Stjórnvöld gætu gert áætlun um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 11. apríl 2021 18:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Vísir/Einar Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. Von er á níu þúsund skömmtum af bóluefninu Pfizer til landsins á morgun og verður bólusett með efninu á þriðjudag. Þá er einnig von á ótilgreindum fjölda af bóluefninu AztraZeneca í vikunni. Á miðvikudaginn er búist við 2.400 skömmtum af bóluefninu Janssen en aðeins þarf einn skammt af efninu til að veita vörn gegn Covid19. Formaður Viðskiptaráðs vill að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert því til fyrirstöðu en sjálfur getur hann ekki unnið eftir framtíðarspá. „Ég sé ekkert að því að stjórnvöld komi með slíka áætlun nákvæmlega eins og þau gerðu með bólusetningarnar en það er ekki þannig sem ég vinn. Ég vinn ekki þannig að ég geti sagt, eftir mánuð þegar búið er að bólusetja 40 eða 50 prósent þá gerum við þetta eða hitt,“ sagði Þórólfur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann segir skyldu sína að taka mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma. „Ég verð að koma með áætlanir sem mér finnst skynsamlegar og það getur vel verið að þær séu í andstöðu við þessar áætlanir stjórnvalda og það er þá þeirra að ákveða endanlega hvernig útfærslan verður.“ „Ég sé ekkert athugunarvert við það að stjórnvöld komi með sínar áætlanir, þau eru hvort eð er ábyrg á endanum fyrir útfærslu á sóttvarnaráðstöfunum. Ég kem bara með tillögur og síðan er það stjórnvalda að ákveða hvort þau fari eftir því eða ekki,“ segir Þórólfur. Þórólfur sagði í Sprengisandi í morgun að hann bindi vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. Fólk þurfi þó að búast við því að aðgerðir verði hertar á ný komi upp fleiri smit. Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Kallar eftir afléttingaráætlun eftir því sem bólusetningum miðar áfram Formaður Viðskiptaráðs kallar eftir því að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann segir að slík áætlun myndi auðvelda rekstraraðilum og einstaklingum að skipuleggja sig og starfsemi sína, og skapa traust í samfélaginu. 11. apríl 2021 13:09 „Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Sjá meira
Von er á níu þúsund skömmtum af bóluefninu Pfizer til landsins á morgun og verður bólusett með efninu á þriðjudag. Þá er einnig von á ótilgreindum fjölda af bóluefninu AztraZeneca í vikunni. Á miðvikudaginn er búist við 2.400 skömmtum af bóluefninu Janssen en aðeins þarf einn skammt af efninu til að veita vörn gegn Covid19. Formaður Viðskiptaráðs vill að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert því til fyrirstöðu en sjálfur getur hann ekki unnið eftir framtíðarspá. „Ég sé ekkert að því að stjórnvöld komi með slíka áætlun nákvæmlega eins og þau gerðu með bólusetningarnar en það er ekki þannig sem ég vinn. Ég vinn ekki þannig að ég geti sagt, eftir mánuð þegar búið er að bólusetja 40 eða 50 prósent þá gerum við þetta eða hitt,“ sagði Þórólfur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann segir skyldu sína að taka mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma. „Ég verð að koma með áætlanir sem mér finnst skynsamlegar og það getur vel verið að þær séu í andstöðu við þessar áætlanir stjórnvalda og það er þá þeirra að ákveða endanlega hvernig útfærslan verður.“ „Ég sé ekkert athugunarvert við það að stjórnvöld komi með sínar áætlanir, þau eru hvort eð er ábyrg á endanum fyrir útfærslu á sóttvarnaráðstöfunum. Ég kem bara með tillögur og síðan er það stjórnvalda að ákveða hvort þau fari eftir því eða ekki,“ segir Þórólfur. Þórólfur sagði í Sprengisandi í morgun að hann bindi vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. Fólk þurfi þó að búast við því að aðgerðir verði hertar á ný komi upp fleiri smit.
Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Kallar eftir afléttingaráætlun eftir því sem bólusetningum miðar áfram Formaður Viðskiptaráðs kallar eftir því að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann segir að slík áætlun myndi auðvelda rekstraraðilum og einstaklingum að skipuleggja sig og starfsemi sína, og skapa traust í samfélaginu. 11. apríl 2021 13:09 „Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Sjá meira
Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26
Kallar eftir afléttingaráætlun eftir því sem bólusetningum miðar áfram Formaður Viðskiptaráðs kallar eftir því að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann segir að slík áætlun myndi auðvelda rekstraraðilum og einstaklingum að skipuleggja sig og starfsemi sína, og skapa traust í samfélaginu. 11. apríl 2021 13:09
„Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39