Grískur Evrópuþingmaður sviptur friðhelgi og handtekinn Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 17:44 Ioannis Lagos þegar dómur féll í máli Gullinnar dögunar í Grikklandi í október. Hann var ekki handtekinn þá þar sem hann naut friðhelgi sem Evrópuþingmaður. Þingið svipti hann henni í dag. Vísir/EPA Belgíska lögreglan handtók Ioannis Lagos, grískan Evrópuþingmann, sem var sakfelldur fyrir aðild að hægriöfgaflokknum Gullinni dögun í heimalandi sínu í dag. Lagos á yfir höfði sér þrettán ára fangelsisvist. Grískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að nýnasistahreyfingin Gullin dögun væru skipulögð glæpasamtök og sakfelldi sjö leiðtoga hennar. Flokkurinn hefur verið einn sá stærsti á gríska þinginu undanfarin ár en hann náði fyrst vinsældum í kjölfar efnahagskreppunnar 2008. Lagos var kosinn á Evrópuþingið fyrir hönd Gullinnar dögunar árið 2019 en sveik lit aðeins nokkrum vikum síðar og hefur setið á þinginu sem óháður þingmaður. Hann var ekki handtekinn í haust þar sem hann naut friðhelgi sem Evrópuþingmaður. Þeirri friðhelgi ákvað yfirgnæfandi meirihluti Evrópuþingmanna svipta hann í dag. Í kjölfarið var Lagos handtekinn í Belgíu. Breska ríkisútvarpið BBC segir ekki ljóst hvort að hann ætli sér að berjast gegn því að vera framseldur til Grikklands. Hann var allt annað en sáttur við handtökuna á Twitter. „Þjófarnir, guðleysingjarnir, andgrikkirnir eru að fara með mig í fangelsi,“ tísti Lagos. Sakamálarannsókn hófst á Gullinni dögun þegar stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, hiphop-tónlistarmann og andfasískan aðgerðasinna í Keratsini, vestur af Aþenu árið 2013. Lagos var þingmaður á gríska þinginu og foringi í Gullinni dögun í Píraeus, nærri þeim slóðum sem Fyssas var myrtur. Grikkland Evrópusambandið Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Sjá meira
Grískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að nýnasistahreyfingin Gullin dögun væru skipulögð glæpasamtök og sakfelldi sjö leiðtoga hennar. Flokkurinn hefur verið einn sá stærsti á gríska þinginu undanfarin ár en hann náði fyrst vinsældum í kjölfar efnahagskreppunnar 2008. Lagos var kosinn á Evrópuþingið fyrir hönd Gullinnar dögunar árið 2019 en sveik lit aðeins nokkrum vikum síðar og hefur setið á þinginu sem óháður þingmaður. Hann var ekki handtekinn í haust þar sem hann naut friðhelgi sem Evrópuþingmaður. Þeirri friðhelgi ákvað yfirgnæfandi meirihluti Evrópuþingmanna svipta hann í dag. Í kjölfarið var Lagos handtekinn í Belgíu. Breska ríkisútvarpið BBC segir ekki ljóst hvort að hann ætli sér að berjast gegn því að vera framseldur til Grikklands. Hann var allt annað en sáttur við handtökuna á Twitter. „Þjófarnir, guðleysingjarnir, andgrikkirnir eru að fara með mig í fangelsi,“ tísti Lagos. Sakamálarannsókn hófst á Gullinni dögun þegar stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, hiphop-tónlistarmann og andfasískan aðgerðasinna í Keratsini, vestur af Aþenu árið 2013. Lagos var þingmaður á gríska þinginu og foringi í Gullinni dögun í Píraeus, nærri þeim slóðum sem Fyssas var myrtur.
Grikkland Evrópusambandið Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Sjá meira