Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2021 12:00 Þorsteinn Már forstjóri Samherja og þeir félagar í Kveik, Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson. Vísir/Vilhelm Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. Stjórn Ríkisútvarpisins hefur svarað Samherja sem sendi erindi til stjórnar þar sem þess var krafist, í kjölfar dóms siðanefndar stofnunarinnar þess efnis að Helgi Seljan fréttamaður hafi brotið siðareglur með ummælum sínum á samfélagsmiðlum. Stjórnin lýsir því yfir að það sé ekki á þeirra verksviði að hlutast til um störf fréttamanna. Vísað er til erindisins sem dagsett er 29. mars síðastliðins í kjölfar úrskurðar siðanefndar Ríkisútvarpsins frá því í síðustu viku. Erindið var sent stjórnarmönnum og rætt á fundi stjórnarinnar 30. mars 2021. „Málefni einstakra starfsmanna Ríkisútvarpsins er ekki til úrlausnar á borði stjórnar RÚV. Stjórnin hlutast ekki til um fréttaflutning eða aðra dagskrá RÚV, t.d. með því að leggja mat á hvaða starfsfólk sinni umfjöllun eða fréttaflutningi um tiltekin málefni. Þau verkefni eru í höndum hlutaðeigandi dagskrárstjóra, fréttastjóra sem og dagskrárgerðarfólks og fréttamanna og eru á ábyrgð útvarpsstjóra, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013.“ Þá segir að yfirlýsing Ríkisútvarpsins, sem sett var inn á vef þess þegar niðurstaða siðanefndar lá fyrir, komi frá útvarpsstjóra og varafréttastjóra vegna atriða sem snúa að fréttastofunni. Og með hliðsjón að framangreindu muni stjórn RÚV ekki aðhafast frekar í kjölfar framangreinds erindis frá 29. mars. sl. Undir þetta skrifar Jóhanna Hreiðarsdóttir formaður stjórnar og er afrit sent Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin sagði sig frá verkefninu vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56 Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08 Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Stjórn Ríkisútvarpisins hefur svarað Samherja sem sendi erindi til stjórnar þar sem þess var krafist, í kjölfar dóms siðanefndar stofnunarinnar þess efnis að Helgi Seljan fréttamaður hafi brotið siðareglur með ummælum sínum á samfélagsmiðlum. Stjórnin lýsir því yfir að það sé ekki á þeirra verksviði að hlutast til um störf fréttamanna. Vísað er til erindisins sem dagsett er 29. mars síðastliðins í kjölfar úrskurðar siðanefndar Ríkisútvarpsins frá því í síðustu viku. Erindið var sent stjórnarmönnum og rætt á fundi stjórnarinnar 30. mars 2021. „Málefni einstakra starfsmanna Ríkisútvarpsins er ekki til úrlausnar á borði stjórnar RÚV. Stjórnin hlutast ekki til um fréttaflutning eða aðra dagskrá RÚV, t.d. með því að leggja mat á hvaða starfsfólk sinni umfjöllun eða fréttaflutningi um tiltekin málefni. Þau verkefni eru í höndum hlutaðeigandi dagskrárstjóra, fréttastjóra sem og dagskrárgerðarfólks og fréttamanna og eru á ábyrgð útvarpsstjóra, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013.“ Þá segir að yfirlýsing Ríkisútvarpsins, sem sett var inn á vef þess þegar niðurstaða siðanefndar lá fyrir, komi frá útvarpsstjóra og varafréttastjóra vegna atriða sem snúa að fréttastofunni. Og með hliðsjón að framangreindu muni stjórn RÚV ekki aðhafast frekar í kjölfar framangreinds erindis frá 29. mars. sl. Undir þetta skrifar Jóhanna Hreiðarsdóttir formaður stjórnar og er afrit sent Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin sagði sig frá verkefninu vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56 Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08 Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin sagði sig frá verkefninu vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56
Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08
Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21