Íslandsmótið í skák: Blóðug barátta bræðra Björn Þorfinnsson skrifar 28. apríl 2021 13:00 Þeir bræður Bragi og Björn Þorfinnssynir tefldu lengstu skák dagsins og börðust þar til báðir áttu aðeins kóng eftir á borðinu. Ég get ekki sagt að ég hafi verið fullur tilhlökkunar að mæta að Braga bróður mínum á Íslandsmótinu Á milli okkar eru miklir kærleikar og ef ég hefði átt að setja upp Íslandsmót drauma minn hefðum við Bragi gert jafntefli innbyrðis, unnið allar hinar skákirnar og deilt efsta sætinu. Ég yrði svo krýndur Íslandsmeistari á grundvelli nýrrar reglu, stafrófsraðar! Fyrir skákina var staðan sú að möguleikar mínir á Íslandsmeistaratitli voru engir en með nokkrum sigrum væri þó von á góðu verðlaunasæti. Bragi gat hins vegar komist í bullandi titilbaráttu með því að leggja mig að velli. Ég vissi því að hann væri í vígahug og þegar sá gállinn er á Braga þá veit ég að hann vill fá upp flóknar og lifandi stöður. Ég ákvað því, þegar færi gafst, að tefla eins og kvíga og þvinga fram uppskipti á liði snemma skákar. Hugmyndin var að sú að einföldun stöðunnar myndi fara í taugarnar á Braga og láta hann ana út í einhverja vitleysu. Það er þó lítil reisn yfir baulandi birni. Fallegustu perlurnar faldar Herbragðið heppnaðist í raun fullkomlega. Bragi óð til atlögu en ég varðist fimlega og þvingaði fram stöðu þar sem besta leiðin fyrir Braga er að leika hróknum sínum fram og tilbaka, svokallaður þráleikur, sem myndi enda sem jafntefli. Ég vissi að þrjóturinn myndi aldrei sætta sig við skiptan hlut og því varð ég ekkert mjög móðgaður þegar Bragi valdi leið sem var mjög áhættusöm. Jafnvel bara áhlaup út í opinn dauðann. Það var enda ekki mikil innistæða fyrir móðgunargirninni því að í stað þess að finna leið sem gaf mér hartnær unnið tafl þá valdi ég aðra verri sem bauð bara uppá flækjur og þjáningar. Mér hefur alltaf fundist svo fallegt hvernig andstæðingarnir við skákborðið skapa saman listaverk á þessum köflótta striga. Það sem blasir við áhorfendum, skákin sjálf, er aðeins lítill hluti af miklu margbrotnara verki. Sé skyggnst undir yfirborðið er að finna frumskóg hugmynda og leikjaraða sem í mörgum tilvikum aðeins keppinautarnir tveir sjá. Fallegustu perlur skáksögunnar litu kannski aldrei ljós nema í hugum þeirra sem öttu kappi. Eitt slíkt augnablik átti sér stað í viðureign okkar bræðra í gær. Að baki var tæplega fjögurra tíma barátta og ég var orðinn lúinn að verjast stanslausum árásum. Í 37. leik lék Bragi leik sem við fyrstu sýn virtust vera mistök. Ég taldi mig eiga einfaldan drottningaleik sem að bjargaði málunum og gæti jafnvel snúið taflinu mér í vil. Ég treysti ekki bróður mínum betur en svo að ég taldi víst að einhver maðkur væri í mysunni. Hann hefði alltaf gert ráð fyrir hinu einfalda svari. Fljótlega blasti við mér hvurslags djöfullega gildru hann hafði lagt fyrir mig. Hún var eiginlega svo falleg og útsmogin að ég varð eiginlega meyr yfir snilligáfu bróður míns. Glöggir lesendur geta reynt að finna gildruna fallegu sem Bragi lagði fyrir bróður sinn Björn. 37. Db8-c8 var við fyrstu sýn einföld lausn á vandamálum stöðunnar en þá var Bragi með djöfullegt ráðabrugg uppi í erminni. Með skyndilegan yl í hjarta leit ég því upp og ætlaði að brosa við bróður mínum. Þá dauðbrá mér því í stað vinalegs andlits blasti við mér miskunnarlaus ásjóna ókunnugs stórmeistara. Manns sem í áratugi hafði fullkomnað þá list að knésetja veikari andstæðinga eins og mig. Næsti klukkutími fór í blóðuga baráttu fyrir lífi mínu. Ég fann lausnir, Bragi bjó til vandamál. Taflmennskan var ekki fullkomin enda var tíminn og þrekið af skornum skammti. Að endingu varð Bragi að sætta sig við að björninn yrði ekki unninn en þá aðeins þegar hann var búinn að þurfa að láta öll vopn af hendi. Aðeins tveir kóngar eftir á borðinu. Um leið og klukkan var stöðvuð breyttist stórmeistarinn miskunnarlausi í brosandi bróður minn. Jóhann engum líkur Jóhann Hjartarson setti titilvörn ríkjandi Íslandsmeistara, Guðmundar Kjartanssonar, í uppnám með því að leggja hann að velli í gær. Jóhann er gerður úr einhverju öðru efni en aðrir dauðlegir skákmenn því að margir hefðu átt erfitt með að líta framhjá glötuðum tækifærum síðustu umferða. Jóhann er hins vegar meiri maður en það og vann sannfærandi sigur. Þá fór Hjörvar Steinn langt með að brotlenda vonum ungstirnisins Vignis Vatnars um sigur á mótinu með því að hafa hann undir. Hjörvar fylgir því í humátt á eftir Jóhanni og á samkvæmt pappírunum aðeins léttara prógram eftir. Helgi Áss og Hannes Hlífar knésettu síðan neðstu mennina í mótinu, Sigurbjörn og Alexander, með sannfærandi hætti. Þessir keppnismenn eru ekki búnir að gefa titilinn upp á bátinn enn. Þeir mætast í næstu umferð innbyrðis og þá er ljóst að annar hvor mun detta úr lestinni. Viðureignir 7. Umferðar sem hefst kl.15.00: Sigurbjörn Björnsson – Jóhann Hjartarson Hannes Hlífar – Helgi Áss Hjörvar Steinn – Alexander Mai Björn Þorfinnsson – Vignir Vatnar Guðmundur Kjartansson – Bragi Þorfinnsson Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu og fá frekari upplýsingar um mótið á skák.is Skák Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Á milli okkar eru miklir kærleikar og ef ég hefði átt að setja upp Íslandsmót drauma minn hefðum við Bragi gert jafntefli innbyrðis, unnið allar hinar skákirnar og deilt efsta sætinu. Ég yrði svo krýndur Íslandsmeistari á grundvelli nýrrar reglu, stafrófsraðar! Fyrir skákina var staðan sú að möguleikar mínir á Íslandsmeistaratitli voru engir en með nokkrum sigrum væri þó von á góðu verðlaunasæti. Bragi gat hins vegar komist í bullandi titilbaráttu með því að leggja mig að velli. Ég vissi því að hann væri í vígahug og þegar sá gállinn er á Braga þá veit ég að hann vill fá upp flóknar og lifandi stöður. Ég ákvað því, þegar færi gafst, að tefla eins og kvíga og þvinga fram uppskipti á liði snemma skákar. Hugmyndin var að sú að einföldun stöðunnar myndi fara í taugarnar á Braga og láta hann ana út í einhverja vitleysu. Það er þó lítil reisn yfir baulandi birni. Fallegustu perlurnar faldar Herbragðið heppnaðist í raun fullkomlega. Bragi óð til atlögu en ég varðist fimlega og þvingaði fram stöðu þar sem besta leiðin fyrir Braga er að leika hróknum sínum fram og tilbaka, svokallaður þráleikur, sem myndi enda sem jafntefli. Ég vissi að þrjóturinn myndi aldrei sætta sig við skiptan hlut og því varð ég ekkert mjög móðgaður þegar Bragi valdi leið sem var mjög áhættusöm. Jafnvel bara áhlaup út í opinn dauðann. Það var enda ekki mikil innistæða fyrir móðgunargirninni því að í stað þess að finna leið sem gaf mér hartnær unnið tafl þá valdi ég aðra verri sem bauð bara uppá flækjur og þjáningar. Mér hefur alltaf fundist svo fallegt hvernig andstæðingarnir við skákborðið skapa saman listaverk á þessum köflótta striga. Það sem blasir við áhorfendum, skákin sjálf, er aðeins lítill hluti af miklu margbrotnara verki. Sé skyggnst undir yfirborðið er að finna frumskóg hugmynda og leikjaraða sem í mörgum tilvikum aðeins keppinautarnir tveir sjá. Fallegustu perlur skáksögunnar litu kannski aldrei ljós nema í hugum þeirra sem öttu kappi. Eitt slíkt augnablik átti sér stað í viðureign okkar bræðra í gær. Að baki var tæplega fjögurra tíma barátta og ég var orðinn lúinn að verjast stanslausum árásum. Í 37. leik lék Bragi leik sem við fyrstu sýn virtust vera mistök. Ég taldi mig eiga einfaldan drottningaleik sem að bjargaði málunum og gæti jafnvel snúið taflinu mér í vil. Ég treysti ekki bróður mínum betur en svo að ég taldi víst að einhver maðkur væri í mysunni. Hann hefði alltaf gert ráð fyrir hinu einfalda svari. Fljótlega blasti við mér hvurslags djöfullega gildru hann hafði lagt fyrir mig. Hún var eiginlega svo falleg og útsmogin að ég varð eiginlega meyr yfir snilligáfu bróður míns. Glöggir lesendur geta reynt að finna gildruna fallegu sem Bragi lagði fyrir bróður sinn Björn. 37. Db8-c8 var við fyrstu sýn einföld lausn á vandamálum stöðunnar en þá var Bragi með djöfullegt ráðabrugg uppi í erminni. Með skyndilegan yl í hjarta leit ég því upp og ætlaði að brosa við bróður mínum. Þá dauðbrá mér því í stað vinalegs andlits blasti við mér miskunnarlaus ásjóna ókunnugs stórmeistara. Manns sem í áratugi hafði fullkomnað þá list að knésetja veikari andstæðinga eins og mig. Næsti klukkutími fór í blóðuga baráttu fyrir lífi mínu. Ég fann lausnir, Bragi bjó til vandamál. Taflmennskan var ekki fullkomin enda var tíminn og þrekið af skornum skammti. Að endingu varð Bragi að sætta sig við að björninn yrði ekki unninn en þá aðeins þegar hann var búinn að þurfa að láta öll vopn af hendi. Aðeins tveir kóngar eftir á borðinu. Um leið og klukkan var stöðvuð breyttist stórmeistarinn miskunnarlausi í brosandi bróður minn. Jóhann engum líkur Jóhann Hjartarson setti titilvörn ríkjandi Íslandsmeistara, Guðmundar Kjartanssonar, í uppnám með því að leggja hann að velli í gær. Jóhann er gerður úr einhverju öðru efni en aðrir dauðlegir skákmenn því að margir hefðu átt erfitt með að líta framhjá glötuðum tækifærum síðustu umferða. Jóhann er hins vegar meiri maður en það og vann sannfærandi sigur. Þá fór Hjörvar Steinn langt með að brotlenda vonum ungstirnisins Vignis Vatnars um sigur á mótinu með því að hafa hann undir. Hjörvar fylgir því í humátt á eftir Jóhanni og á samkvæmt pappírunum aðeins léttara prógram eftir. Helgi Áss og Hannes Hlífar knésettu síðan neðstu mennina í mótinu, Sigurbjörn og Alexander, með sannfærandi hætti. Þessir keppnismenn eru ekki búnir að gefa titilinn upp á bátinn enn. Þeir mætast í næstu umferð innbyrðis og þá er ljóst að annar hvor mun detta úr lestinni. Viðureignir 7. Umferðar sem hefst kl.15.00: Sigurbjörn Björnsson – Jóhann Hjartarson Hannes Hlífar – Helgi Áss Hjörvar Steinn – Alexander Mai Björn Þorfinnsson – Vignir Vatnar Guðmundur Kjartansson – Bragi Þorfinnsson Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu og fá frekari upplýsingar um mótið á skák.is
Skák Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira