Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2021 16:41 Marek Moszczynski, hinn ákærði í málinu, í dómsal í ásamt verjanda sínum og túlki í gær. Vísir/vilhelm Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að kveikt var í húsinu þann 25. júní. Þetta kom fram við aðalmeðferð í málinu nú síðdegis. Marek, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt í á þremur stöðum í húsinu 25. júní í fyrra. Þrír létust í brunanum. Marek neitar sök en hann er metin ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. Hann var viðstaddur aðalmeðferðina í dag líkt og í gær. Hann er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem handtóku hann fyrir utan rússneska stjórnarráðið um þrjátíu til fjörutíu mínútum eftir að eldurinn kom upp í húsinu. Fram kom við aðalmeðferðina í dag að Marek hefði sést kasta sólgleraugum, um fimm pörum, út um glugga á herbergi á húsinu að Bræðraborgarstíg skömmu fyrir brunann. Nokkrum mínútum síðar sást hann ganga upp Bræðraborgarstíginn með föt á bakinu - og nokkrum mínútum eftir það tóku vitni eftir því að reykur kom út um gluggann á herberginu. Annar lögreglumannanna sem handtók Marek við sendiráðið kom fyrir dóm í dag. Hann lýsti því að Marek hefði látið öllum illum látum við sendiráðið og meðal annars slegið lögreglumennina tvo með mottu. Þeir hefðu á endanum náð að yfirbuga hann og færa í járn. Fljótlega hefði komið í ljós tenging hans við Bræðraborgarstíg og hann vistaður í fangaklefa. Munirnir sem Marek hafði með sér hefðu verið á víð og dreif við sendiráðið, meðal annars fáni með Vladímír Pútín Rússlandsforseta og föt. Kolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari spurði lögreglumanninn þá hvort Marek hefði verið með kveikjara við handtökuna. Já, svaraði lögreglumaðurinn. Marek hefði haldið á kveikjara í öðrum lófanum þegar hann var settur í handjárn. Aðalmeðferðin hefur nú staðið yfir í tvo daga og áfram verða vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Þá verður málflutningur í málinu á föstudag. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Þetta kom fram við aðalmeðferð í málinu nú síðdegis. Marek, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt í á þremur stöðum í húsinu 25. júní í fyrra. Þrír létust í brunanum. Marek neitar sök en hann er metin ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. Hann var viðstaddur aðalmeðferðina í dag líkt og í gær. Hann er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem handtóku hann fyrir utan rússneska stjórnarráðið um þrjátíu til fjörutíu mínútum eftir að eldurinn kom upp í húsinu. Fram kom við aðalmeðferðina í dag að Marek hefði sést kasta sólgleraugum, um fimm pörum, út um glugga á herbergi á húsinu að Bræðraborgarstíg skömmu fyrir brunann. Nokkrum mínútum síðar sást hann ganga upp Bræðraborgarstíginn með föt á bakinu - og nokkrum mínútum eftir það tóku vitni eftir því að reykur kom út um gluggann á herberginu. Annar lögreglumannanna sem handtók Marek við sendiráðið kom fyrir dóm í dag. Hann lýsti því að Marek hefði látið öllum illum látum við sendiráðið og meðal annars slegið lögreglumennina tvo með mottu. Þeir hefðu á endanum náð að yfirbuga hann og færa í járn. Fljótlega hefði komið í ljós tenging hans við Bræðraborgarstíg og hann vistaður í fangaklefa. Munirnir sem Marek hafði með sér hefðu verið á víð og dreif við sendiráðið, meðal annars fáni með Vladímír Pútín Rússlandsforseta og föt. Kolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari spurði lögreglumanninn þá hvort Marek hefði verið með kveikjara við handtökuna. Já, svaraði lögreglumaðurinn. Marek hefði haldið á kveikjara í öðrum lófanum þegar hann var settur í handjárn. Aðalmeðferðin hefur nú staðið yfir í tvo daga og áfram verða vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Þá verður málflutningur í málinu á föstudag.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira