Drama hjá meistaraliðinu: Samherji Alfonsar yfirgaf hótelið án þess að láta neinn vita Anton Ingi Leifsson skrifar 30. mars 2021 07:00 Alfons Sampsted lengst til hægri og Kasper þriðji frá hægri er Bodo fagnar marki á San Siro gegn AC Milan. Giuseppe Cottini/Getty Alfons Sampsted er með íslenska landsliðinu að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Liechenstein á morgun en það er dramatík í herbúðum félagsliðs hans, Bodø/Glimt. Norsku meistararnir hafa síðustu vikur verið við æfingar og keppni á Marbella á Spáni en nú hefur ein af skærustu stjörnum liðsins yfirgefið herbúðirnar án þess að láta kóng né prest vita. Daninn Kasper Junker fór á kostum á síðustu leiktíð, í mögnuðum deildarsigri Bodø/Glimt, og hefur norsku meisturunum borist nokkur tilboð í framherjann sem þeir hafa neitað. Junker hefur verið allt annað en sáttur við framgöngu stjórnarmanna norska liðsins og þegar þeir neituðu tilboði frá Japan um helgina, ákvað Junker að nú væri nóg boðið. Hann yfirgaf æfingarbúðirnar. „Ég get ekki verið hérna lengur,“ sagði Junker í samtali við Avisa Nordland og tók taxa frá hótelinu. Annar norskur miðill, Nettavisen, greinir frá því að það verði nánast ómögulegt fyrir Junker að snúa aftur í æfingabúðirnar vegna kórónuveirureglna. Frode Thomassen er framkvæmdastjóri norska liðsins og hann staðfesti í samtali við TV2 að Daninn hafi yfirgefið æfingabúðirnar án þess að láta neinn hjá félaginu vita af ferðum sínum. „Við sögðum Kasper frá tilboðinu. Að hann hafi yfirgefið hótelið er leiðinlegt og ekki ásættanlegt. Hann er með samning við Glimt. Þetta kom mér á óvart að hann hafi farið og ég heyrði fyrst af þessu á sunnudagskvöldið,“ sagði Frode. Frode bætti því einnig við að tilboðinu hefði verið hafnað vegna tímasetningarinnar. Það styttist í norsku deildina og erfitt yrði fyrir Bodø/Glimt að finna mann í stað Kaspers. Kasper Junker forlot Bodø/Glimts spillerhotell i Spania: - Her kan jeg ikke være mer https://t.co/qFcUjMqgZf— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) March 28, 2021 Norski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
Norsku meistararnir hafa síðustu vikur verið við æfingar og keppni á Marbella á Spáni en nú hefur ein af skærustu stjörnum liðsins yfirgefið herbúðirnar án þess að láta kóng né prest vita. Daninn Kasper Junker fór á kostum á síðustu leiktíð, í mögnuðum deildarsigri Bodø/Glimt, og hefur norsku meisturunum borist nokkur tilboð í framherjann sem þeir hafa neitað. Junker hefur verið allt annað en sáttur við framgöngu stjórnarmanna norska liðsins og þegar þeir neituðu tilboði frá Japan um helgina, ákvað Junker að nú væri nóg boðið. Hann yfirgaf æfingarbúðirnar. „Ég get ekki verið hérna lengur,“ sagði Junker í samtali við Avisa Nordland og tók taxa frá hótelinu. Annar norskur miðill, Nettavisen, greinir frá því að það verði nánast ómögulegt fyrir Junker að snúa aftur í æfingabúðirnar vegna kórónuveirureglna. Frode Thomassen er framkvæmdastjóri norska liðsins og hann staðfesti í samtali við TV2 að Daninn hafi yfirgefið æfingabúðirnar án þess að láta neinn hjá félaginu vita af ferðum sínum. „Við sögðum Kasper frá tilboðinu. Að hann hafi yfirgefið hótelið er leiðinlegt og ekki ásættanlegt. Hann er með samning við Glimt. Þetta kom mér á óvart að hann hafi farið og ég heyrði fyrst af þessu á sunnudagskvöldið,“ sagði Frode. Frode bætti því einnig við að tilboðinu hefði verið hafnað vegna tímasetningarinnar. Það styttist í norsku deildina og erfitt yrði fyrir Bodø/Glimt að finna mann í stað Kaspers. Kasper Junker forlot Bodø/Glimts spillerhotell i Spania: - Her kan jeg ikke være mer https://t.co/qFcUjMqgZf— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) March 28, 2021
Norski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira