Venjulegir mannbroddar duga ekki á gosstöðvarnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2021 21:01 Leifur Dam Leifsson, eigandi GG sport, sýnir hvers konar brodda fólk sem hyggst ganga að gosstöðvunum þurfi að hafa meðferðis. Stöð 2 Eigandi útivistarbúðarinnar GG sport segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn í búðina á þessum árstíma eins og núna. Fólk hafi undanfarna viku komið í stríðum straumum til að útbúa sig fyrir gönguna að gosstöðvunum í Geldingadölum sem hann segir mjög jákvætt. „Það var mjög mikið að gera í dag og þetta er búið að vera stígandi síðustu daga en við náðum algjörum toppi í dag. Þetta var mjög gaman,“ sagði Leifur Dam Leifsson, eigandi GG sport, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nauðsynlegt er að sögn Leifs að fólk sé vel búið í gönguna að Geldingadölum, í samræmi við tilmæli viðbragðsaðila. Til að mynda hefur verið biðlað til fólks að það mæti með mannbrodda en mikill ís og hálka getur myndast á leiðinni eins og gerðist í dag. „Það þarf sérstaklega góða gönguskó, bakpoka, göngustafi og höfuðljós og að sjálfsögðu brodda líka,“ segir Leifur. Það er þó ekki hægt að nota hvaða mannbrodda sem er fyrir gönguna. Velja þarf vel, en broddar sem fást víða eru að sögn Leifs ekki nógu góðir fyrir svona göngu. „Þessir punktabroddar eru bara til að ganga á götum en það sem er gott að gera er að velja brodda sem eru með göddum. Vegna þess að gaddarnir þeir læsa sig niður í ísinn og ef það snjóar yfir ísinn þá ná þeir líka í gegn. Þetta eru broddarnir sem fólk þarf að taka,“ segir Leifur. Hann segir marga telja þá brodda of mikið en hann segir það ekki svo. „Það er alls ekki þannig. Það er mjög einfalt að ganga á þeim og þeir snúast heldur ekki þegar maður er í hallanum,“ segir Leifur. Hann segist ekki muna eftir annarri eins umferð í búðina á þessum árstíma. „Bara á svona „high-season“ tímum, í kring um jólin og á sumrin en aldrei svona seint í mars. Þetta er gaman hjá okkur og það er greinilegt að fólk ætlar að fylgja tilmælum og við höfum upplifað spenning í fólki og þau ætla að búa sig vel þannig að það er mjög jákvætt. Eldgos í Fagradalsfjalli Fjallamennska Tengdar fréttir Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Þessi spurning hefur kviknað í hugum fjölmargra foreldra undanfarna viku. Lilja Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson skelltu sér með krakkaskarann í Geldingadali í gær og sköpuðu minningar fyrir lífstíð. Líkur eru á að fleiri geri slíkt hið sama á morgun enda veðurspá afar góð. 29. mars 2021 19:30 Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. 29. mars 2021 19:18 „Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. 29. mars 2021 19:18 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Það var mjög mikið að gera í dag og þetta er búið að vera stígandi síðustu daga en við náðum algjörum toppi í dag. Þetta var mjög gaman,“ sagði Leifur Dam Leifsson, eigandi GG sport, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nauðsynlegt er að sögn Leifs að fólk sé vel búið í gönguna að Geldingadölum, í samræmi við tilmæli viðbragðsaðila. Til að mynda hefur verið biðlað til fólks að það mæti með mannbrodda en mikill ís og hálka getur myndast á leiðinni eins og gerðist í dag. „Það þarf sérstaklega góða gönguskó, bakpoka, göngustafi og höfuðljós og að sjálfsögðu brodda líka,“ segir Leifur. Það er þó ekki hægt að nota hvaða mannbrodda sem er fyrir gönguna. Velja þarf vel, en broddar sem fást víða eru að sögn Leifs ekki nógu góðir fyrir svona göngu. „Þessir punktabroddar eru bara til að ganga á götum en það sem er gott að gera er að velja brodda sem eru með göddum. Vegna þess að gaddarnir þeir læsa sig niður í ísinn og ef það snjóar yfir ísinn þá ná þeir líka í gegn. Þetta eru broddarnir sem fólk þarf að taka,“ segir Leifur. Hann segir marga telja þá brodda of mikið en hann segir það ekki svo. „Það er alls ekki þannig. Það er mjög einfalt að ganga á þeim og þeir snúast heldur ekki þegar maður er í hallanum,“ segir Leifur. Hann segist ekki muna eftir annarri eins umferð í búðina á þessum árstíma. „Bara á svona „high-season“ tímum, í kring um jólin og á sumrin en aldrei svona seint í mars. Þetta er gaman hjá okkur og það er greinilegt að fólk ætlar að fylgja tilmælum og við höfum upplifað spenning í fólki og þau ætla að búa sig vel þannig að það er mjög jákvætt.
Eldgos í Fagradalsfjalli Fjallamennska Tengdar fréttir Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Þessi spurning hefur kviknað í hugum fjölmargra foreldra undanfarna viku. Lilja Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson skelltu sér með krakkaskarann í Geldingadali í gær og sköpuðu minningar fyrir lífstíð. Líkur eru á að fleiri geri slíkt hið sama á morgun enda veðurspá afar góð. 29. mars 2021 19:30 Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. 29. mars 2021 19:18 „Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. 29. mars 2021 19:18 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Þessi spurning hefur kviknað í hugum fjölmargra foreldra undanfarna viku. Lilja Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson skelltu sér með krakkaskarann í Geldingadali í gær og sköpuðu minningar fyrir lífstíð. Líkur eru á að fleiri geri slíkt hið sama á morgun enda veðurspá afar góð. 29. mars 2021 19:30
Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. 29. mars 2021 19:18
„Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. 29. mars 2021 19:18