Land Rover Defender kjörinn best hannaði bíll ársins Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. apríl 2021 07:01 Land Rover Defender. Land Rover Defender var í vikunni kjörinn best hannaði bíll ársins 2021 (World Car Design of the Year 2021) á árlegri verðlaunahátíð World Car Awards í Toronto sem af sóttvarnarástæðum var send út í streymi á netinu. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Þetta er í sjötta sinn sem Jaguar Land Rover hlýtur fyrstu verðlaun fyrir fallega hönnun hjá World Car Awards og hefur enginn af helstu bílaframleiðendum heims hlotið verðlaunin jafn oft og Jaguar Land Rover. World Car Awards hafa verið veitt undanfarin sautján ár. Árið 2012 var Range Rover Evoque kjörinn fallegasti bíll ársins, Jaguar F-Type ári síðar, F-PACE árið 2017, Range Rover Velar árið 2018 og ári síðar Jaguar I-PACE. Nú var komið að Land Rover Defender sem 93 blaðamenn frá 28 löndum veittu hönnunarverðlaun ársins 2021. Við það tækifæri sagði Gerry McGovern yfirmaður skapandi hönnunar hjá Jaguar Land Rover að við þróun og hönnun Defender hefðu mörk mögulegrar verkfræði, tækni og hönnunar verið hugsuð til hins ítrasta án þess að tapa sjónum á megineinkennum í arfleifð Defender sem viðhaldið hafa vinsældum hans í áratugi. Góð viðbrögð viðskiptavina um allan heim og mikil eftirspurn eftir Defender bera vott um að vel hafi tekist til í hönnun þessa nýja þægilega og kraftmikla vinnuþjarks. Hægt er að horfa á útsendingu World Car Awards hér. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Þetta er í sjötta sinn sem Jaguar Land Rover hlýtur fyrstu verðlaun fyrir fallega hönnun hjá World Car Awards og hefur enginn af helstu bílaframleiðendum heims hlotið verðlaunin jafn oft og Jaguar Land Rover. World Car Awards hafa verið veitt undanfarin sautján ár. Árið 2012 var Range Rover Evoque kjörinn fallegasti bíll ársins, Jaguar F-Type ári síðar, F-PACE árið 2017, Range Rover Velar árið 2018 og ári síðar Jaguar I-PACE. Nú var komið að Land Rover Defender sem 93 blaðamenn frá 28 löndum veittu hönnunarverðlaun ársins 2021. Við það tækifæri sagði Gerry McGovern yfirmaður skapandi hönnunar hjá Jaguar Land Rover að við þróun og hönnun Defender hefðu mörk mögulegrar verkfræði, tækni og hönnunar verið hugsuð til hins ítrasta án þess að tapa sjónum á megineinkennum í arfleifð Defender sem viðhaldið hafa vinsældum hans í áratugi. Góð viðbrögð viðskiptavina um allan heim og mikil eftirspurn eftir Defender bera vott um að vel hafi tekist til í hönnun þessa nýja þægilega og kraftmikla vinnuþjarks. Hægt er að horfa á útsendingu World Car Awards hér.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent