Guardiola: Agüero gerði eins og Messi og Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 09:30 Sergio Agüero hefur verið magnaður undanfarin áratug með Manchester City. EPA-EFE/PETER POWELL Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, fór að tala um þá allra stærstu í fótboltasögunni þegar hann ræddi áhrif Argentínumannsins Sergio Agüero í ensku úrvalsdeildinni. Sergio Agüero og Manchester City tilkynntu það í vikunni að þetta yrði hans síðasta tímabil hjá félaginu en hann mun enda sem enskur meistari og mögulega bæta við fleiri titlum áður en tímabilið er búið. Sergio Agüero hefur átt magnaðan feril með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðan að City keypti hann frá Atlético Madrid árið 2011. Agüero er meðal annars markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 181 mark og þá er hann markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester City. Pep Guardiola has placed @aguerosergiokun in the same bracket as fellow greats such as @TeamMessi who conquered @LaLiga and Diego Maradona who dazzled in @SerieA_EN. https://t.co/AalB6IyTXf— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) March 31, 2021 Pep Guardiola fór að tala um Lionel Messi og Diego Maradona þegar hann var beðinn um að lýsa Sergio Agüero. „Maradona tók yfir Ítalíu og Messi gerði það sama á Spáni. Agüero hefur síðan gert það á Englandi og tölurnar hans tala sínu máli,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við ESPN í Brasilíu. Diego Maradona kom til Napoli, varð sá besti í heimi og hjálpaði ítalska félaginu að vinna einu meistaratitlana í sögu þess. Lionel Messi hefur unnið 33 titla og skorað 663 mörk fyrir Barcelona. „Þegar þú hefur þennan eldmóð og spilar svona reiður þá geta hans ótrúlegu hæfileikar komið í ljós og hann getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi,“ sagði Guardiola. Sergio Agüero hefur alls skorað 257 mörk í 384 leikjum fyrir Manchester City í öllum keppnum. Hann hefur unnið ensku deildina fjórum sinnum, enska bikarinn einu sinni og enska deildabikarinn fimm sinnum. Only Lionel Messi has more goals under Pep Guardiola than Sergio Aguero pic.twitter.com/vQtUPtC9It— ESPN UK (@ESPNUK) March 30, 2021 Ein stærsta stund hans er þegar hann tryggði Manchester City enska titilinn í uppbótatíma í lokaleik 2011-12 tímabilsins en það var fyrsti enski meistaratitill City í 44 ár. Agüero hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili og fékk einnig kórónuveiruna. Hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni og bara skorað eitt mark. Hann er nú búinn að ná sér og gæti hjálpað Manchester City að vinna fernuna í vor sem er eitthvað sem ekkert enskt félag hefur náð. „Hann er mögnuð manneskja og við eigum enn eftir einn og hálfan mánuð saman þar sem við getum unnið fleiri titla og hann skorað fleiri mörk,“ sagði Pep Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Fleiri fréttir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Sjá meira
Sergio Agüero og Manchester City tilkynntu það í vikunni að þetta yrði hans síðasta tímabil hjá félaginu en hann mun enda sem enskur meistari og mögulega bæta við fleiri titlum áður en tímabilið er búið. Sergio Agüero hefur átt magnaðan feril með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðan að City keypti hann frá Atlético Madrid árið 2011. Agüero er meðal annars markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 181 mark og þá er hann markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester City. Pep Guardiola has placed @aguerosergiokun in the same bracket as fellow greats such as @TeamMessi who conquered @LaLiga and Diego Maradona who dazzled in @SerieA_EN. https://t.co/AalB6IyTXf— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) March 31, 2021 Pep Guardiola fór að tala um Lionel Messi og Diego Maradona þegar hann var beðinn um að lýsa Sergio Agüero. „Maradona tók yfir Ítalíu og Messi gerði það sama á Spáni. Agüero hefur síðan gert það á Englandi og tölurnar hans tala sínu máli,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við ESPN í Brasilíu. Diego Maradona kom til Napoli, varð sá besti í heimi og hjálpaði ítalska félaginu að vinna einu meistaratitlana í sögu þess. Lionel Messi hefur unnið 33 titla og skorað 663 mörk fyrir Barcelona. „Þegar þú hefur þennan eldmóð og spilar svona reiður þá geta hans ótrúlegu hæfileikar komið í ljós og hann getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi,“ sagði Guardiola. Sergio Agüero hefur alls skorað 257 mörk í 384 leikjum fyrir Manchester City í öllum keppnum. Hann hefur unnið ensku deildina fjórum sinnum, enska bikarinn einu sinni og enska deildabikarinn fimm sinnum. Only Lionel Messi has more goals under Pep Guardiola than Sergio Aguero pic.twitter.com/vQtUPtC9It— ESPN UK (@ESPNUK) March 30, 2021 Ein stærsta stund hans er þegar hann tryggði Manchester City enska titilinn í uppbótatíma í lokaleik 2011-12 tímabilsins en það var fyrsti enski meistaratitill City í 44 ár. Agüero hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili og fékk einnig kórónuveiruna. Hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni og bara skorað eitt mark. Hann er nú búinn að ná sér og gæti hjálpað Manchester City að vinna fernuna í vor sem er eitthvað sem ekkert enskt félag hefur náð. „Hann er mögnuð manneskja og við eigum enn eftir einn og hálfan mánuð saman þar sem við getum unnið fleiri titla og hann skorað fleiri mörk,“ sagði Pep Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Fleiri fréttir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Sjá meira