Lífið

Sólstofan og bakaraofninn heilluðu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron og Orka fundu sína eign í þættinum.
Aron og Orka fundu sína eign í þættinum.

Í gærkvöldi var á dagskrá nýr þáttur af Draumaheimilinu á Stöð 2.

Hugrún Halldórsdóttir er þáttastjórnandinn en þátturinn er alls ekki aðeins fyrir fólk í kaup- eða söluhugleiðingum heldur fá áhorfendur góð ráð og innblástur fyrir sín eigin heimili.

Draumaheimilið er sjónvarpsþáttur þar sem fylgst er með Íslendingum í fasteignahugleiðingum taka eina af stærstu ákvörðunum lífsins, hvaða eign skal kaupa.

Í gær var fylgst með þeim Aroni Elfari Jónssyni og Orku Kristinsdóttur sem voru í þeim hugleiðingum að kaupa sína aðra eign.

Þau skoðuðu þrjár eignir og var ein þeirra einbýlishús í Grafarvoginum. Eignin er 220 fermetrar við Goðatún 19.

Parið var nokkuð hrifið af eigninni en það þurfti að taka til hendinni á sumum stöðum í húsinu. Hægt er að sjá hvaða eign parið valdi í frelsiskerfi Stöðvar 2. 

Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.

Klippa: Sólstofan og bakaraofninn heilluðu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.