Vænar bleikjur í Ásgarði Karl Lúðvíksson skrifar 14. apríl 2021 13:19 Mynd: Árni Baldursson FB Sogið hefur lengi verið þekkt fyrir vænar bleikjur en það eru ekki allir sem vita að vorveiðin þar getur verið aldeilis frábær. Þetta á helst við á svæðinu Ásgarður en þar hefur verið vaxandi veiði á vænni bleikju eftir að veiðimenn fóru að sleppa öllum veiddum fiski aftur. Vorveiðin getur svo sem verið dyntótt en síðust daga er óhætt að segja að mikið líf hafi verið á svæðinu. Hópur sem var við veiðar í fyrradag fékk 25 bleikjur og margar hverjar rígvænar eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þetta er slungið og skemmtilegt veiðisvæði sem eins og allir veiðimenn þekkja getur verið mjög gjöfult á lax á sumrin. Það gengur líka sjóbirtingur í Sogið seint á haustin og á þessum tíma er ekki óalgengt að niðurgöngufiskur sé að veiðast. En núna er bleikjan málið. Það er fagnaðarefni að heyra af góðri bleikjuveiði í Soginu því stofninn þar er viðkvæmur og á tímabili var staðan einfaldlega þannig að það var allt of mikið drepið af fiski sem kom illilega niður á hrygningu. Sá tími er liðinn, í það minnsta við Ásgarð en skylduslepping hefur ekki verið sett á við Bíldsfell eða Alvirðu að okkur vitandi en það væri óskandi að sjá það gerast til að Sogið nái kröftum sínum aftur. Stangveiði Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 170 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Yfir 100 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði
Þetta á helst við á svæðinu Ásgarður en þar hefur verið vaxandi veiði á vænni bleikju eftir að veiðimenn fóru að sleppa öllum veiddum fiski aftur. Vorveiðin getur svo sem verið dyntótt en síðust daga er óhætt að segja að mikið líf hafi verið á svæðinu. Hópur sem var við veiðar í fyrradag fékk 25 bleikjur og margar hverjar rígvænar eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þetta er slungið og skemmtilegt veiðisvæði sem eins og allir veiðimenn þekkja getur verið mjög gjöfult á lax á sumrin. Það gengur líka sjóbirtingur í Sogið seint á haustin og á þessum tíma er ekki óalgengt að niðurgöngufiskur sé að veiðast. En núna er bleikjan málið. Það er fagnaðarefni að heyra af góðri bleikjuveiði í Soginu því stofninn þar er viðkvæmur og á tímabili var staðan einfaldlega þannig að það var allt of mikið drepið af fiski sem kom illilega niður á hrygningu. Sá tími er liðinn, í það minnsta við Ásgarð en skylduslepping hefur ekki verið sett á við Bíldsfell eða Alvirðu að okkur vitandi en það væri óskandi að sjá það gerast til að Sogið nái kröftum sínum aftur.
Stangveiði Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 170 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Yfir 100 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði