Segir það ekki vera íþrótt ef það skiptir ekki máli hvort þú vinnir eða tapir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2021 13:00 Guardiola sagði sína skoðun á ofurdeildinni á blaðamannafundi í dag. EPA-EFE/Tibor Illyes Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hélt eldræðu varðandi ofurdeild Evrópu í knattspyrnu á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Hann segir það ekki vera íþrótt ef engu máli skiptir hvort þú vinnir eða tapir. Ræðu Pep má sjá í fréttinni. „Ég hef ekki allar upplýsingarnar, hef raunar ekki það miklar upplýsingar en ef þú spyrð mig af hverju þessi lið voru valin til að spila í þessari keppni þá get ég ekki svarað því þar sem ég veit ekki ástæðuna. Íþrótt, það er ekki íþrótt ef tengingin milli þess sem þú leggur á þig og þess sem þú uppskerð er ekki til. Það er einfaldlega ekki íþrótt,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi sínum og var augljóslega mikið niðri fyrir. Hann hélt áfram. „Það er ekki íþrótt ef árangurinn er þegar tryggður. Það er ekki íþrótt ef það skiptir engu máli hvort þú tapir. Þess vegna – eins og ég hef margoft sagt – vil ég að bestu keppnirnar séu eins sterkar og mögulegt er, enska úrvalsdeildin er dæmi um það. Það er ekki sanngjarnt þegar eitt lið berst og berst, kemst á toppinn en fær ekki þátttökurétt [í ofurdeild eða Meistaradeild] því það er búið að tryggja nokkrum liðum sæti þar.“ "It is not sport if the relationship between the effort and reward doesn't exist." "It is not sport if it doesn't matter if you lose"Pep Guardiola shares his thoughts on the European Super League pic.twitter.com/Qy7gJMYdUW— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 20, 2021 „Svona líður mér. Ég veit ekki hvað breytist og fólk segir að það verði fjögur eða fimm lið sem geti unnið sér inn þátttökurétt og þar með spilað í þessari keppni. En hvað gerist fyrir hin 14-15 liðin sem þurfa ekki að spila vel og fá samt alltaf að vera með [í ofurdeildinni]. Þetta er því ekki íþrótt, þetta er eitthvað annað,“ sagði Guardiola að endingu. Fótbolti Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36 Forseti FIFA fordæmir ofurdeildina og segir að liðin verði að axla ábyrgð Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur fordæmt ofurdeild Evrópu og sagt að FIFA sé alfarið á móti stofnun deildarinnar. Hann segir að það verði afleiðingar en hótaði þó ekki að leikmenn yrði setti í landsleikjabann. 20. apríl 2021 11:30 Segir ofurdeildina runna undan rifjum Real Madrid, Barcelona og bandarísku eigendanna Viðar Halldórsson, formaður FH, sem á sæti í stjórn ECA, Samtökum fótboltafélaga í Evrópu, segir að fréttirnar um stofnun ofurdeildarinnar hafi komið á óvart. Hann segir mjög líklegt að félögunum tólf sem stofnuðu ofurdeildina verði meinuð þátttaka í Meistaradeild Evrópu. 20. apríl 2021 11:02 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
„Ég hef ekki allar upplýsingarnar, hef raunar ekki það miklar upplýsingar en ef þú spyrð mig af hverju þessi lið voru valin til að spila í þessari keppni þá get ég ekki svarað því þar sem ég veit ekki ástæðuna. Íþrótt, það er ekki íþrótt ef tengingin milli þess sem þú leggur á þig og þess sem þú uppskerð er ekki til. Það er einfaldlega ekki íþrótt,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi sínum og var augljóslega mikið niðri fyrir. Hann hélt áfram. „Það er ekki íþrótt ef árangurinn er þegar tryggður. Það er ekki íþrótt ef það skiptir engu máli hvort þú tapir. Þess vegna – eins og ég hef margoft sagt – vil ég að bestu keppnirnar séu eins sterkar og mögulegt er, enska úrvalsdeildin er dæmi um það. Það er ekki sanngjarnt þegar eitt lið berst og berst, kemst á toppinn en fær ekki þátttökurétt [í ofurdeild eða Meistaradeild] því það er búið að tryggja nokkrum liðum sæti þar.“ "It is not sport if the relationship between the effort and reward doesn't exist." "It is not sport if it doesn't matter if you lose"Pep Guardiola shares his thoughts on the European Super League pic.twitter.com/Qy7gJMYdUW— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 20, 2021 „Svona líður mér. Ég veit ekki hvað breytist og fólk segir að það verði fjögur eða fimm lið sem geti unnið sér inn þátttökurétt og þar með spilað í þessari keppni. En hvað gerist fyrir hin 14-15 liðin sem þurfa ekki að spila vel og fá samt alltaf að vera með [í ofurdeildinni]. Þetta er því ekki íþrótt, þetta er eitthvað annað,“ sagði Guardiola að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36 Forseti FIFA fordæmir ofurdeildina og segir að liðin verði að axla ábyrgð Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur fordæmt ofurdeild Evrópu og sagt að FIFA sé alfarið á móti stofnun deildarinnar. Hann segir að það verði afleiðingar en hótaði þó ekki að leikmenn yrði setti í landsleikjabann. 20. apríl 2021 11:30 Segir ofurdeildina runna undan rifjum Real Madrid, Barcelona og bandarísku eigendanna Viðar Halldórsson, formaður FH, sem á sæti í stjórn ECA, Samtökum fótboltafélaga í Evrópu, segir að fréttirnar um stofnun ofurdeildarinnar hafi komið á óvart. Hann segir mjög líklegt að félögunum tólf sem stofnuðu ofurdeildina verði meinuð þátttaka í Meistaradeild Evrópu. 20. apríl 2021 11:02 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36
Forseti FIFA fordæmir ofurdeildina og segir að liðin verði að axla ábyrgð Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur fordæmt ofurdeild Evrópu og sagt að FIFA sé alfarið á móti stofnun deildarinnar. Hann segir að það verði afleiðingar en hótaði þó ekki að leikmenn yrði setti í landsleikjabann. 20. apríl 2021 11:30
Segir ofurdeildina runna undan rifjum Real Madrid, Barcelona og bandarísku eigendanna Viðar Halldórsson, formaður FH, sem á sæti í stjórn ECA, Samtökum fótboltafélaga í Evrópu, segir að fréttirnar um stofnun ofurdeildarinnar hafi komið á óvart. Hann segir mjög líklegt að félögunum tólf sem stofnuðu ofurdeildina verði meinuð þátttaka í Meistaradeild Evrópu. 20. apríl 2021 11:02