Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2021 19:01 Frá Fosshótel við Þórunnartún. Undirbúningur stendur nú yfir en von er á fjölda farþega á morgun sem þurfa í sóttkví á hótelinu. Vísir/Sigurjón Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. Fullir kassar af grímum, hlífðarfötum og sprittbrúsum blasa við þegar gengið er inn á Fosshótel við Þórunnartún enda er verið að búa hótelið undir komu flugfarþega sem verða skikkaðir í sóttkví þar á morgun þegar nýjar landamærareglur taka gildi. Allir sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu sem koma með vélum frá Póllandi, Hollandi og Svíþjóð á morgun fara á hótelið. Á föstudag bætast við fleiri farþegar frá Póllandi. Þegar hótelið fyllist verður hótel í Reykjanesbæ tekið í notkun og unnið er að samningum við BB hótel á Ásbrú. Þá hefur verið samið við Hótel Hallormsstað á Egilsstöðum fyrir farþega úr Norrænu og annað hótel verður á Akureyri. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.vísir/Egill „Okkur var falið að útvega sjö hundruð rými á fjórum stöðum á landinu. Við erum núna komin með rúmlega fjögur hundruð og erum að ganga frá samningum um það sem upp á vantar,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, og bætir við að fjöldi herbergja sé miðaður við áætlaðan fjölda ferðamanna. Heildarkostnaður hins opinbera liggur ekki fyrir og er breytilegur eftir fjölda ferðamanna. Farþegar munu greiða tíu þúsund krónur á nóttina fyrir eitt herbergi og fæði. „Það sem þeir greiða vegur mjög þungt í því verði sem við höfum samið um við hótelin. Við höfum fengið þau á mjög góðu verði,“ segir María. Sjúkratryggingum Íslands var falið að semja um og útvega alla þjónustu sem tengist verkefninu. „Það eru þá hótelrými og mannskapur og aðkoma Rauða krossins. Einnig fæði og rútuferðir að hótelinu og skimun á fimmta degi auk almennrar heilbrigðisþjónustu við íbúa þannig að ekki þurfi að flytja þá til læknis út af einhverju smálegu,“ segir María. Hótelin, sem eru kölluð sóttkvíarhótel á meðan þau eru nýtt fyrir ferðamenn í sóttkví, verða á fjórum stöðum á landinu.vísir Hún segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Þökk sé okkar frábæru samnings- og samstarfsaðilum og þar eru fremstir í flokki starfsmenn Rauða krossins sem í rauninni gera þetta allt saman mögulegt.“ Spánn var í dag tekinn út af lista yfir áhættusvæði en landið rataði upphaflega á listann þar sem upplýsingar skorti um stöðu faraldursins í einungis einu héraði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir nauðsynlegt að skikka einnig þá sem eru búsettir hér á landi á hótel þar sem erfitt sé að meta sérstaklega hverjum þurfi að fylgjast betur með. „Bara til þess að ná góðum tökum á þessu eins og staðan er núna. Á meðan við erum að reyna kveða þennan faraldur innanlands alveg niður held ég að við þurfum að gera þetta svona,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Fullir kassar af grímum, hlífðarfötum og sprittbrúsum blasa við þegar gengið er inn á Fosshótel við Þórunnartún enda er verið að búa hótelið undir komu flugfarþega sem verða skikkaðir í sóttkví þar á morgun þegar nýjar landamærareglur taka gildi. Allir sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu sem koma með vélum frá Póllandi, Hollandi og Svíþjóð á morgun fara á hótelið. Á föstudag bætast við fleiri farþegar frá Póllandi. Þegar hótelið fyllist verður hótel í Reykjanesbæ tekið í notkun og unnið er að samningum við BB hótel á Ásbrú. Þá hefur verið samið við Hótel Hallormsstað á Egilsstöðum fyrir farþega úr Norrænu og annað hótel verður á Akureyri. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.vísir/Egill „Okkur var falið að útvega sjö hundruð rými á fjórum stöðum á landinu. Við erum núna komin með rúmlega fjögur hundruð og erum að ganga frá samningum um það sem upp á vantar,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, og bætir við að fjöldi herbergja sé miðaður við áætlaðan fjölda ferðamanna. Heildarkostnaður hins opinbera liggur ekki fyrir og er breytilegur eftir fjölda ferðamanna. Farþegar munu greiða tíu þúsund krónur á nóttina fyrir eitt herbergi og fæði. „Það sem þeir greiða vegur mjög þungt í því verði sem við höfum samið um við hótelin. Við höfum fengið þau á mjög góðu verði,“ segir María. Sjúkratryggingum Íslands var falið að semja um og útvega alla þjónustu sem tengist verkefninu. „Það eru þá hótelrými og mannskapur og aðkoma Rauða krossins. Einnig fæði og rútuferðir að hótelinu og skimun á fimmta degi auk almennrar heilbrigðisþjónustu við íbúa þannig að ekki þurfi að flytja þá til læknis út af einhverju smálegu,“ segir María. Hótelin, sem eru kölluð sóttkvíarhótel á meðan þau eru nýtt fyrir ferðamenn í sóttkví, verða á fjórum stöðum á landinu.vísir Hún segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Þökk sé okkar frábæru samnings- og samstarfsaðilum og þar eru fremstir í flokki starfsmenn Rauða krossins sem í rauninni gera þetta allt saman mögulegt.“ Spánn var í dag tekinn út af lista yfir áhættusvæði en landið rataði upphaflega á listann þar sem upplýsingar skorti um stöðu faraldursins í einungis einu héraði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir nauðsynlegt að skikka einnig þá sem eru búsettir hér á landi á hótel þar sem erfitt sé að meta sérstaklega hverjum þurfi að fylgjast betur með. „Bara til þess að ná góðum tökum á þessu eins og staðan er núna. Á meðan við erum að reyna kveða þennan faraldur innanlands alveg niður held ég að við þurfum að gera þetta svona,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira