„Leikarinn, athafnamaðurinn og kraftakarlinn Ari Eldjárn“ Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2021 07:45 Ari Eldjárn er vinsælt fórnarlamb þeirra sem vilja narra fólk til að smella á hlekki þar sem því er lofað að ef fólki fylgi ráðleggingum og fari að dæmi Ara þá geti það öðlast skjótfenginn gróða. Ari Eldjárn er nýjasta viðfangsefni þeirra sem standa fyrir þrálátri óværu/svindli á Facebook. Óværan er einhvers konar svindl/vírus sem gengur um Facebook og gengur afar illa að kveða niður. Um virðist að ræða einskonar fjárplógssvindl í formi falsfrétta þar sem segir að þekktur einstaklingur hafi orðið moldríkur á að gera einhvern fjárann og fólk hvatt til að kynna sér hvernig hann fór að við það. Skemmtikrafturinn Ari Eldjárn hefur ekki farið varhluta af þessu uppá síðkastið en sagnfræðingurinn Stefán Pálsson vekur máls á þessu á sinni Facebooksíðu: „Neisko, scamið á internetinu sem þykist ætla að kenna öllum að verða ríkir virðist hætt að notast við Ólaf Jóhann Ólafsson og hefur skipt honum út fyrir Ara Eldjárn. Ég átta mig ekki á því hvort Ari eigi að vera pirraður eða smá upp með sér.“ Vísir hefur fjallað um þetta fyrirbæri áður, til að mynda árið 2018 og ræddi þá við Ólaf Jóhann rithöfund sem hafði þá lengi staðið í því að reyna að stöðva útbreiðslu á falsfrétt um að hann hafi auðgast á Bitcon-viðskiptum en hægt gekk. „Það er búið að tilkynna þetta til Facebook og segja að þarna séu einhverjir svikahrappar á ferð. Facebook virðist hins vegar vera ansi lélegt í að bregðast við þessu enda stjórnlaus miðill þannig séð,“ sagði Ólafur Jóhann þá og ljóst að þetta var ekki til þess fallið að kæta hans geð. Ari veit heldur ekki hvort hann á að hlæja eða gráta, en hann segir þetta vel að merkja í þriðja skipti sem svona scam-herferð fari í gang og hann notaður sem beita. „Sú fyrsta var 2019 og fjallaði um að ég hefði ljóstrað upp um leyndarmál í þættinum „Með Loga” og að bankarnir óttuðust að Eldjárn myndi kenna öllum að græða peninga. Best fannst mér þó lýsingin á mér: „Leikarinn, athafnamaðurinn og kraftakarlinn Ari Eldjárn,” segir Ari í svari til Stefáns. En samskonar„scam“ hafði áður gengið um Hafþór Júlíus. Hinn grínaktugi sagnfræðingur á ekki í vandræðum með að botna brandara skemmtikraftsins: „Ég þigg öll mín fjárfestingarráð frá þér og Hafþóri Júlíusi. Treysti hins vegar ekki glottinu á þessum rithöfundi hjá Sony.“ Samfélagsmiðlar Facebook Netglæpir Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Sjá meira
Óværan er einhvers konar svindl/vírus sem gengur um Facebook og gengur afar illa að kveða niður. Um virðist að ræða einskonar fjárplógssvindl í formi falsfrétta þar sem segir að þekktur einstaklingur hafi orðið moldríkur á að gera einhvern fjárann og fólk hvatt til að kynna sér hvernig hann fór að við það. Skemmtikrafturinn Ari Eldjárn hefur ekki farið varhluta af þessu uppá síðkastið en sagnfræðingurinn Stefán Pálsson vekur máls á þessu á sinni Facebooksíðu: „Neisko, scamið á internetinu sem þykist ætla að kenna öllum að verða ríkir virðist hætt að notast við Ólaf Jóhann Ólafsson og hefur skipt honum út fyrir Ara Eldjárn. Ég átta mig ekki á því hvort Ari eigi að vera pirraður eða smá upp með sér.“ Vísir hefur fjallað um þetta fyrirbæri áður, til að mynda árið 2018 og ræddi þá við Ólaf Jóhann rithöfund sem hafði þá lengi staðið í því að reyna að stöðva útbreiðslu á falsfrétt um að hann hafi auðgast á Bitcon-viðskiptum en hægt gekk. „Það er búið að tilkynna þetta til Facebook og segja að þarna séu einhverjir svikahrappar á ferð. Facebook virðist hins vegar vera ansi lélegt í að bregðast við þessu enda stjórnlaus miðill þannig séð,“ sagði Ólafur Jóhann þá og ljóst að þetta var ekki til þess fallið að kæta hans geð. Ari veit heldur ekki hvort hann á að hlæja eða gráta, en hann segir þetta vel að merkja í þriðja skipti sem svona scam-herferð fari í gang og hann notaður sem beita. „Sú fyrsta var 2019 og fjallaði um að ég hefði ljóstrað upp um leyndarmál í þættinum „Með Loga” og að bankarnir óttuðust að Eldjárn myndi kenna öllum að græða peninga. Best fannst mér þó lýsingin á mér: „Leikarinn, athafnamaðurinn og kraftakarlinn Ari Eldjárn,” segir Ari í svari til Stefáns. En samskonar„scam“ hafði áður gengið um Hafþór Júlíus. Hinn grínaktugi sagnfræðingur á ekki í vandræðum með að botna brandara skemmtikraftsins: „Ég þigg öll mín fjárfestingarráð frá þér og Hafþóri Júlíusi. Treysti hins vegar ekki glottinu á þessum rithöfundi hjá Sony.“
Samfélagsmiðlar Facebook Netglæpir Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Sjá meira