Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2021 16:23 Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru um 3.400 metrar að lengd og er að finna milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Wikipedia Commons Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók í vikunni fjóra sem taldir eru hafa sprengt sprengju við rafmagnsgám í göngunum á dögunum. Engin vitni urðu að sprenginunni og talin mildi að enginn hafi verið á ferð. Rafmagn fór af göngunum um tíma. Göngin eru einbreið, 3,4 kílómetra löng en um þau liggur vegurinn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Ámundi Gunnarsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð. Hann sagði í samtali við Akureyri.net í morgun að ástandið í göngunum, óháð fyrrnefndri sprengingu, sé algjör martröð. Ekki var gagnrýnin minni þegar hann ræddi málin við Vísi í dag. „Göngin eru barn síns tíma. Vegagerðin er að dangla á móti því að endurbæta þetta,“ segir Ámundi. Klæðning sem hafði verið bönnuð í Noregi Hann segir að göngin hafi á sínum tíma verið klædd með pasteinangrun, efni sem þá þegar hafi verið búið að banna í Noregi. Það hafi engu skipt. Slíka klæðningu megi aðeins nota ef steypu sé sprautað yfir hana líkt og gert hafi verið í Héðinsfjarðargöngum. „Forverar mínir á Dalvík og Ólafsfirði ásamt brunamálastofnun börðust á móti þessu. En ekkert mark var tekið á þeim.“ Þá eru ekki öll vandræðin upptalin. Ekkert síma- eða útvarpssamband er í göngunum sem þó þurfi að vera samkvæmt reglugerð. Ef eitthvað komi upp í göngunum sé ekki hægt að láta vita. Bílar geti áfram streymt inn í göngin úr hinni áttinni. Rútur séu oft á svæðinu sem ekki sé hægt að snúa við. Þá segir hann of fá slökkvitæki í göngunum sem einnig brjóti í bága við reglugerð. Þau séu að finna í hverju útskoti en ættu að vera fleiri. Óttast manntjón „Þetta er horror. Samgöngustofa tók göngin út núna í september og þau hafa barið á Vegagerðinni því Samgöngustofa er með stjórnsýslu á göngunum,“ segir Ámundi. Vegagerðin dragi bara lappirnar hægri vinstri. „Við höfum barist fyrir þessu í fleiri ár en það bara gengur ekkert,“ segir Ámundi. Aðspurður hvort fleira sé að er svarið einfalt. „Já, það er allt að.“ Hann óttast að slys geti orðið þegar 50-150 manns geti verið inni í göngunum þegar umferð sé.„Menn þurfa að koma auga á þetta. Ég vil helst ekki taka þátt í því að þurfa kannski að bjarga tugum látinna út úr göngunum vegna kæruleysis þeirra sem eiga að stýra þessu.“ Fjallabyggð Samgöngur Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. 27. mars 2021 12:29 Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók í vikunni fjóra sem taldir eru hafa sprengt sprengju við rafmagnsgám í göngunum á dögunum. Engin vitni urðu að sprenginunni og talin mildi að enginn hafi verið á ferð. Rafmagn fór af göngunum um tíma. Göngin eru einbreið, 3,4 kílómetra löng en um þau liggur vegurinn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Ámundi Gunnarsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð. Hann sagði í samtali við Akureyri.net í morgun að ástandið í göngunum, óháð fyrrnefndri sprengingu, sé algjör martröð. Ekki var gagnrýnin minni þegar hann ræddi málin við Vísi í dag. „Göngin eru barn síns tíma. Vegagerðin er að dangla á móti því að endurbæta þetta,“ segir Ámundi. Klæðning sem hafði verið bönnuð í Noregi Hann segir að göngin hafi á sínum tíma verið klædd með pasteinangrun, efni sem þá þegar hafi verið búið að banna í Noregi. Það hafi engu skipt. Slíka klæðningu megi aðeins nota ef steypu sé sprautað yfir hana líkt og gert hafi verið í Héðinsfjarðargöngum. „Forverar mínir á Dalvík og Ólafsfirði ásamt brunamálastofnun börðust á móti þessu. En ekkert mark var tekið á þeim.“ Þá eru ekki öll vandræðin upptalin. Ekkert síma- eða útvarpssamband er í göngunum sem þó þurfi að vera samkvæmt reglugerð. Ef eitthvað komi upp í göngunum sé ekki hægt að láta vita. Bílar geti áfram streymt inn í göngin úr hinni áttinni. Rútur séu oft á svæðinu sem ekki sé hægt að snúa við. Þá segir hann of fá slökkvitæki í göngunum sem einnig brjóti í bága við reglugerð. Þau séu að finna í hverju útskoti en ættu að vera fleiri. Óttast manntjón „Þetta er horror. Samgöngustofa tók göngin út núna í september og þau hafa barið á Vegagerðinni því Samgöngustofa er með stjórnsýslu á göngunum,“ segir Ámundi. Vegagerðin dragi bara lappirnar hægri vinstri. „Við höfum barist fyrir þessu í fleiri ár en það bara gengur ekkert,“ segir Ámundi. Aðspurður hvort fleira sé að er svarið einfalt. „Já, það er allt að.“ Hann óttast að slys geti orðið þegar 50-150 manns geti verið inni í göngunum þegar umferð sé.„Menn þurfa að koma auga á þetta. Ég vil helst ekki taka þátt í því að þurfa kannski að bjarga tugum látinna út úr göngunum vegna kæruleysis þeirra sem eiga að stýra þessu.“
Fjallabyggð Samgöngur Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. 27. mars 2021 12:29 Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. 27. mars 2021 12:29
Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45