Hræringarnar búnar að auka orku Svartsengis Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2021 23:10 Jóhann Snorri Sigurbergsson er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku. Sigurjón Ólason Umbrotahrinan á Reykjanesskaga hefur fært aukinn kraft í jarðhitakerfi Svartsengis, sem skilar núna meiri gufu til orkuframleiðslu hjá HS Orku. Sprungur í malbiki og hrundar hraunhleðslur eru helstu ummerkin í Svartsengi eftir jarðskjálftahrinuna öflugu í aðdraganda eldgossins. Gosið sjálft ógnar hins vegar ekki orkuverinu. „Þessi staðsetning á eldgosinu er mjög heppileg hvað þetta varðar. Þetta er þannig staðsett að það er ólíklegt að kvika renni hér yfir okkar innviði þannig að við erum mjög fegin,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku, í fréttum Stöðvar 2. „Okkar jarðfræðingar hefðu líklega valið þennan stað ef þeir hefðu fengið að velja hvar eldgosið ætti að koma upp," bætir hann við. Jarðgufuvirkjun HS Orku í Svartsengi. Þar eru einnig höfuðstöðvar fyrirtækisins. Fjallið Þorbjörn í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jarðskjálftahrinan hefur ekki bara opnað sprungur á yfirborði heldur einnig í jarðhitakerfum neðanjarðar, sem fæða orkuver eins og það í Svartsengi. „Jarðskjálftar hafa yfirleitt alltaf einhver áhrif á okkar jarðhitakerfi, eða kerfið sem við vinnum upp úr. Og við sjáum það eftir þessa hrinu, sem var núna fyrr í ár, að áhrifin eru frekar jákvæð heldur en neikvæð. Þau eru jákvæð. Það er aukinn kraftur í kerfinu. Við fáum í rauninni meira magn af gufu heldur en við fengum áður, svona lítillega, sem er eitthvað sem við bjuggumst við.“ -Og kannski jarðeldurinn kyndir ennþá betur undir? „Ekki ennþá. Við sjáum enga tengingu við það sem er að gerast þarna við Fagradalsfjall í kerfinu okkar. Af því að þetta virðast vera ótengd kerfi. En þetta kemur líklega bara úr sömu eldkúlunni og við erum að vinna úr hérna. Þannig að þetta er einhvern veginn tengt. Spurning hvað þú þarft að fara neðarlega,“ segir Jóhann Snorri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grindavík Orkumál Jarðhiti Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Vísindaráð almannavarna: Kvika mun ekki brjóta sér leið upp á öðrum stað í bráð Engar vísbendingar eru um að kvika muni nálgast yfirborð á öðrum stað kvikugangsins í bráð. Þetta er niðurstaða fundar Vísindaráðs almannavarna sem kom saman í dag til að bera saman bækur sínar. 25. mars 2021 16:49 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Sprungur í malbiki og hrundar hraunhleðslur eru helstu ummerkin í Svartsengi eftir jarðskjálftahrinuna öflugu í aðdraganda eldgossins. Gosið sjálft ógnar hins vegar ekki orkuverinu. „Þessi staðsetning á eldgosinu er mjög heppileg hvað þetta varðar. Þetta er þannig staðsett að það er ólíklegt að kvika renni hér yfir okkar innviði þannig að við erum mjög fegin,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku, í fréttum Stöðvar 2. „Okkar jarðfræðingar hefðu líklega valið þennan stað ef þeir hefðu fengið að velja hvar eldgosið ætti að koma upp," bætir hann við. Jarðgufuvirkjun HS Orku í Svartsengi. Þar eru einnig höfuðstöðvar fyrirtækisins. Fjallið Þorbjörn í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jarðskjálftahrinan hefur ekki bara opnað sprungur á yfirborði heldur einnig í jarðhitakerfum neðanjarðar, sem fæða orkuver eins og það í Svartsengi. „Jarðskjálftar hafa yfirleitt alltaf einhver áhrif á okkar jarðhitakerfi, eða kerfið sem við vinnum upp úr. Og við sjáum það eftir þessa hrinu, sem var núna fyrr í ár, að áhrifin eru frekar jákvæð heldur en neikvæð. Þau eru jákvæð. Það er aukinn kraftur í kerfinu. Við fáum í rauninni meira magn af gufu heldur en við fengum áður, svona lítillega, sem er eitthvað sem við bjuggumst við.“ -Og kannski jarðeldurinn kyndir ennþá betur undir? „Ekki ennþá. Við sjáum enga tengingu við það sem er að gerast þarna við Fagradalsfjall í kerfinu okkar. Af því að þetta virðast vera ótengd kerfi. En þetta kemur líklega bara úr sömu eldkúlunni og við erum að vinna úr hérna. Þannig að þetta er einhvern veginn tengt. Spurning hvað þú þarft að fara neðarlega,“ segir Jóhann Snorri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grindavík Orkumál Jarðhiti Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Vísindaráð almannavarna: Kvika mun ekki brjóta sér leið upp á öðrum stað í bráð Engar vísbendingar eru um að kvika muni nálgast yfirborð á öðrum stað kvikugangsins í bráð. Þetta er niðurstaða fundar Vísindaráðs almannavarna sem kom saman í dag til að bera saman bækur sínar. 25. mars 2021 16:49 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20
Vísindaráð almannavarna: Kvika mun ekki brjóta sér leið upp á öðrum stað í bráð Engar vísbendingar eru um að kvika muni nálgast yfirborð á öðrum stað kvikugangsins í bráð. Þetta er niðurstaða fundar Vísindaráðs almannavarna sem kom saman í dag til að bera saman bækur sínar. 25. mars 2021 16:49