Lífi og heilsu verður ekki fórnað fyrir minni umferðartafir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2021 18:41 Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir öryggi ganga framar mögulegum umferðartöfum. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti í dag stefnumörkun um hámarkshraða á borgargötum og sem verður lögð fyrir borgarráð til samþykktar í næstu viku. „Planið gengur út á það að lækka umferðarhraða í hverfunum þannig að öll hverfi verði með 30 hraða og svo verða stofnbrautir lækkaðar ýmist úr 50 eða 60 niður í 40,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Þetta á ekki við um stofnbrautir í eigu Vegagerðarinnar eða Faxaflóahafna, þar á meðal hluta helstu stofnæða eins og Miklubrautar, Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Ljósgrænu göturnar eru með 30 km/klst hámarkshraða, dökkgrænu með 40 km/klst hraða og þær bláu með 50 km/klst hámarkshraða samkvæmt skipulaginu. Grænu göturnar á þessu korti tákna götur með þrjátíu kílómetra hámarkshraða og líkt og sést verður það meginreglan í öllum hverfum borgarinnar. Þá verður hraðinn á nokkrum fjölförnum götum sem þó eru nú innan marka með fimmtíu kílómetra hámarkshraða einnig lækkaður. „Það er náttúrulega höfðinn. Hann er mikið að breytast úr 50 í 40 og það er Háaleitisbrautin og Grensásvegur sem fer úr 50 í 40 götu,“ segir Sigurborg. Stærsta breytingin verður á Suðurlandsbraut þar sem hámarkshraði verður lækkaður úr 60 niður í 40. „En við gerum ráð fyrir að það verði í skrefum og jafnvel á sama tíma og borgarlínan,“ segir Sigurborg. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.vísir/Sigurjón Byrjað verður að lækka hámarkshraða strax í vor en í heild gæti ferlið tekið þrjú til fjögur ár. Götur verða þrengdar, hjólastígar lagðir og hliðum til þess að marka þrjátíu kílómetra hraða götur verður komið fyrir. Hún segir markmiðið að bæta loftgæði, minnka umferðarhávaða og auka öryggi. Aðgerðin eigi ekki að hafa mikil áhrif á umferðartafir. „Það verður minniháttar. Þetta er ekki á stofnbrautunum og er bara inni í hverfunum og mun ekki hafa stór áhrif. En í Reykjavíkurborg erum við nýbúin að samþykkja umferðaröryggisáætlun og þar kemur skýrt fram að líf og heilsa fólks kemur fyrst og fremst. Því verður ekki fórnað fyrir aðra hagsmuni samfélagsins líkt og umferðartafir.“ Samgöngur Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti í dag stefnumörkun um hámarkshraða á borgargötum og sem verður lögð fyrir borgarráð til samþykktar í næstu viku. „Planið gengur út á það að lækka umferðarhraða í hverfunum þannig að öll hverfi verði með 30 hraða og svo verða stofnbrautir lækkaðar ýmist úr 50 eða 60 niður í 40,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Þetta á ekki við um stofnbrautir í eigu Vegagerðarinnar eða Faxaflóahafna, þar á meðal hluta helstu stofnæða eins og Miklubrautar, Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Ljósgrænu göturnar eru með 30 km/klst hámarkshraða, dökkgrænu með 40 km/klst hraða og þær bláu með 50 km/klst hámarkshraða samkvæmt skipulaginu. Grænu göturnar á þessu korti tákna götur með þrjátíu kílómetra hámarkshraða og líkt og sést verður það meginreglan í öllum hverfum borgarinnar. Þá verður hraðinn á nokkrum fjölförnum götum sem þó eru nú innan marka með fimmtíu kílómetra hámarkshraða einnig lækkaður. „Það er náttúrulega höfðinn. Hann er mikið að breytast úr 50 í 40 og það er Háaleitisbrautin og Grensásvegur sem fer úr 50 í 40 götu,“ segir Sigurborg. Stærsta breytingin verður á Suðurlandsbraut þar sem hámarkshraði verður lækkaður úr 60 niður í 40. „En við gerum ráð fyrir að það verði í skrefum og jafnvel á sama tíma og borgarlínan,“ segir Sigurborg. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.vísir/Sigurjón Byrjað verður að lækka hámarkshraða strax í vor en í heild gæti ferlið tekið þrjú til fjögur ár. Götur verða þrengdar, hjólastígar lagðir og hliðum til þess að marka þrjátíu kílómetra hraða götur verður komið fyrir. Hún segir markmiðið að bæta loftgæði, minnka umferðarhávaða og auka öryggi. Aðgerðin eigi ekki að hafa mikil áhrif á umferðartafir. „Það verður minniháttar. Þetta er ekki á stofnbrautunum og er bara inni í hverfunum og mun ekki hafa stór áhrif. En í Reykjavíkurborg erum við nýbúin að samþykkja umferðaröryggisáætlun og þar kemur skýrt fram að líf og heilsa fólks kemur fyrst og fremst. Því verður ekki fórnað fyrir aðra hagsmuni samfélagsins líkt og umferðartafir.“
Samgöngur Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira