Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2021 12:16 Fosshótel Reykjavík er notað sem sóttkvíarhótel. 165 manns eru nú á hótelinu. Sumir sýna því skilning að þurfa að dvelja þar á meðan aðrir eru ósáttir. Að minnsta kosti einn hefur flúið hótelið. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir að eitthvað hafi verið um partýstand en að engin hópamyndun hafi átt sér stað. Vísir/Egill Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. Nú dvelja 165 manns á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík. Hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í fyrradag en þá var farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum gert að dvelja á hótelinu en talsvert færri eru á hótelinu en búist var við, því langflestir afbókuðu ferð sína eftir að reglur um skyldusóttkví á hótelinu tóku gildi. Tveir gestir hótelsins hafa greinst með kórónuveirusmit og báðir verið fluttir í farsóttahús. Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti sóttkvíarhótelsins en Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir langflesta hafa tekið dvöl sinni á hótelinu með skilningi. „Auðvitað er fólk misánægt með það að þurfa að koma og verja sinni sóttkví á sóttkvíarhótelinu en á meðan þetta er í gangi þá held ég að það séu allir að bara að bíða og sjá. Við störfum í samræmi við þessa reglugerð sem okkur er sett og svo kemur framhaldið í ljós,“ segir Gunnlaugur. Sumir telji það kærkomið að þurfa ekki að finna sér stað til sóttkvíar sjálfir á meðan aðrir hefðu kosið að vera heima hjá sér. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa nú tvær kærur verið lagðar fram til héraðsdóms þar sem þess er krafist að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að að minnsta kosti einn gestur hafi flúið hótelið í gær og verið sóttur af lögreglu í framhaldinu. Sá gestur á yfir höfði sér sektargreiðslu vegna brota á sóttvarnalögum. Eitthvað um partýstand inni á herbergjum Gunnlaugur getur ekki tjáð sig um það. Aðspurður segir hann að fólk megi ekki fara út, megi ekki fara á milli herbergja, né hafa herbergishurðir opnar, þó dæmi séu um að fólk hafi virt það að vettugi. „Í einhverjum tilfellum er það bara óumflýjanlegt, það eru kannski fjölskyldur sem eru í tveimur samliggjandi herbergjum og þurfa að fara þannig á milli en svo hafa auðvitað einhverjir verið að freistast til þess að vera á ferðinni en það hefur bara verið rætt við þá aðila þegar það hefur komið upp og flestir hafa bara sýnt því skilning.“ Gestur á hótelinu sagði í samtali við fréttastofu að leysa hafi þurft hóp sem hugðist gera sér glaðan dag, en hópurinn tengist og kom saman á hóteli. Gunnlaugur Bragi vill þó ekki meina að það hafi verið raunin. Hefur verið eitthvað partýstand á fólki? „Það er auðvitað bara eins og gengur. Ég held að fólk hafi ýmsar leiðir til að láta tímann líða, en það hefur ekki dreift úr sér eða neitt slíkt. Fólk hefur bara sinn hátt á þessu á sínum herbergjum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Nú dvelja 165 manns á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík. Hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í fyrradag en þá var farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum gert að dvelja á hótelinu en talsvert færri eru á hótelinu en búist var við, því langflestir afbókuðu ferð sína eftir að reglur um skyldusóttkví á hótelinu tóku gildi. Tveir gestir hótelsins hafa greinst með kórónuveirusmit og báðir verið fluttir í farsóttahús. Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti sóttkvíarhótelsins en Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir langflesta hafa tekið dvöl sinni á hótelinu með skilningi. „Auðvitað er fólk misánægt með það að þurfa að koma og verja sinni sóttkví á sóttkvíarhótelinu en á meðan þetta er í gangi þá held ég að það séu allir að bara að bíða og sjá. Við störfum í samræmi við þessa reglugerð sem okkur er sett og svo kemur framhaldið í ljós,“ segir Gunnlaugur. Sumir telji það kærkomið að þurfa ekki að finna sér stað til sóttkvíar sjálfir á meðan aðrir hefðu kosið að vera heima hjá sér. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa nú tvær kærur verið lagðar fram til héraðsdóms þar sem þess er krafist að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að að minnsta kosti einn gestur hafi flúið hótelið í gær og verið sóttur af lögreglu í framhaldinu. Sá gestur á yfir höfði sér sektargreiðslu vegna brota á sóttvarnalögum. Eitthvað um partýstand inni á herbergjum Gunnlaugur getur ekki tjáð sig um það. Aðspurður segir hann að fólk megi ekki fara út, megi ekki fara á milli herbergja, né hafa herbergishurðir opnar, þó dæmi séu um að fólk hafi virt það að vettugi. „Í einhverjum tilfellum er það bara óumflýjanlegt, það eru kannski fjölskyldur sem eru í tveimur samliggjandi herbergjum og þurfa að fara þannig á milli en svo hafa auðvitað einhverjir verið að freistast til þess að vera á ferðinni en það hefur bara verið rætt við þá aðila þegar það hefur komið upp og flestir hafa bara sýnt því skilning.“ Gestur á hótelinu sagði í samtali við fréttastofu að leysa hafi þurft hóp sem hugðist gera sér glaðan dag, en hópurinn tengist og kom saman á hóteli. Gunnlaugur Bragi vill þó ekki meina að það hafi verið raunin. Hefur verið eitthvað partýstand á fólki? „Það er auðvitað bara eins og gengur. Ég held að fólk hafi ýmsar leiðir til að láta tímann líða, en það hefur ekki dreift úr sér eða neitt slíkt. Fólk hefur bara sinn hátt á þessu á sínum herbergjum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira