Mottur ársins Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2021 12:30 Á myndinni má sjá Guðmund bakara með fegurstu mottu ársins 2021, þá Stefán Þór Sigurðsson og Sigurð Svansson frá HS Orku, og loks Sigurþór Jónsson, réttnefnda mottu ársins 2021. Motta ársins, fallegasta mottan, og mottulið ársins eru ekki orð eða hugtök sem heyrast oft. En hjá Krabbameinsfélaginu voru þau í hávegum höfð þegar sigurvegarar í Mottukeppninni árið 2021 voru krýndir. Mottukeppnin var hluti árveknisátaks Krabbameinsfélagsins, Mottumars, þar sem þátttakendur söfnuðu yfirvaraskeggi, eða mottu, og um leið áheitum, til stuðnings starfi í þágu krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Sigurvegarar í áheitakeppninni voru ótvíræðir. Í einstaklingsflokki var það Sigurþór Jónsson, eða Sissó, sem var hlutskarpastur og safnaði hann alls 545.000 krónum. Sigurþór á sér sögu þegar kemur að krabbameinum. Hann missti föður sinn fyrir tíu árum þegar hann lést eftir langvarandi veikindi. Sigurþór ætlar því miður ekki að halda áfram að skarta yfirvaraskeggi, eða að minnsta kosti ekki fyrr en Mottumars 2022 hefst. Í liðaflokki voru það starfsmenn HS Orku sem náðu í flest áheit. Söfnuðu þeir alls fyrir 1.239.000 krónur, sem verður að teljast afar frábær árangur. Hjá HS Orku voru þátttakendur í átakinu, eða þeir sem söfnuðu yfirvaraskeggi, alls 13 talsins og fengu þeir allir gjafapoka að launum. Miðað við myndirnar litu þeir líka allir einstaklega vel út með yfirvaraskegg og samkvæmt heimildum Krabbameinsfélagsins ætla einhverjir að taka það upp sem varanlegt „lúkk“. Rétt er að taka fram að HS Orka tvöfaldaði framlag síns hóps í áheitum. Rakarastofan Herramenn í Kópavogi sá síðan um að velja „fegurstu mottuna“, það yfirvaraskegg sem skaraði fram úr á fagurfræðilegan hátt. Þar var það Guðmundur bakari frá Selfossi sem var ósnertanlegur. Hann sagði við tilefnið að það hafi verið bandaríski kvikmyndaleikarinn Val Kilmer, þá sérstaklega í vestranum Tombstone eða Legsteinn, sem hafi verið honum innblástur. Alls söfnuðust 12.210.726 krónur í áheitakeppni Mottumars í ár og voru þátttakendur á sjöunda hundraðið. Áheitavefurinn verður þá enn opinn út marsmánuð, vilji fólk enn styðja sinn mann, og verður hægt að kaupa Mottumarssokka í verslunum um allt land, sem og í vefverslun Krabbameinsfélagsins. Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Fleiri fréttir Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Sjá meira
Mottukeppnin var hluti árveknisátaks Krabbameinsfélagsins, Mottumars, þar sem þátttakendur söfnuðu yfirvaraskeggi, eða mottu, og um leið áheitum, til stuðnings starfi í þágu krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Sigurvegarar í áheitakeppninni voru ótvíræðir. Í einstaklingsflokki var það Sigurþór Jónsson, eða Sissó, sem var hlutskarpastur og safnaði hann alls 545.000 krónum. Sigurþór á sér sögu þegar kemur að krabbameinum. Hann missti föður sinn fyrir tíu árum þegar hann lést eftir langvarandi veikindi. Sigurþór ætlar því miður ekki að halda áfram að skarta yfirvaraskeggi, eða að minnsta kosti ekki fyrr en Mottumars 2022 hefst. Í liðaflokki voru það starfsmenn HS Orku sem náðu í flest áheit. Söfnuðu þeir alls fyrir 1.239.000 krónur, sem verður að teljast afar frábær árangur. Hjá HS Orku voru þátttakendur í átakinu, eða þeir sem söfnuðu yfirvaraskeggi, alls 13 talsins og fengu þeir allir gjafapoka að launum. Miðað við myndirnar litu þeir líka allir einstaklega vel út með yfirvaraskegg og samkvæmt heimildum Krabbameinsfélagsins ætla einhverjir að taka það upp sem varanlegt „lúkk“. Rétt er að taka fram að HS Orka tvöfaldaði framlag síns hóps í áheitum. Rakarastofan Herramenn í Kópavogi sá síðan um að velja „fegurstu mottuna“, það yfirvaraskegg sem skaraði fram úr á fagurfræðilegan hátt. Þar var það Guðmundur bakari frá Selfossi sem var ósnertanlegur. Hann sagði við tilefnið að það hafi verið bandaríski kvikmyndaleikarinn Val Kilmer, þá sérstaklega í vestranum Tombstone eða Legsteinn, sem hafi verið honum innblástur. Alls söfnuðust 12.210.726 krónur í áheitakeppni Mottumars í ár og voru þátttakendur á sjöunda hundraðið. Áheitavefurinn verður þá enn opinn út marsmánuð, vilji fólk enn styðja sinn mann, og verður hægt að kaupa Mottumarssokka í verslunum um allt land, sem og í vefverslun Krabbameinsfélagsins.
Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Fleiri fréttir Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Sjá meira