Milljarður á ári aukalega til að ná hertum loftslagsmarkmiðum Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 09:22 Ríkisstjórnin vill meðal annars fjölga bændum sem taka þátt í loftslagstengdum verkefnum. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin segist ætla að verja einum milljarði króna aukalega ári í framlög til loftslagsmála næstu tíu árin til þess að mæta hertum markmiðum Íslands um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Til stendur að herða aðgerðirnar í landnotkun, landbúnaði og samgöngum. Mánuður er nú liðinn frá því að forsætisráðherra greindi frá því að íslensk stjórnvöld hefðu uppfært markmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem þeim bar að gera samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Stefnan var sett á 55% samdrátt í losun miðað við árið 1990 í samfloti við Evrópusambandið og Noreg. Líklega yrði framlag Íslands í því markmiði lægra í prósentum talið. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2026 sem var kynnt í gær er stefnt á að auka framlög til loftslagsmála um einn milljarð á ári frá árinu 2022. Ríkisstjórnin segir að ráðgert sé að þrettán milljarðar renni til málaflokksins á næsta ári og að aldrei hafi verið gert eins vel við hann áður. Kosið verður til Alþingis í haust og mun því ný ríkisstjórn leggja fram frumvarp til fjárlaga næsta árs. Í skoðanakönnunum að undanförnu hefur rúmlega helmingur svarenda sagst fylgjandi ríkisstjórninni en innan við helmingur styður samanlagt stjórnarflokkana hvern í sínu lagi. Græn endurreisn eftir faraldurinn Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin vill ráðast í með aukinni fjárveitingu segir hún koma til viðbótar fyrri aðgerðum eða að þær séu nánari útfærsla á þeim. Þær lúti ýmist að samdrætti í losun eða kolefnisbindingu. Landnýting, landbúnaður og samgöngur eru helsta viðfangsefni aðgerðanna sem ríkisstjórnin segir að séu settar fram í fjórum meginliðum: Náttúrumiðaðar lausnir í loftslagsmálum Efling þess starfs sem þegar er unnið að í landgræðslu og skógrækt, vernd og endurheimt votlendis, m.a. í samstarfi við bændur og aðra landeigendur. Loftslagsaðgerðir í landbúnaði Loftslagsaðgerðum í landbúnaði í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum verður hraðað og þær auknar í samstarfi við bændur, einkum aðgerð E1 um loftslagsvænni landbúnað í því skyni að fjölga verulega bændum sem taka þátt í loftslagstengdum verkefnum. Aukinn stuðningur við orkuskipti Orkuskiptum í samgöngum á landi, hafi og í lofti verður hraðað. Í samgöngum á landi verður lögð áhersla á orkuskipti á sviði ferðaþjónustu og þungaflutninga. Styðja þarf við innlenda framleiðslu endurnýjanlegs eldsneytis til að mæta þörfum. Áframhaldandi stuðningur verður við orkuskipti í haftengdri starfsemi með bættum innviðum og nýrri tækni. Efling umhverfisvænni almenningssamgangna og betri innviðir fyrir virka ferðamáta Áhersla verður lögð á að efla vistvænar almenningssamgöngur með fjölgun umhverfisvænni ferðavagna og að bæta innviði fyrir virka ferðamáta, m.a. með uppsetningu hleðslustöðva. Aðgerðirnar verða unnar í samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs og eru settar fram sem hluti af grænni endurreisn eftir kórónuveirufaraldurinn, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Áherslan er á að forgangsraða verkefnum sem stuðla að mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá verði auknum hluta framlaga til þróunarsamvinnu veitt til loftslagstengdra verkefna. Uppfært 14:45 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að fjármálaáætlunin næði til ársins 2031. Hún er fyrir árin 2022-2026. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49 Svona var kynning á fjármálaáætlun 2022-2026 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar klukkan 16:30 í dag. Á fundinum verður kynnt fjármálaáætlun fyrir 2022-2026. 22. mars 2021 15:55 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Mánuður er nú liðinn frá því að forsætisráðherra greindi frá því að íslensk stjórnvöld hefðu uppfært markmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem þeim bar að gera samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Stefnan var sett á 55% samdrátt í losun miðað við árið 1990 í samfloti við Evrópusambandið og Noreg. Líklega yrði framlag Íslands í því markmiði lægra í prósentum talið. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2026 sem var kynnt í gær er stefnt á að auka framlög til loftslagsmála um einn milljarð á ári frá árinu 2022. Ríkisstjórnin segir að ráðgert sé að þrettán milljarðar renni til málaflokksins á næsta ári og að aldrei hafi verið gert eins vel við hann áður. Kosið verður til Alþingis í haust og mun því ný ríkisstjórn leggja fram frumvarp til fjárlaga næsta árs. Í skoðanakönnunum að undanförnu hefur rúmlega helmingur svarenda sagst fylgjandi ríkisstjórninni en innan við helmingur styður samanlagt stjórnarflokkana hvern í sínu lagi. Græn endurreisn eftir faraldurinn Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin vill ráðast í með aukinni fjárveitingu segir hún koma til viðbótar fyrri aðgerðum eða að þær séu nánari útfærsla á þeim. Þær lúti ýmist að samdrætti í losun eða kolefnisbindingu. Landnýting, landbúnaður og samgöngur eru helsta viðfangsefni aðgerðanna sem ríkisstjórnin segir að séu settar fram í fjórum meginliðum: Náttúrumiðaðar lausnir í loftslagsmálum Efling þess starfs sem þegar er unnið að í landgræðslu og skógrækt, vernd og endurheimt votlendis, m.a. í samstarfi við bændur og aðra landeigendur. Loftslagsaðgerðir í landbúnaði Loftslagsaðgerðum í landbúnaði í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum verður hraðað og þær auknar í samstarfi við bændur, einkum aðgerð E1 um loftslagsvænni landbúnað í því skyni að fjölga verulega bændum sem taka þátt í loftslagstengdum verkefnum. Aukinn stuðningur við orkuskipti Orkuskiptum í samgöngum á landi, hafi og í lofti verður hraðað. Í samgöngum á landi verður lögð áhersla á orkuskipti á sviði ferðaþjónustu og þungaflutninga. Styðja þarf við innlenda framleiðslu endurnýjanlegs eldsneytis til að mæta þörfum. Áframhaldandi stuðningur verður við orkuskipti í haftengdri starfsemi með bættum innviðum og nýrri tækni. Efling umhverfisvænni almenningssamgangna og betri innviðir fyrir virka ferðamáta Áhersla verður lögð á að efla vistvænar almenningssamgöngur með fjölgun umhverfisvænni ferðavagna og að bæta innviði fyrir virka ferðamáta, m.a. með uppsetningu hleðslustöðva. Aðgerðirnar verða unnar í samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs og eru settar fram sem hluti af grænni endurreisn eftir kórónuveirufaraldurinn, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Áherslan er á að forgangsraða verkefnum sem stuðla að mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá verði auknum hluta framlaga til þróunarsamvinnu veitt til loftslagstengdra verkefna. Uppfært 14:45 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að fjármálaáætlunin næði til ársins 2031. Hún er fyrir árin 2022-2026.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49 Svona var kynning á fjármálaáætlun 2022-2026 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar klukkan 16:30 í dag. Á fundinum verður kynnt fjármálaáætlun fyrir 2022-2026. 22. mars 2021 15:55 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49
Svona var kynning á fjármálaáætlun 2022-2026 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar klukkan 16:30 í dag. Á fundinum verður kynnt fjármálaáætlun fyrir 2022-2026. 22. mars 2021 15:55