiðin, Suðurstrandarvegsleiðin, er mun styttri og mun þægilegra að rata,“ segir Tómas. Hann segir Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing hafa slegið tóninn í gær þegar hann velti upp hvort ekki ætti að gera fólki auðveldara að komast að gosinu. „Mér finnst alveg ótækt að fólki verði meinaður aðgangur að svona stórkostlegu gosi eins og þessu. Þetta er eitthvað sem þú gleymir aldrei,“ segir Tómas. Auðvitað séu einhverjir sem búi sig ekki vel en mikill meirihluti sem voru um nóttina á sama tíma og hann hafi verið vel búinn. „Ég sá til dæmis einn mann í strigaskóm og gallabuxum eins og hann væri að labba á Laugaveginum. Það verða alltaf slík tilvik.“ Tómas telur mikilvægt að stytta gönguleiðina með því að leyfa fólki að koma nær. Sömuleiðis að setja upp stikur svo fólk sé ekki að labba yfir gróðurinn hvar sem er. „Að mínu mati er alls ekki hægt að loka svæðinu af. Það væri líka slys ef það væri gert. Það er stórkostlegt að fylgjast með þessu. Sumir eru að segja að þetta sé bara lítið gos. Það er ekki rétt. Ég hef verið svo heppinn að sjá helling af eldgosum á minni ævi. Þetta er með því fallegasta sem ég hef séð. Svo er þetta eins og hringleikahús. Dalurinn er umleikinn fjöllum.“ Hann leggur áherslu á að hann sé ekki að hvetja fólk til göngu í dag þegar veður sé vont og hætta á gasmengun. Ótrúleg auglýsing „Maður verður að hlýða því en vonandi verður hægt að búa þannig um hnútana að gera þetta auðveldara og hjápa fólki að komast að svæðinu. Þótt það þurfi ekki að fara að hrauninu eða ofan í lægðina þar sem geta verið gös eins og koldíoxíð sem getur verið hættulegt manni.“ Þá sé mikilvægt að þeir sem fari að nóttu til séu búnir góðum ljósum og GPS-tækjum. Fólk þurfi að vera vant útivistarfólk. „Lausnin er alls ekki að loka svæðinu alveg heldur að auðvelda fólki aðgengi. Líka hugsa til þeirra sem eru faltaðir, vilja bera gosið augum.Finna lausnir fyrri þá líka. Það eru slóðar þarna úti um allt. Við verðum að hugsa núna í hvaða farveg við viljum beina straumnum svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum.“ Um sé að ræða ótrúlega auglýsingu fyrir landið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjallamennska Grindavík Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Tómas ræddi eldgosið í samhengi náttúrufegurðar og útivistar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór í næturferð ásamt vönu útivistarfólki um helgina þar sem þeir hjóluðu frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi og skildu svo hjólin eftir í Nátthaga. Ferð þeirra tók um fimmtíu mínútur á hjóli og fjörutíu mínútur á göngu. Þeir fóru nærri gosinu. „Ég þori varla að segja frá því. Ég fór mjög nálægt því. Ég var ekki að taka rosalega áhættu,“ segir Tómas en með í för var meðal annars Haraldur Örn Ólafsson pólfari. Almannavarnir mæltu með því við fólk um helgina að ganga frá Bláa lóninu eða Þorbirni. Þar virtust almannavarnir helst hafa í huga að fólk legði bílum sínum á bílastæðum og vindáttin. Tómas veltir því fyrir sér hvort það hafi verið mistök. „Það er mun lengri leið og meiri líkur á að fólk örmagnist. Hin leiðin, Suðurstrandarvegsleiðin, er mun styttri og mun þægilegra að rata,“ segir Tómas. Hann segir Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing hafa slegið tóninn í gær þegar hann velti upp hvort ekki ætti að gera fólki auðveldara að komast að gosinu. „Mér finnst alveg ótækt að fólki verði meinaður aðgangur að svona stórkostlegu gosi eins og þessu. Þetta er eitthvað sem þú gleymir aldrei,“ segir Tómas. Auðvitað séu einhverjir sem búi sig ekki vel en mikill meirihluti sem voru um nóttina á sama tíma og hann hafi verið vel búinn. „Ég sá til dæmis einn mann í strigaskóm og gallabuxum eins og hann væri að labba á Laugaveginum. Það verða alltaf slík tilvik.“ Tómas telur mikilvægt að stytta gönguleiðina með því að leyfa fólki að koma nær. Sömuleiðis að setja upp stikur svo fólk sé ekki að labba yfir gróðurinn hvar sem er. „Að mínu mati er alls ekki hægt að loka svæðinu af. Það væri líka slys ef það væri gert. Það er stórkostlegt að fylgjast með þessu. Sumir eru að segja að þetta sé bara lítið gos. Það er ekki rétt. Ég hef verið svo heppinn að sjá helling af eldgosum á minni ævi. Þetta er með því fallegasta sem ég hef séð. Svo er þetta eins og hringleikahús. Dalurinn er umleikinn fjöllum.“ Hann leggur áherslu á að hann sé ekki að hvetja fólk til göngu í dag þegar veður sé vont og hætta á gasmengun. Ótrúleg auglýsing „Maður verður að hlýða því en vonandi verður hægt að búa þannig um hnútana að gera þetta auðveldara og hjápa fólki að komast að svæðinu. Þótt það þurfi ekki að fara að hrauninu eða ofan í lægðina þar sem geta verið gös eins og koldíoxíð sem getur verið hættulegt manni.“ Þá sé mikilvægt að þeir sem fari að nóttu til séu búnir góðum ljósum og GPS-tækjum. Fólk þurfi að vera vant útivistarfólk. „Lausnin er alls ekki að loka svæðinu alveg heldur að auðvelda fólki aðgengi. Líka hugsa til þeirra sem eru faltaðir, vilja bera gosið augum.Finna lausnir fyrri þá líka. Það eru slóðar þarna úti um allt. Við verðum að hugsa núna í hvaða farveg við viljum beina straumnum svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum.“ Um sé að ræða ótrúlega auglýsingu fyrir landið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjallamennska Grindavík Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira