Ætlar að brúa bilið gegn þjálfaranum sem heillaði hann svo mikið Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2021 08:00 Phil Foden og félagar í Manchester City unnu 3-1 gegn Chelsea í deildarleik í janúar, skömmu áður en Thomas Tuchel tók við Chelsea af Frank Lampard. EPA-EFE/Andy Rain Þó að tuttugu stig skilji Manchester City og Chelsea að má búast við spennandi leik þegar liðin mætast í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley í dag. Thomas Tuchel segist snemma hafa hrifist mjög af Pep Guardiola en Tuchel, sem tók við Chelsea undir lok janúar, hefur aldrei tekist að stýra liði til sigurs gegn liði Guardiola. Tuchel hefur gert til þess fimm tilraunir, tvær með Mainz og þrjár með Dortmund, þegar Guardiola stýrði Bayern München. „Þegar hann [Guardiola] þjálfaði Barcelona þá hafði ég ekki haft tækifæri til að kynnast honum persónulega, en ég horfði á nánast alla leiki. Ég var mjög heillaður af því hvernig þeir náðu sínum árangri, hvernig leikstíll liðsins var, allir akademíustrákarnir og hvernig liðið hélt boltanum í sókn,“ sagði Tuchel. Getur gert út um vonir City um fernuna Þjóðverjinn viðurkennir fúslega að það sé bil á milli City og Chelsea, eins og stöðutaflan í ensku úrvalsdeildinni sýnir. Hann ætlar þó að gera sitt til að stöðva City sem á enn möguleika á að vinna fernuna á þessari leiktíð. City mætir Tottenham í úrslitaleik enska deildabikarsins 25. apríl, er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og með gott forskot á toppi úrvalsdeildarinnar. „Við verðum að viðurkenna að það er bil á milli okkar og Manchester City. Ef maður horfir á leiki liðanna í ensku úrvalsdeildinni í ár og síðustu ár þá verður maður að sætta sig við þessa staðreynd. En það er mikilvægt að við viðurkennum þetta án þess að verða litlir í okkur. Frá fyrsta degi á næstu leiktíð ætlum við að ráðast á þá. Við munum reyna allt til að brúa bilið á milli liðanna,“ sagði Tuchel. Agüero og Kovacic úr leik Manchester City verður án Sergio Agüero sem misst hefur af síðustu tveimur leikjum. Chelsea verður án króatíska miðjumannsins Mateo Kovacic sem meiddist í læri á æfingu, og Andreas Christensen er einnig meiddur. Chelsea á möguleika á að komast í úrslitaleik bikarsins í 15. sinn, og í fjórða sinn á síðustu fimm leiktíðum, en City freistar þess að komast í úrslitaleikinn í 12. sinn. City hefur aðeins tapað einum af síðustu tíu leikjum sínum á Wembley en það var í undanúrslitum bikarsins gegn ríkjandi meisturum Arsenal í fyrra. Leikur Man. City og Chelsea hefst kl. 16.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Í seinni undanúrslitaleiknum, á morgun kl. 17.30, mætast Leicester og Southampton, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Thomas Tuchel segist snemma hafa hrifist mjög af Pep Guardiola en Tuchel, sem tók við Chelsea undir lok janúar, hefur aldrei tekist að stýra liði til sigurs gegn liði Guardiola. Tuchel hefur gert til þess fimm tilraunir, tvær með Mainz og þrjár með Dortmund, þegar Guardiola stýrði Bayern München. „Þegar hann [Guardiola] þjálfaði Barcelona þá hafði ég ekki haft tækifæri til að kynnast honum persónulega, en ég horfði á nánast alla leiki. Ég var mjög heillaður af því hvernig þeir náðu sínum árangri, hvernig leikstíll liðsins var, allir akademíustrákarnir og hvernig liðið hélt boltanum í sókn,“ sagði Tuchel. Getur gert út um vonir City um fernuna Þjóðverjinn viðurkennir fúslega að það sé bil á milli City og Chelsea, eins og stöðutaflan í ensku úrvalsdeildinni sýnir. Hann ætlar þó að gera sitt til að stöðva City sem á enn möguleika á að vinna fernuna á þessari leiktíð. City mætir Tottenham í úrslitaleik enska deildabikarsins 25. apríl, er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og með gott forskot á toppi úrvalsdeildarinnar. „Við verðum að viðurkenna að það er bil á milli okkar og Manchester City. Ef maður horfir á leiki liðanna í ensku úrvalsdeildinni í ár og síðustu ár þá verður maður að sætta sig við þessa staðreynd. En það er mikilvægt að við viðurkennum þetta án þess að verða litlir í okkur. Frá fyrsta degi á næstu leiktíð ætlum við að ráðast á þá. Við munum reyna allt til að brúa bilið á milli liðanna,“ sagði Tuchel. Agüero og Kovacic úr leik Manchester City verður án Sergio Agüero sem misst hefur af síðustu tveimur leikjum. Chelsea verður án króatíska miðjumannsins Mateo Kovacic sem meiddist í læri á æfingu, og Andreas Christensen er einnig meiddur. Chelsea á möguleika á að komast í úrslitaleik bikarsins í 15. sinn, og í fjórða sinn á síðustu fimm leiktíðum, en City freistar þess að komast í úrslitaleikinn í 12. sinn. City hefur aðeins tapað einum af síðustu tíu leikjum sínum á Wembley en það var í undanúrslitum bikarsins gegn ríkjandi meisturum Arsenal í fyrra. Leikur Man. City og Chelsea hefst kl. 16.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Í seinni undanúrslitaleiknum, á morgun kl. 17.30, mætast Leicester og Southampton, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira