Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2021 15:09 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti breytingarnar við hlið samráðherra sinna á blaðamannafundi í Hörpu í dag. vísir/vilhelm Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. Þá verður margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan fjöldatakmarkananna stöðvuð. Aðgerðirnar byggja á tillögu sóttvarnalæknis sem lagði til að gripið yrði tafarlaust til ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Munu takmarkanirnar gilda um allt land og vara í þrjár vikur. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra komu fram á fundinum.Vísir/vilhelm Að öðru leyti er um að ræða sömu reglur og tóku gildi þann 31. október í fyrra og voru notaðar til að kveða niður þriðju bylgju faraldursins. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar sem fram fór í Hörpu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði stjórnvöld vilja leggja ofurkapp á að reyna að takmarka útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar sem sé meira smitandi önnur sem hafi fundist hér á landi. Þá hafi rannsóknir bent til að afbrigðið leggist í meira mæli á börn og ungmenni. Helstu breytingar Almenn fjöldatakmörkun miðast við tíu manns og ná til allra sem eru fæddir 2014 eða fyrr Trú og lífsskoðunarfélög mega taka á móti 30 gestum Líkamsræktarstöðvum, sund- og baðstöðum verður lokað Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað frá og með morgundeginum og þar til hefðbundið páskafrí tekur við. Unnið verður að reglum um fyrirkomulag skólahalds að loknu páskafríi á næstu dögum. Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar. Sviðslistir á borð við leikhús og sambærileg starfsemi, þar með talið bíó er óheimil Skemmtistöðum, krám og spilakössum verður lokað Veitingastaðir mega hafa opið til 22 með hámark 20 gestum í rými. Geta tekið á móti gestum til 21 Verslanir mega taka á móti að hámark 50 manns, færri í minni verslunum Hársnyrtistofur, snyrtistofur og sambærileg starfsemi verður áfram heimil Nándarregla verður áfram 2 metrar og reglur um grímuskyldu eru óbreyttar Sem fyrr verða börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu en falla undir fjölda- og nálægðartakmarkanir Börn í leikskólum eru áfram undanþegin 2 metra reglunni og fjöldatakmörkun Blikur á lofti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði nú vera blikur á lofti í þróun faraldursins eftir gott gengi síðustu mánuði. Bregðast þurfi hratt við og vel hafi verið fylgst með nýjum afbrigðum á borð við það breska sem hafi nú náð hér fótfestu. Hún sagði vera niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og sóttvarnalæknis að mikilvægt væri að grípa fast í taumana í von um að aðgerðirnar þurfi þá að vara í skemmri tíma. Svandís sagði að allar hópsýkingarnar sem hafi komið upp síðustu vikur hafi verið tengst breska afbrigðinu sem sé mjög smitandi og valdi frekar alvarlegum veikindum. Loka skólum til að vernda samfélagið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sagði að stjórnvöld telji öruggast að loka öllum skólum nema leikskólum og með þessu sé verið að vernda samfélagið. Bjarni Benediktsson sagði betra að stíga snemma inn og afstýra frekari útbreiðslu veirunnar en að sitja uppi með verri afleiðingar með því að bíða og sjá. Stjórnvöld vilji verja bæði líf og heilsu fólks um leið og reynt sé að lágmarka efnahagslegan skaða. Ýmisir rekstraraðilar eigi eftir að finna fyrir þessum aðgerðum og minnti Bjarni á að fyrirtækjum standi áfram til boða að sækja um lokunarstyrki og önnur úrræði á borð við viðspyrnustyrki. Hann sagði nú unnið að því að tryggja að úrræðin standi til boða út árið. Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi áherslu á að hertar aðgerðir taki nú til barna allt frá grunnskólaaldri þar sem sýnt þyki að breska afbrigðið valdi meiri einkennum hjá eldri börnum en önnur afbrigði veirunnar. Smitum fjölgað hratt Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi frá 30. nóvember. Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær og voru öll börn í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla send í úrvinnslusóttkví. Starfsmaður við skólann greindist með veiruna um helgina. Einnig var tilkynnt í gærkvöldi að allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, hafi verið sendur í sóttkví. Í kjölfarið var þeim boðum komið í morgun til foreldra barna í leikskólanum Laugasól, sem einnig er í Laugarneshverfi, að halda börnunum heima í dag, eigi þau systkini í Laugarnesskóla eða Laugalækjarskóla. Fréttin er í vinnslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Við verðum bara að bregðast við“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. 24. mars 2021 13:22 „Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46 Sautján greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 30. nóvember. 24. mars 2021 10:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Þá verður margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan fjöldatakmarkananna stöðvuð. Aðgerðirnar byggja á tillögu sóttvarnalæknis sem lagði til að gripið yrði tafarlaust til ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Munu takmarkanirnar gilda um allt land og vara í þrjár vikur. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra komu fram á fundinum.Vísir/vilhelm Að öðru leyti er um að ræða sömu reglur og tóku gildi þann 31. október í fyrra og voru notaðar til að kveða niður þriðju bylgju faraldursins. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar sem fram fór í Hörpu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði stjórnvöld vilja leggja ofurkapp á að reyna að takmarka útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar sem sé meira smitandi önnur sem hafi fundist hér á landi. Þá hafi rannsóknir bent til að afbrigðið leggist í meira mæli á börn og ungmenni. Helstu breytingar Almenn fjöldatakmörkun miðast við tíu manns og ná til allra sem eru fæddir 2014 eða fyrr Trú og lífsskoðunarfélög mega taka á móti 30 gestum Líkamsræktarstöðvum, sund- og baðstöðum verður lokað Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað frá og með morgundeginum og þar til hefðbundið páskafrí tekur við. Unnið verður að reglum um fyrirkomulag skólahalds að loknu páskafríi á næstu dögum. Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar. Sviðslistir á borð við leikhús og sambærileg starfsemi, þar með talið bíó er óheimil Skemmtistöðum, krám og spilakössum verður lokað Veitingastaðir mega hafa opið til 22 með hámark 20 gestum í rými. Geta tekið á móti gestum til 21 Verslanir mega taka á móti að hámark 50 manns, færri í minni verslunum Hársnyrtistofur, snyrtistofur og sambærileg starfsemi verður áfram heimil Nándarregla verður áfram 2 metrar og reglur um grímuskyldu eru óbreyttar Sem fyrr verða börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu en falla undir fjölda- og nálægðartakmarkanir Börn í leikskólum eru áfram undanþegin 2 metra reglunni og fjöldatakmörkun Blikur á lofti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði nú vera blikur á lofti í þróun faraldursins eftir gott gengi síðustu mánuði. Bregðast þurfi hratt við og vel hafi verið fylgst með nýjum afbrigðum á borð við það breska sem hafi nú náð hér fótfestu. Hún sagði vera niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og sóttvarnalæknis að mikilvægt væri að grípa fast í taumana í von um að aðgerðirnar þurfi þá að vara í skemmri tíma. Svandís sagði að allar hópsýkingarnar sem hafi komið upp síðustu vikur hafi verið tengst breska afbrigðinu sem sé mjög smitandi og valdi frekar alvarlegum veikindum. Loka skólum til að vernda samfélagið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sagði að stjórnvöld telji öruggast að loka öllum skólum nema leikskólum og með þessu sé verið að vernda samfélagið. Bjarni Benediktsson sagði betra að stíga snemma inn og afstýra frekari útbreiðslu veirunnar en að sitja uppi með verri afleiðingar með því að bíða og sjá. Stjórnvöld vilji verja bæði líf og heilsu fólks um leið og reynt sé að lágmarka efnahagslegan skaða. Ýmisir rekstraraðilar eigi eftir að finna fyrir þessum aðgerðum og minnti Bjarni á að fyrirtækjum standi áfram til boða að sækja um lokunarstyrki og önnur úrræði á borð við viðspyrnustyrki. Hann sagði nú unnið að því að tryggja að úrræðin standi til boða út árið. Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi áherslu á að hertar aðgerðir taki nú til barna allt frá grunnskólaaldri þar sem sýnt þyki að breska afbrigðið valdi meiri einkennum hjá eldri börnum en önnur afbrigði veirunnar. Smitum fjölgað hratt Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi frá 30. nóvember. Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær og voru öll börn í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla send í úrvinnslusóttkví. Starfsmaður við skólann greindist með veiruna um helgina. Einnig var tilkynnt í gærkvöldi að allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, hafi verið sendur í sóttkví. Í kjölfarið var þeim boðum komið í morgun til foreldra barna í leikskólanum Laugasól, sem einnig er í Laugarneshverfi, að halda börnunum heima í dag, eigi þau systkini í Laugarnesskóla eða Laugalækjarskóla. Fréttin er í vinnslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Við verðum bara að bregðast við“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. 24. mars 2021 13:22 „Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46 Sautján greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 30. nóvember. 24. mars 2021 10:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
„Við verðum bara að bregðast við“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. 24. mars 2021 13:22
„Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46
Sautján greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 30. nóvember. 24. mars 2021 10:54