Chelsea og Manchester United hafa verið jöfn í þó nokkur ár en bæði lið höfðu komist sjö sinnum í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Chelsea var síðast í undanúrslitum vorið 2014 á meðan Manchester United hefur ekki verið þar síðan 2011.
Segja má að þetta komi í bylgjum hjá Lundúna-liðinu og mögulega er þetta byrjunin á næstu bylgju. Liðið komst í undanúrslit frá 2004 til 2006. Aftur 2008 og 2009 áður en það fór alla leið í úrslit og vann Meistaradeildina eftirminnilega árið 2012.
Chelsea overtake Man United and become the English side with the most semifinal appearances in UEFA UCL history pic.twitter.com/vC75gQYDMb
— ESPN UK (@ESPNUK) April 13, 2021
Það eru svo komin sjö ár síðan liðið var síðast í undanúrslitum. Thomas Tuchel er nú kominn á stall með José Mourinho, Avram Grant, Guus Hiddink og Roberto Di Matteo en sá síðast nefndi stýrði liðinu til sigurs ársins 2012.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.