Starfsmaður Landspítala greindist með Covid-19 í gær Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2021 14:54 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Sigurjón Starfsmaður Landspítala er meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær og eru innan við tíu samstarfsmenn nú komnir í sóttkví vegna þessa. Ekki er talið að smitið muni hafa teljandi áhrif á starfsemi spítalans. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Hann segir að starfsmaðurinn vinni á rannsóknarsviði spítalans og enginn sjúklingur hafi verið útsettur fyrir smiti. Að sögn Más hafa á bilinu sjö til níu starfsmenn verið sendir í sóttkví. Már sat fund farsóttarnefndar Landspítala í hádeginu þar sem meðal annars var rætt að færa starfsemi spítalans á hærra viðbúnaðarstig í ljósi stöðunnar, af óvissustigi yfir á hættustig. „Miðað við gögnin sem við höfum á þessari stundu þá fannst okkur ekki ástæða til þess en það kann að breytast ef verkefnastaðan breytist á spítalanum.“ Staðan geti ávallt breyst hratt Þrír sjúklingar eru nú með virkt smit inni á Landspítala en ekki hefur þurft að leggja inn neinn af þeim tíu skipverjum sem hafa greinst um borð í súrálsskipinu sem liggur við höfn á Reyðarfirði. Nítján voru um borð í skipinu sem kom frá Brasilíu og sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. Már veltir því upp að staðan á spítalanum gæti breyst ef einhverjir þeirra þarfnist skyndilega sjúkrahúsvistar. „Okkar hlutverk er að velta upp möguleikum og vera þá í stakk búinn ef við þurfum.“ Viðbúnaðarstig spítalans verði því endurmetið reglulega næstu daga. Fimm einstaklingar greindust innanlands með Covid-19 í gær en alls hafa sjö greinst síðustu þrjá sólarhringa. Þrír þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir sem greindust um helgina voru í sóttkví. Alls greindust 26 kórónuveirusmit frá föstudegi til sunnudags, þar af sjö innanlands og nítján smit við landamærin. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29 Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Hann segir að starfsmaðurinn vinni á rannsóknarsviði spítalans og enginn sjúklingur hafi verið útsettur fyrir smiti. Að sögn Más hafa á bilinu sjö til níu starfsmenn verið sendir í sóttkví. Már sat fund farsóttarnefndar Landspítala í hádeginu þar sem meðal annars var rætt að færa starfsemi spítalans á hærra viðbúnaðarstig í ljósi stöðunnar, af óvissustigi yfir á hættustig. „Miðað við gögnin sem við höfum á þessari stundu þá fannst okkur ekki ástæða til þess en það kann að breytast ef verkefnastaðan breytist á spítalanum.“ Staðan geti ávallt breyst hratt Þrír sjúklingar eru nú með virkt smit inni á Landspítala en ekki hefur þurft að leggja inn neinn af þeim tíu skipverjum sem hafa greinst um borð í súrálsskipinu sem liggur við höfn á Reyðarfirði. Nítján voru um borð í skipinu sem kom frá Brasilíu og sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. Már veltir því upp að staðan á spítalanum gæti breyst ef einhverjir þeirra þarfnist skyndilega sjúkrahúsvistar. „Okkar hlutverk er að velta upp möguleikum og vera þá í stakk búinn ef við þurfum.“ Viðbúnaðarstig spítalans verði því endurmetið reglulega næstu daga. Fimm einstaklingar greindust innanlands með Covid-19 í gær en alls hafa sjö greinst síðustu þrjá sólarhringa. Þrír þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir sem greindust um helgina voru í sóttkví. Alls greindust 26 kórónuveirusmit frá föstudegi til sunnudags, þar af sjö innanlands og nítján smit við landamærin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29 Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15
Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29
Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46