Vinir eignast barn saman og var þeim ráðlagt að reyna sjálf með lítilli sprautu Stefán Árni Pálsson skrifar 15. apríl 2021 10:31 Þórdís og Sigurjón hafa aldrei verið neitt annað en vinir en ætla nú að eignast barn saman. Vinirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson tóku þá ákvörðun fyrir tveimur árum að eignast barn saman. Þau eru og hafa ekki verið í ástarsambandi, eru eingöngu góðir vinir og þau höfðu bæði dreymt um að eignast barn. Þau segja að fjölskyldur séu alls konar og þau hafi tekið ákvörðun um að mynda sína eigin fjölskyldu, Eva Laufey hitti þau nú á dögunum og fékk að heyra hvernig þessi hugmynd kom upp. „Hugmyndin kom upp þegar ég var með sameiginlegum vinkonum okkar úti að tana og við vorum að tala um börn og ég var að tala um hvað mig langaði að verða mamma. Maður er alltaf að bíða eftir draumaprinsinum og ég einhvern veginn nennti því ekki. Þær sögðu þá, af hverju áttu ekki bara barn með Sigurjóni? Ég hugsaði þá, ég ætla bara að tékka á honum og athuga hvort þetta sé ekki eitthvað fyrir okkur,“ segir Þórdís. „Mig hefur alltaf langað til að eignast börn og svo þegar Þórdís kom með þessa frábæru hugmynd var ekki aftur snúið,“ segir Sigurjón en þau hafa aldrei verið neitt annað en vinir. „Við byrjuðum á því að setja upp fundi þar sem við myndum bara ræða þessa hluti. Við vorum með Rósu vinkonu okkar sem er sameiginleg vinkona. Hún var hlutlaus og spurði okkur spjörunum úr,“ segir Þórdís en Rósa er einmitt að læra fjölskylduráðgjöf og fannst þetta spennandi viðfangsefni. Rósa spurði þau út í hluti eins og fyrirkomulag, trúmál og margt fleira. „Þetta var auðvitað svolítið stór spurning en ég fékk strax góða tilfinningu gangvart þessu. Við erum ótrúlega góðir vinir og ég treysti Þórdísi fullkomlega og fékk á tilfinninguna að við yrðum góð saman í þessu,“ segir Sigurjón. „Ég fann það mjög sterkt ef ég gæti valið besta pabba í heimi þá væri það Sigurjón og ég er ógeðslega montin af því,“ segir Þórdís. Þau leituðu til sérfræðinga til að fá upplýsingar hvernig best væri að ná fram getnaði og var þeim einfaldlega ráðlagt að reyna sjálf. Kalkúnasprautan algjör mýta „Það var mælt með að prófa að gera þetta sjálf til að byrja með,“ segir Sigurjón og bætir þá Þórdís við að þau hafi til að mynda google-að kalkúnasprautu til að nota. „Það er sem sagt mýta og það er ekki gott að nota kalkúnasprautuna,“ segir Sigurjón. „Það er bara best að nota svona litla sprautu sem maður kaupir í apóteki. Við bara fengum okkur rauðvín og höfðum það næs og gerðum þetta bara heima,“ segir Þórdís. „Við vorum svo heppin, og ótrúlegt að segja frá þessu, en þetta heppnaðist hjá okkur í fyrstu tilraun og við trúðum varla eigin augum þegar við kíktum á óléttuprófið,“ segir Sigurjón. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni þar sem margt annað kemur fram í tengslum við komandi barneign Þórdísar og Sigurjóns. Ísland í dag Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Þau eru og hafa ekki verið í ástarsambandi, eru eingöngu góðir vinir og þau höfðu bæði dreymt um að eignast barn. Þau segja að fjölskyldur séu alls konar og þau hafi tekið ákvörðun um að mynda sína eigin fjölskyldu, Eva Laufey hitti þau nú á dögunum og fékk að heyra hvernig þessi hugmynd kom upp. „Hugmyndin kom upp þegar ég var með sameiginlegum vinkonum okkar úti að tana og við vorum að tala um börn og ég var að tala um hvað mig langaði að verða mamma. Maður er alltaf að bíða eftir draumaprinsinum og ég einhvern veginn nennti því ekki. Þær sögðu þá, af hverju áttu ekki bara barn með Sigurjóni? Ég hugsaði þá, ég ætla bara að tékka á honum og athuga hvort þetta sé ekki eitthvað fyrir okkur,“ segir Þórdís. „Mig hefur alltaf langað til að eignast börn og svo þegar Þórdís kom með þessa frábæru hugmynd var ekki aftur snúið,“ segir Sigurjón en þau hafa aldrei verið neitt annað en vinir. „Við byrjuðum á því að setja upp fundi þar sem við myndum bara ræða þessa hluti. Við vorum með Rósu vinkonu okkar sem er sameiginleg vinkona. Hún var hlutlaus og spurði okkur spjörunum úr,“ segir Þórdís en Rósa er einmitt að læra fjölskylduráðgjöf og fannst þetta spennandi viðfangsefni. Rósa spurði þau út í hluti eins og fyrirkomulag, trúmál og margt fleira. „Þetta var auðvitað svolítið stór spurning en ég fékk strax góða tilfinningu gangvart þessu. Við erum ótrúlega góðir vinir og ég treysti Þórdísi fullkomlega og fékk á tilfinninguna að við yrðum góð saman í þessu,“ segir Sigurjón. „Ég fann það mjög sterkt ef ég gæti valið besta pabba í heimi þá væri það Sigurjón og ég er ógeðslega montin af því,“ segir Þórdís. Þau leituðu til sérfræðinga til að fá upplýsingar hvernig best væri að ná fram getnaði og var þeim einfaldlega ráðlagt að reyna sjálf. Kalkúnasprautan algjör mýta „Það var mælt með að prófa að gera þetta sjálf til að byrja með,“ segir Sigurjón og bætir þá Þórdís við að þau hafi til að mynda google-að kalkúnasprautu til að nota. „Það er sem sagt mýta og það er ekki gott að nota kalkúnasprautuna,“ segir Sigurjón. „Það er bara best að nota svona litla sprautu sem maður kaupir í apóteki. Við bara fengum okkur rauðvín og höfðum það næs og gerðum þetta bara heima,“ segir Þórdís. „Við vorum svo heppin, og ótrúlegt að segja frá þessu, en þetta heppnaðist hjá okkur í fyrstu tilraun og við trúðum varla eigin augum þegar við kíktum á óléttuprófið,“ segir Sigurjón. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni þar sem margt annað kemur fram í tengslum við komandi barneign Þórdísar og Sigurjóns.
Ísland í dag Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“