„Síðustu þrjár ferðirnar voru mjög krefjandi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2021 07:01 Sátt eftir 30 kílómetra fjallahlaup. Guðný Petrína Þórðardóttir og Börkur Þórðarson hlupu tíu ferðir upp og niður Þorbjörn. Guðný Petrína Þórðardóttir og Börkur Þórðarson hlupu á dögunum tíu ferðir upp og niður fellið Þorbjörn við Grindavík. Þau söfnuðu með hlaupinu alls 607 þúsund krónum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Ég og kærastinn minn erum mjög dugleg að fara á Þorbjörn og settum okkur það markmið í byrjun árs að fara 52 Þorbirni,“ segir Guðný í samtali við Vísi. Eftir að þau fengu þá hugmynd að hlaupa tíu ferðir upp á topp ákváðu þau að safna fyrir góðan málstað í leiðinni. „Kraftur hefur verið okkur báðum kært, í minni fjölskyldu hefur verið mikið um krabbamein og afi minn dó ungur. Þetta hefur verið málefni sem okkur finnst báðum þarft að styðja.“ Jarðskjálftar og eldgos Vegalengdin er alls 30 kílómetrar og hækkunin í heildina yfir 2000 metrar. Skömmu eftir að þau bjuggu til Facebook viðburð vegna söfnunarviðburðarins byrjaði jarðskjálftahrynan á Reykjanesinu. „Þetta er náttúrulega akkúrat á því svæði sem núna er búinn að vera mikill titringur. Það var svolítið skrítið að fara inn í þetta tímabil að safna styrkjum, í byrjun var fólk kannski ekki alveg að taka mikið mark á þessu. En svo var það eiginlega okkur svolítið í hag að eldgosið verður og það minnkaði titringurinn.“ Guðný og Börkur tóku sér pásu í nokkrar vikur en fóru svo og könnuðu aðstæður á Þorbirni helgina fyrir hlaupið til að vera örugg. Gosið var þá hafið í Geldingardölum við Fagradalsfjall. „Leiðin leit bara ótrúlega vel út þegar við tókum stöðuna vikuna á undan.“ Það var kalt og hvasst þegar Guðný og Börkur hlupu til styrktar Krafti fyrir viku síðan. Fimm tíma fjallahlaup Þau ætluðu að fá sem flesta til að mæta og hlaupa með þeim hluta vegalengdarinnar. En eftir að sóttvarnarreglur voru hertar þá fór þetta þannig að aðeins þeirra nánustu komu á staðinn til að hvetja þau og hlaupa með þeim. Þannig fengu þau stuðning án þess að fara gegn samkomutakmörkunum. „Við kláruðum þetta á tæpum fimm tímum og það var ótrúlega gaman að fá þarna félaga til að fylgja okkur. Guðný segir að þau hafi fundið fyrir miklum meðbyr bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum á Reykjanesinu. Guðný og Börkur eru í hlaupahóp hjá 3N í Reykjanesbæ og mættu hlauparar úr þeim hópi í hlaupið og tóku mislangar vegalengdir með parinu. „Flestir biðu svo eftir okkur þangað til við kláruðum.“ Lokametrarnir erfiðir Þau ætluðu að hlaupa af stað klukkan níu um morguninn en flýttu því til sjö vegna veðurs. Það var mjög hávaðarok á Þorbirni daginn sem þau hlupu en þau létu það ekki stoppa sig. „Fyrstu fimm eða sex ferðirnar voru rosalega þægilegar en svo fór að gefa svolítið í.“ Guðný segist ótrúlega ánægð með að hafa klárað þetta markmið. „Síðustu þrjár ferðirnar voru mjög krefjandi. Það var mikill vindur og mér var kalt.“ TORQ Fitness Iceland studdi hlauparana á leiðinni. Hún segir að söfnunin hafi líka gengið vonum framar og hvetur fólk til að finna leiðir til að láta gott af sér leiða. Guðný og Börkur afhentu Krafti söfnunarféð í síðustu viku, 607 þúsund, en hvetja þá sem vilja leggja sitt af mörkum að styðja Kraft beint og má finna nánari upplýsingar á vefsíðu félagsins. „Þetta er lengsta fjallahlaupið mitt en kærastinn er aðeins vanari en ég. Hann hefur tekið alveg 50 kílómetra í Hengil Ultra. Fyrir mig var þetta alveg strembið síðustu ferðirnar og ég var orðin þreytt í fótunum. Það eru forréttindi að geta klárað þetta og hafa heilsuna til þess.“ Hlaup Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Grindavík Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
„Ég og kærastinn minn erum mjög dugleg að fara á Þorbjörn og settum okkur það markmið í byrjun árs að fara 52 Þorbirni,“ segir Guðný í samtali við Vísi. Eftir að þau fengu þá hugmynd að hlaupa tíu ferðir upp á topp ákváðu þau að safna fyrir góðan málstað í leiðinni. „Kraftur hefur verið okkur báðum kært, í minni fjölskyldu hefur verið mikið um krabbamein og afi minn dó ungur. Þetta hefur verið málefni sem okkur finnst báðum þarft að styðja.“ Jarðskjálftar og eldgos Vegalengdin er alls 30 kílómetrar og hækkunin í heildina yfir 2000 metrar. Skömmu eftir að þau bjuggu til Facebook viðburð vegna söfnunarviðburðarins byrjaði jarðskjálftahrynan á Reykjanesinu. „Þetta er náttúrulega akkúrat á því svæði sem núna er búinn að vera mikill titringur. Það var svolítið skrítið að fara inn í þetta tímabil að safna styrkjum, í byrjun var fólk kannski ekki alveg að taka mikið mark á þessu. En svo var það eiginlega okkur svolítið í hag að eldgosið verður og það minnkaði titringurinn.“ Guðný og Börkur tóku sér pásu í nokkrar vikur en fóru svo og könnuðu aðstæður á Þorbirni helgina fyrir hlaupið til að vera örugg. Gosið var þá hafið í Geldingardölum við Fagradalsfjall. „Leiðin leit bara ótrúlega vel út þegar við tókum stöðuna vikuna á undan.“ Það var kalt og hvasst þegar Guðný og Börkur hlupu til styrktar Krafti fyrir viku síðan. Fimm tíma fjallahlaup Þau ætluðu að fá sem flesta til að mæta og hlaupa með þeim hluta vegalengdarinnar. En eftir að sóttvarnarreglur voru hertar þá fór þetta þannig að aðeins þeirra nánustu komu á staðinn til að hvetja þau og hlaupa með þeim. Þannig fengu þau stuðning án þess að fara gegn samkomutakmörkunum. „Við kláruðum þetta á tæpum fimm tímum og það var ótrúlega gaman að fá þarna félaga til að fylgja okkur. Guðný segir að þau hafi fundið fyrir miklum meðbyr bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum á Reykjanesinu. Guðný og Börkur eru í hlaupahóp hjá 3N í Reykjanesbæ og mættu hlauparar úr þeim hópi í hlaupið og tóku mislangar vegalengdir með parinu. „Flestir biðu svo eftir okkur þangað til við kláruðum.“ Lokametrarnir erfiðir Þau ætluðu að hlaupa af stað klukkan níu um morguninn en flýttu því til sjö vegna veðurs. Það var mjög hávaðarok á Þorbirni daginn sem þau hlupu en þau létu það ekki stoppa sig. „Fyrstu fimm eða sex ferðirnar voru rosalega þægilegar en svo fór að gefa svolítið í.“ Guðný segist ótrúlega ánægð með að hafa klárað þetta markmið. „Síðustu þrjár ferðirnar voru mjög krefjandi. Það var mikill vindur og mér var kalt.“ TORQ Fitness Iceland studdi hlauparana á leiðinni. Hún segir að söfnunin hafi líka gengið vonum framar og hvetur fólk til að finna leiðir til að láta gott af sér leiða. Guðný og Börkur afhentu Krafti söfnunarféð í síðustu viku, 607 þúsund, en hvetja þá sem vilja leggja sitt af mörkum að styðja Kraft beint og má finna nánari upplýsingar á vefsíðu félagsins. „Þetta er lengsta fjallahlaupið mitt en kærastinn er aðeins vanari en ég. Hann hefur tekið alveg 50 kílómetra í Hengil Ultra. Fyrir mig var þetta alveg strembið síðustu ferðirnar og ég var orðin þreytt í fótunum. Það eru forréttindi að geta klárað þetta og hafa heilsuna til þess.“
Hlaup Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Grindavík Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira