Veittu ekki viðunandi leiðbeiningar vegna heimsóknarbanns Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 19:10 Eiginmaður konunnar hefði getað kært ákvörðunina um að synja ósk hans um undanþágu til að heimsækja hana til heilbrigðisráðuneytisins en hann var ekki upplýstur um þann rétt sinn. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis og hjúkrunarheimili veittu manni sem óskaði eftir undanþágu til að geta heimsótt eiginkonu sína á hjúkrunarheimili þegar heimsóknarbann var við lýði vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra ekki viðunandi leiðbeiningar um rétt til að kæra ákvörðunina. Settur umboðsmaður Alþingis ritaði heilbrigðisráðherra bréf til að minna á leiðbeiningaskyldu stjórnvalda í kjölfar málsins. Maðurinn leitaði til embættis landlæknis eftir að hjúkrunarheimilið þar sem konan hans býr synjaði honum um undanþágu frá banninu til að fá að heimsækja hana í mars í fyrra. Embættið óskaði eftir skýringum frá heimilinu og að þeim fengnum taldi það ekki ástæðu til að gera athugasemd við afgreiðsluna, að því er kemur fram í áliti umboðsmanns. Vísaði maðurinn máli sínu til heilbrigðisráðuneytisins í janúar og gerði athugasemdir við vinnubrögð og niðurstöðu landlæknis. Ráðuneytið taldi ekki tilefni til að gera athugasemdir við afgreiðslu landlæknis vegna málsins. Í framhaldinu var lögð fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna meðferðar og afgreiðslu landlæknisembættisins á erindi mannsins um að hjúkrunarheimilið hefði synjað undanþágubeiðni hans. Umboðsmaður gerði ekki efnislegar athugasemdir við niðurstöðu embættisins eða ráðuneytisins í málinu. Aftur á móti gagnrýndi umboðsmaður að hjúkrunarheimilið, landlæknir og heilbrigðisráðuneytið hefðu átt að gera manninum ljóst fyrr að landlæknisembættið hefði ekki aðkomu að kæru vegna ákvörðun hjúkrunarheimilisins um að synja beiðni hans. Stjórnvöld hefðu ekki veitt manninum viðunandi leiðbeiningar um að hann gæti kært synjunina til ráðuneytisins. Minnti umboðsmaður á að erindi stjórnvalda til borgaranna skuli vera nægjanlega skýr til að þeir geti gert sér grein fyrir réttarstöðu sinni, ekki síst þegar teknar séu íþyngjandi stjórnvaldaákvarðanir. Skrifaðir Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur umboðsmaður Alþingis, heilbrigðisráðherra bréf þar sem hann beindi því til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið í huga framvegis. Umboðsmaður Alþingis Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Settur umboðsmaður Alþingis ritaði heilbrigðisráðherra bréf til að minna á leiðbeiningaskyldu stjórnvalda í kjölfar málsins. Maðurinn leitaði til embættis landlæknis eftir að hjúkrunarheimilið þar sem konan hans býr synjaði honum um undanþágu frá banninu til að fá að heimsækja hana í mars í fyrra. Embættið óskaði eftir skýringum frá heimilinu og að þeim fengnum taldi það ekki ástæðu til að gera athugasemd við afgreiðsluna, að því er kemur fram í áliti umboðsmanns. Vísaði maðurinn máli sínu til heilbrigðisráðuneytisins í janúar og gerði athugasemdir við vinnubrögð og niðurstöðu landlæknis. Ráðuneytið taldi ekki tilefni til að gera athugasemdir við afgreiðslu landlæknis vegna málsins. Í framhaldinu var lögð fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna meðferðar og afgreiðslu landlæknisembættisins á erindi mannsins um að hjúkrunarheimilið hefði synjað undanþágubeiðni hans. Umboðsmaður gerði ekki efnislegar athugasemdir við niðurstöðu embættisins eða ráðuneytisins í málinu. Aftur á móti gagnrýndi umboðsmaður að hjúkrunarheimilið, landlæknir og heilbrigðisráðuneytið hefðu átt að gera manninum ljóst fyrr að landlæknisembættið hefði ekki aðkomu að kæru vegna ákvörðun hjúkrunarheimilisins um að synja beiðni hans. Stjórnvöld hefðu ekki veitt manninum viðunandi leiðbeiningar um að hann gæti kært synjunina til ráðuneytisins. Minnti umboðsmaður á að erindi stjórnvalda til borgaranna skuli vera nægjanlega skýr til að þeir geti gert sér grein fyrir réttarstöðu sinni, ekki síst þegar teknar séu íþyngjandi stjórnvaldaákvarðanir. Skrifaðir Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur umboðsmaður Alþingis, heilbrigðisráðherra bréf þar sem hann beindi því til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið í huga framvegis.
Umboðsmaður Alþingis Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira