Telur mögulegt að skuldbindingar í loftslagsmálum séu óraunhæfar Sylvía Hall skrifar 4. apríl 2021 12:14 Sigríður Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist efins um hvort Íslendingar séu á réttri leið með þátttöku í loftslagsskuldbindingum Evrópusambandsríkja. Ísland eigi fátt sameiginlegt með þessum þjóðum í loftslagsmálum og hafi verulega sérstöðu hvað þau varðar. Sigríður var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag þar sem hún ræddi meðal annars loftslagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ný fjármálaáætlun fyrir næstu fjögur ár var kynnt á dögunum þar sem lögð var áhersla á að framlög til loftslagsmála yrðu aukin um einn milljarð á ári, en alls renna þrettán milljarðar til málaflokksins á næsta ári. Sigríður kallaði eftir því í umræðu um fjármálaáætlun að það yrði skýrt í hvað peningurinn færi og hver árangur þessara framlaga yrði. „Ég átti orðastað við umhverfisráðherra um að það væri mikilvægt að það lægi fyrir kostnaðargreining, það er að segja að það yrði sett fram hvað við ætlum að setja mikinn pening í þessa tilteknu aðgerð og hversu mikinn árangur hún myndi bera í tilliti til loftslagsmála, hvað okkur tækist að draga mikið úr losun með þessari tilteknu aðgerð.“ Hún segir bratt að leggja svo mikinn pening í málaflokkinn án þess að þættir liggi fyrir. Að hennar mati sé ljóst að sumar aðgerðir muni ekki skila árangri varðandi minni losun en hún fagnar því að umhverfisráðherra hafi tekið undir þau sjónarmið að nauðsynlegt væri að skýra þessi atriði betur. Sigríður er þó efins um að Ísland eigi að gangast undir sömu skuldbindingar og Evrópusambandsríkin þar sem þau lönd séu skemur komin í loftslagsmálum en við. Ísland hafi mikla sérstöðu varðandi endurnýjanlega orkugjafa, og það sama eigi við um Noreg. „Mögulega þurfum við að hugleiða það, aðeins fara yfir þessi mál aftur og kanna hvort að alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum tekist á hendur, Íslendingar, hvort þær séu í rauninni ekki bara óraunhæfar og einhvers konar della.“ „Eins og þetta að hoppa á vagninn með öðrum löndum sem ætla að auka endurnýjanlega orkugjafa upp í þrjátíu prósent þegar við sjálf erum með áttatíu prósent.“ Umræðuna má heyra hér að neðan. Sprengisandur Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Sigríður var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag þar sem hún ræddi meðal annars loftslagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ný fjármálaáætlun fyrir næstu fjögur ár var kynnt á dögunum þar sem lögð var áhersla á að framlög til loftslagsmála yrðu aukin um einn milljarð á ári, en alls renna þrettán milljarðar til málaflokksins á næsta ári. Sigríður kallaði eftir því í umræðu um fjármálaáætlun að það yrði skýrt í hvað peningurinn færi og hver árangur þessara framlaga yrði. „Ég átti orðastað við umhverfisráðherra um að það væri mikilvægt að það lægi fyrir kostnaðargreining, það er að segja að það yrði sett fram hvað við ætlum að setja mikinn pening í þessa tilteknu aðgerð og hversu mikinn árangur hún myndi bera í tilliti til loftslagsmála, hvað okkur tækist að draga mikið úr losun með þessari tilteknu aðgerð.“ Hún segir bratt að leggja svo mikinn pening í málaflokkinn án þess að þættir liggi fyrir. Að hennar mati sé ljóst að sumar aðgerðir muni ekki skila árangri varðandi minni losun en hún fagnar því að umhverfisráðherra hafi tekið undir þau sjónarmið að nauðsynlegt væri að skýra þessi atriði betur. Sigríður er þó efins um að Ísland eigi að gangast undir sömu skuldbindingar og Evrópusambandsríkin þar sem þau lönd séu skemur komin í loftslagsmálum en við. Ísland hafi mikla sérstöðu varðandi endurnýjanlega orkugjafa, og það sama eigi við um Noreg. „Mögulega þurfum við að hugleiða það, aðeins fara yfir þessi mál aftur og kanna hvort að alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum tekist á hendur, Íslendingar, hvort þær séu í rauninni ekki bara óraunhæfar og einhvers konar della.“ „Eins og þetta að hoppa á vagninn með öðrum löndum sem ætla að auka endurnýjanlega orkugjafa upp í þrjátíu prósent þegar við sjálf erum með áttatíu prósent.“ Umræðuna má heyra hér að neðan.
Sprengisandur Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira