„Leikarinn, athafnamaðurinn og kraftakarlinn Ari Eldjárn“ Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2021 07:45 Ari Eldjárn er vinsælt fórnarlamb þeirra sem vilja narra fólk til að smella á hlekki þar sem því er lofað að ef fólki fylgi ráðleggingum og fari að dæmi Ara þá geti það öðlast skjótfenginn gróða. Ari Eldjárn er nýjasta viðfangsefni þeirra sem standa fyrir þrálátri óværu/svindli á Facebook. Óværan er einhvers konar svindl/vírus sem gengur um Facebook og gengur afar illa að kveða niður. Um virðist að ræða einskonar fjárplógssvindl í formi falsfrétta þar sem segir að þekktur einstaklingur hafi orðið moldríkur á að gera einhvern fjárann og fólk hvatt til að kynna sér hvernig hann fór að við það. Skemmtikrafturinn Ari Eldjárn hefur ekki farið varhluta af þessu uppá síðkastið en sagnfræðingurinn Stefán Pálsson vekur máls á þessu á sinni Facebooksíðu: „Neisko, scamið á internetinu sem þykist ætla að kenna öllum að verða ríkir virðist hætt að notast við Ólaf Jóhann Ólafsson og hefur skipt honum út fyrir Ara Eldjárn. Ég átta mig ekki á því hvort Ari eigi að vera pirraður eða smá upp með sér.“ Vísir hefur fjallað um þetta fyrirbæri áður, til að mynda árið 2018 og ræddi þá við Ólaf Jóhann rithöfund sem hafði þá lengi staðið í því að reyna að stöðva útbreiðslu á falsfrétt um að hann hafi auðgast á Bitcon-viðskiptum en hægt gekk. „Það er búið að tilkynna þetta til Facebook og segja að þarna séu einhverjir svikahrappar á ferð. Facebook virðist hins vegar vera ansi lélegt í að bregðast við þessu enda stjórnlaus miðill þannig séð,“ sagði Ólafur Jóhann þá og ljóst að þetta var ekki til þess fallið að kæta hans geð. Ari veit heldur ekki hvort hann á að hlæja eða gráta, en hann segir þetta vel að merkja í þriðja skipti sem svona scam-herferð fari í gang og hann notaður sem beita. „Sú fyrsta var 2019 og fjallaði um að ég hefði ljóstrað upp um leyndarmál í þættinum „Með Loga” og að bankarnir óttuðust að Eldjárn myndi kenna öllum að græða peninga. Best fannst mér þó lýsingin á mér: „Leikarinn, athafnamaðurinn og kraftakarlinn Ari Eldjárn,” segir Ari í svari til Stefáns. En samskonar„scam“ hafði áður gengið um Hafþór Júlíus. Hinn grínaktugi sagnfræðingur á ekki í vandræðum með að botna brandara skemmtikraftsins: „Ég þigg öll mín fjárfestingarráð frá þér og Hafþóri Júlíusi. Treysti hins vegar ekki glottinu á þessum rithöfundi hjá Sony.“ Samfélagsmiðlar Facebook Netglæpir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Óværan er einhvers konar svindl/vírus sem gengur um Facebook og gengur afar illa að kveða niður. Um virðist að ræða einskonar fjárplógssvindl í formi falsfrétta þar sem segir að þekktur einstaklingur hafi orðið moldríkur á að gera einhvern fjárann og fólk hvatt til að kynna sér hvernig hann fór að við það. Skemmtikrafturinn Ari Eldjárn hefur ekki farið varhluta af þessu uppá síðkastið en sagnfræðingurinn Stefán Pálsson vekur máls á þessu á sinni Facebooksíðu: „Neisko, scamið á internetinu sem þykist ætla að kenna öllum að verða ríkir virðist hætt að notast við Ólaf Jóhann Ólafsson og hefur skipt honum út fyrir Ara Eldjárn. Ég átta mig ekki á því hvort Ari eigi að vera pirraður eða smá upp með sér.“ Vísir hefur fjallað um þetta fyrirbæri áður, til að mynda árið 2018 og ræddi þá við Ólaf Jóhann rithöfund sem hafði þá lengi staðið í því að reyna að stöðva útbreiðslu á falsfrétt um að hann hafi auðgast á Bitcon-viðskiptum en hægt gekk. „Það er búið að tilkynna þetta til Facebook og segja að þarna séu einhverjir svikahrappar á ferð. Facebook virðist hins vegar vera ansi lélegt í að bregðast við þessu enda stjórnlaus miðill þannig séð,“ sagði Ólafur Jóhann þá og ljóst að þetta var ekki til þess fallið að kæta hans geð. Ari veit heldur ekki hvort hann á að hlæja eða gráta, en hann segir þetta vel að merkja í þriðja skipti sem svona scam-herferð fari í gang og hann notaður sem beita. „Sú fyrsta var 2019 og fjallaði um að ég hefði ljóstrað upp um leyndarmál í þættinum „Með Loga” og að bankarnir óttuðust að Eldjárn myndi kenna öllum að græða peninga. Best fannst mér þó lýsingin á mér: „Leikarinn, athafnamaðurinn og kraftakarlinn Ari Eldjárn,” segir Ari í svari til Stefáns. En samskonar„scam“ hafði áður gengið um Hafþór Júlíus. Hinn grínaktugi sagnfræðingur á ekki í vandræðum með að botna brandara skemmtikraftsins: „Ég þigg öll mín fjárfestingarráð frá þér og Hafþóri Júlíusi. Treysti hins vegar ekki glottinu á þessum rithöfundi hjá Sony.“
Samfélagsmiðlar Facebook Netglæpir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira