Skýtur föstum skotum á Íslensku tónlistarverðlaunin Snorri Másson skrifar 17. apríl 2021 14:00 Herra Hnetusmjör gaf út plötuna Erfingi krúnunnar í ár. Hún er ekki tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna, enda kærir listamaðurinn sig ekki um það. Hugmyndin: „Eltum pappír ekki styttur, því að blað vinnur stein,“ eins og segir í væntanlegu lagi rapparans. @herrahnetusmjor Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Flóra íslenskra tónlistarmanna er tilnefnd til verðlaunanna, en þar á meðal er ekki Herra Hnetusmjör, einn allra vinsælasti tónlistarmaður landsins. Þó sendi hann frá sér plötu og lag í ár og lagið var einn af útvarpssmellum ársins, Stjörnurnar. Að hann fái ekki eina einustu tilnefningu sætir því í fljótu bragði furðu en við nánari athugun er staðreyndin sú að rapparinn skráði sig ekki til þátttöku. Það var ekki vegna fjárskorts, skráningargjaldið er í mesta lagi 15.000 krónur og var meira að segja fellt niður í ár. Herra Hnetusmjör kýs einfaldlega að taka ekki þátt. Rapparinn, Árni Páll Árnason, lýsir ástæðunum í samtali við Skoðanabræður í þætti sem kom út í gær. Þar vandar hann aðstandendum tónlistarverðlaunanna ekki kveðjurnar, en iðulega er vísað til þeirra sem ÍSTÓN. Árni tók þátt á árum áður en segist hafa fengið sig fullsaddan af fyrirkomulagi verðlaunanna. Herra Hnetusmjör í Eldhúspartý FM957 árið 2019. Hann er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.Vísir/Daníel Þór „Það er alltaf eitthvað sem fyllir mælinn. Menn verða svolítið að líta í eigin barm þegar Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör og Huginn eru ekki á listanum. Sáuð þið þennan bullshit ass rappflokk í ár? Það voru þrjár plötur, af því að það voru bara þrír sem sendu inn. Restin er bara eitthvað „fokk þetta dót.” Þá eruð þið að gera eitthvað vitlaust,” segir Árni í viðtalinu. Fyrir rappplötu ársins eru tilnefnd sveitin CYBER fyrir plötuna VACATION, rapparatvíeykið JóiPé x Króli fyrir plötuna Í miðjum kjarnorkuvetri og rapparinn Logi Pedro fyrir plötu sína Undir bláu tungli. Kennarar að kjósa nemendur sína Herra Hnetusmjör segir helsta vanda ÍSTÓN að val á sigurvegurum fari ekki lýðræðislega fram. Það er í höndum dómnefndar, ólíkt Hlustendaverðlaununum, sem byggja á atkvæðagreiðslu. „Ég gekk svo langt í mínu podcasti að ég kallaði þetta fasista, af því að það er ekki lýðræðisleg kosning hjá ÍSTÓN. Eins og núna voru Hlustendaverðlaunin haldin um daginn. Ég var tilnefndur í nokkrum flokkum en vann ekki neitt og það bara meikaði sens, af því að Bríet átti bara sturlað ár,” segir rapparinn. Hann var á Hlustendaverðlaunum tilnefndur sem söngvari ársins og var þar í harðri samkeppni við Daða í Gagnamagninu, Ingó Veðurguð og Helga Björns. Daði Freyr vann. „Ég get ekki kvartað, af því að þjóðin kaus. Eins og ÍSTÓN gerir þetta er hins vegar bara einhver dómnefnd af gömlu fólki sem eru kennarar í FÍH og gefa nemendum sínum og fyrrum nemendum verðlaun og gáfu Emmsjé Gauta hérna fimmtán verðlaun árið 2017 til að róa þessa rappara. „Þið megið fá þetta núna og við heyrum í ykkur seinna.”” Herra Hnetusmjör heldur áfram: „Hlustendaverðlaunin eru með dómnefnd af útvarpsfólki, sem er strax mun skárra. Þetta er fólk sem er í þessari kreðsu og er í alvöru með „ear to the streets” eins mikið og útvarpið verður það. Allavega meira en kennarar í FÍH.” Rapparinn lætur þetta ekki trufla sig. „Ég segi í nýju lagi: „Eltum pappír ekki styttur, því að blað vinnur stein.” Einhver stytta er ekki að fara að gefa syni mínum að borða,” segir Herra. Opið umsóknarferli í dómnefndir Þess er að geta að í stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna eru fulltrúar frá Samtökum flytjenda og hljómplötuframleiðenda, frá STEF og frá tónlistarskólanum FÍH. Á vefsíðu verðlaunanna segir að dómnefndir verðlaunanna séu skipaðar af framkvæmdastjórn. Hver aðaldómnefnd er minnst skipuð fimm aðilum og „er reynt eftir bestu geta að gæta jafnræðis hvað aldur, kyn, störf og annað varðar.” Reglulega sé haldið opið umsóknarferli og auglýst um setu í dómnefndum og þær skipaðar í kjölfarið. Tónlist Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Þó sendi hann frá sér plötu og lag í ár og lagið var einn af útvarpssmellum ársins, Stjörnurnar. Að hann fái ekki eina einustu tilnefningu sætir því í fljótu bragði furðu en við nánari athugun er staðreyndin sú að rapparinn skráði sig ekki til þátttöku. Það var ekki vegna fjárskorts, skráningargjaldið er í mesta lagi 15.000 krónur og var meira að segja fellt niður í ár. Herra Hnetusmjör kýs einfaldlega að taka ekki þátt. Rapparinn, Árni Páll Árnason, lýsir ástæðunum í samtali við Skoðanabræður í þætti sem kom út í gær. Þar vandar hann aðstandendum tónlistarverðlaunanna ekki kveðjurnar, en iðulega er vísað til þeirra sem ÍSTÓN. Árni tók þátt á árum áður en segist hafa fengið sig fullsaddan af fyrirkomulagi verðlaunanna. Herra Hnetusmjör í Eldhúspartý FM957 árið 2019. Hann er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.Vísir/Daníel Þór „Það er alltaf eitthvað sem fyllir mælinn. Menn verða svolítið að líta í eigin barm þegar Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör og Huginn eru ekki á listanum. Sáuð þið þennan bullshit ass rappflokk í ár? Það voru þrjár plötur, af því að það voru bara þrír sem sendu inn. Restin er bara eitthvað „fokk þetta dót.” Þá eruð þið að gera eitthvað vitlaust,” segir Árni í viðtalinu. Fyrir rappplötu ársins eru tilnefnd sveitin CYBER fyrir plötuna VACATION, rapparatvíeykið JóiPé x Króli fyrir plötuna Í miðjum kjarnorkuvetri og rapparinn Logi Pedro fyrir plötu sína Undir bláu tungli. Kennarar að kjósa nemendur sína Herra Hnetusmjör segir helsta vanda ÍSTÓN að val á sigurvegurum fari ekki lýðræðislega fram. Það er í höndum dómnefndar, ólíkt Hlustendaverðlaununum, sem byggja á atkvæðagreiðslu. „Ég gekk svo langt í mínu podcasti að ég kallaði þetta fasista, af því að það er ekki lýðræðisleg kosning hjá ÍSTÓN. Eins og núna voru Hlustendaverðlaunin haldin um daginn. Ég var tilnefndur í nokkrum flokkum en vann ekki neitt og það bara meikaði sens, af því að Bríet átti bara sturlað ár,” segir rapparinn. Hann var á Hlustendaverðlaunum tilnefndur sem söngvari ársins og var þar í harðri samkeppni við Daða í Gagnamagninu, Ingó Veðurguð og Helga Björns. Daði Freyr vann. „Ég get ekki kvartað, af því að þjóðin kaus. Eins og ÍSTÓN gerir þetta er hins vegar bara einhver dómnefnd af gömlu fólki sem eru kennarar í FÍH og gefa nemendum sínum og fyrrum nemendum verðlaun og gáfu Emmsjé Gauta hérna fimmtán verðlaun árið 2017 til að róa þessa rappara. „Þið megið fá þetta núna og við heyrum í ykkur seinna.”” Herra Hnetusmjör heldur áfram: „Hlustendaverðlaunin eru með dómnefnd af útvarpsfólki, sem er strax mun skárra. Þetta er fólk sem er í þessari kreðsu og er í alvöru með „ear to the streets” eins mikið og útvarpið verður það. Allavega meira en kennarar í FÍH.” Rapparinn lætur þetta ekki trufla sig. „Ég segi í nýju lagi: „Eltum pappír ekki styttur, því að blað vinnur stein.” Einhver stytta er ekki að fara að gefa syni mínum að borða,” segir Herra. Opið umsóknarferli í dómnefndir Þess er að geta að í stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna eru fulltrúar frá Samtökum flytjenda og hljómplötuframleiðenda, frá STEF og frá tónlistarskólanum FÍH. Á vefsíðu verðlaunanna segir að dómnefndir verðlaunanna séu skipaðar af framkvæmdastjórn. Hver aðaldómnefnd er minnst skipuð fimm aðilum og „er reynt eftir bestu geta að gæta jafnræðis hvað aldur, kyn, störf og annað varðar.” Reglulega sé haldið opið umsóknarferli og auglýst um setu í dómnefndum og þær skipaðar í kjölfarið.
Tónlist Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira