Mun hærri fjárhæðir í boði fyrir Valskonur og Blika Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2021 09:01 Breiðablik fer í Meistaradeild Evrópu sem ríkjandi Íslandsmeistari. vísir/hulda Íslandsmeistarar Breiðabliks og Valskonur verða á meðal þeirra sem freista þess að komast í nýja riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem hleypt verður af stokkunum í haust. Þar verða fleiri tugir milljóna króna í boði. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, greindi í gær frá því að stóraukið fé yrði í boði fyrir liðin í Meistaradeild kvenna frá og með næstu leiktíð. Hingað til hafa íslensk félög vissulega fengið greiðslur eftir því sem þau komast lengra í keppninni en þær upphæðir hafa rétt verið til að mæta ferðakostnaði. Í karlaboltanum skilar það íslenskum félögum tugum milljóna króna í kassann að komast í gegnum hvert stig forkeppni og því hafa Evrópusætin í Pepsi Max-deild karla, sem reyndar hefur fækkað úr fjórum í þrjú vegna lélegs árangurs síðustu ár, verið talin gulls ígildi. Fjórfalt hærri upphæð og hin íslensku félögin treysta á hjálp Breiðabliks og Vals Meistaradeild kvenna færist nú í sömu átt en UEFA segir að 24 milljónum evra, jafnvirði 3,6 milljarða króna, verði dreift til aðildarsambanda vegna keppninnar til að efla knattspyrnu kvenna. Það er fjórfalt hærri upphæð en sú sem útdeilt er vegna yfirstandandi leiktíðar. Breiðablik og Valur leika bæði í Meistaradeildinni í sumar vegna góðs árangurs íslenskra félagsliða á síðustu árum.vísir/hulda Af þessum 3,6 milljörðum króna eru 830 milljónir ætlaðar til að efla kvennastarf hjá félögum sem ekki eru með í Meistaradeildinni en spila með liðum úr keppninni í sinni landsdeild. Þetta mun því gagnast hinum átta liðunum í Pepsi Max-deildinni á Íslandi – ekki bara Breiðabliki og Val – en árangur Blika og Valskvenna ræður því hve hátt hlutfall af upphæðinni íslensk félög fá. Fá að lágmarki 60 milljónir fyrir að spila í riðlakeppninni Breiðablik og Valur þurfa að komast í gegnum tvö stig forkeppni, í ágúst og september, til að fá að leika í 16 liða riðlakeppninni sem svo tekur við í haust. Þar verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum, svipað og þekkist í Meistaradeild karla. Tvö efstu lið hvers riðils komast svo í átta liða úrslitakeppni. UEFA segir að lið sem leiki í riðlakeppninni fái að lágmarki 400.000 evrur hvert í sinn vasa, jafnvirði 60 milljóna króna. Sigurvegari keppninnar getur fengið allt að 210 milljónum króna í verðlaun. Þekkja það að vera á meðal 16 efstu í Evrópu Íslensk félagslið hafa á síðustu árum náð góðum árangri í Meistaradeildinni og það er ástæðan fyrir því að Ísland á nú tvö sæti í keppninni í stað eins. Valskonur rétt misstu reyndar af sæti í 32-liða úrslitum í fyrra eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City, en kórónuveirufaraldurinn hafði mikil áhrif á keppnina í fyrra sem og á leikform Valskvenna. Valskonur töpuðu með grátlegum hætti gegn Glasgow City í vetur. Þær fengu undanþágu frá samkomutakmörkunum til að spila leikinn.vísir/vilhelm Á síðasta „eðlilega“ tímabili, 2019-20, komust Blikar í 16-liða úrslit sem samkvæmt nýja fyrirkomulaginu myndi jafngilda því að leika í riðlakeppninni í október, nóvember og desember. Stjarnan komst einnig í 16-liða úrslit tímabilið 2017-18. Á árum áður, 2005-2008, komust Valur og Breiðablik ítrekað í 16- og jafnvel 8-liða úrslit en þá var fyrirkomulag keppninnar í raun nokkuð líkt því nýja sem nú tekur við því leikið var í fjórum riðlum í 16-liða úrslitum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, greindi í gær frá því að stóraukið fé yrði í boði fyrir liðin í Meistaradeild kvenna frá og með næstu leiktíð. Hingað til hafa íslensk félög vissulega fengið greiðslur eftir því sem þau komast lengra í keppninni en þær upphæðir hafa rétt verið til að mæta ferðakostnaði. Í karlaboltanum skilar það íslenskum félögum tugum milljóna króna í kassann að komast í gegnum hvert stig forkeppni og því hafa Evrópusætin í Pepsi Max-deild karla, sem reyndar hefur fækkað úr fjórum í þrjú vegna lélegs árangurs síðustu ár, verið talin gulls ígildi. Fjórfalt hærri upphæð og hin íslensku félögin treysta á hjálp Breiðabliks og Vals Meistaradeild kvenna færist nú í sömu átt en UEFA segir að 24 milljónum evra, jafnvirði 3,6 milljarða króna, verði dreift til aðildarsambanda vegna keppninnar til að efla knattspyrnu kvenna. Það er fjórfalt hærri upphæð en sú sem útdeilt er vegna yfirstandandi leiktíðar. Breiðablik og Valur leika bæði í Meistaradeildinni í sumar vegna góðs árangurs íslenskra félagsliða á síðustu árum.vísir/hulda Af þessum 3,6 milljörðum króna eru 830 milljónir ætlaðar til að efla kvennastarf hjá félögum sem ekki eru með í Meistaradeildinni en spila með liðum úr keppninni í sinni landsdeild. Þetta mun því gagnast hinum átta liðunum í Pepsi Max-deildinni á Íslandi – ekki bara Breiðabliki og Val – en árangur Blika og Valskvenna ræður því hve hátt hlutfall af upphæðinni íslensk félög fá. Fá að lágmarki 60 milljónir fyrir að spila í riðlakeppninni Breiðablik og Valur þurfa að komast í gegnum tvö stig forkeppni, í ágúst og september, til að fá að leika í 16 liða riðlakeppninni sem svo tekur við í haust. Þar verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum, svipað og þekkist í Meistaradeild karla. Tvö efstu lið hvers riðils komast svo í átta liða úrslitakeppni. UEFA segir að lið sem leiki í riðlakeppninni fái að lágmarki 400.000 evrur hvert í sinn vasa, jafnvirði 60 milljóna króna. Sigurvegari keppninnar getur fengið allt að 210 milljónum króna í verðlaun. Þekkja það að vera á meðal 16 efstu í Evrópu Íslensk félagslið hafa á síðustu árum náð góðum árangri í Meistaradeildinni og það er ástæðan fyrir því að Ísland á nú tvö sæti í keppninni í stað eins. Valskonur rétt misstu reyndar af sæti í 32-liða úrslitum í fyrra eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City, en kórónuveirufaraldurinn hafði mikil áhrif á keppnina í fyrra sem og á leikform Valskvenna. Valskonur töpuðu með grátlegum hætti gegn Glasgow City í vetur. Þær fengu undanþágu frá samkomutakmörkunum til að spila leikinn.vísir/vilhelm Á síðasta „eðlilega“ tímabili, 2019-20, komust Blikar í 16-liða úrslit sem samkvæmt nýja fyrirkomulaginu myndi jafngilda því að leika í riðlakeppninni í október, nóvember og desember. Stjarnan komst einnig í 16-liða úrslit tímabilið 2017-18. Á árum áður, 2005-2008, komust Valur og Breiðablik ítrekað í 16- og jafnvel 8-liða úrslit en þá var fyrirkomulag keppninnar í raun nokkuð líkt því nýja sem nú tekur við því leikið var í fjórum riðlum í 16-liða úrslitum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira