Stórsigur Man. Utd kom ensku deildinni aftur á toppinn eftir níu ára fjarveru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2021 09:31 Bruno Fernandes og Paul Pogba fagna hér einu af sex mörkum Manchester United á móti Roma á Old Trafford í gær. AP/Jon Super) Enska úrvalsdeildin er aftur að verða besta fótboltadeildin í Evrópu samkvæmt mælikvörðum Knattspyrnusambands Evrópu. Manchester United tryggði ensku úrvalsdeildinni toppsætið með 6-2 sigri á Roma á Old Trafford í gærkvöldi í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópudeildinni. ESPN segir frá þessu. La Liga á Spáni hefur setið í toppsætinu undanfarin níu ár en nú er ljóst að Spánverjar eru að fara missa efsta sætið til Englendinga. Það skiptir engu þótt að Real Madrid vinni Meistaradeildina og Villarreal vinni Evrópudeildina. Það er meira segja ágætur möguleiki á því að ensk lið mætir í úrslitaleik beggja keppna. CONFIRMED!The Premier League is now guaranteed to be No. 1 ranked league in Europe (UEFA coefficient) for the first time in 9 years, displacing La Liga from the top spot.https://t.co/6mcrwQcoJH— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) April 29, 2021 Enska úrvalsdeildin var síðast besta fótboltadeildin hjá UEFA frá 2007-08 til 2011-12. Ensku liðin hafa gert betur en þau spænsku á þremur af síðustu fimm tímabilum. Það er hætt við að munurinn aukist í framhaldinu því á næsta ári dettur út eitt besta tímabil spænsku deildarinnar og langversta tímabil ensku deildarinnar á síðustu árum. Þetta tímabil sem er nú í hangi er það besta hjá ensku liðunum í Evrópu enda eiga Englendingar fjögur af átta liðum í undanúrslitum Evrópukeppnanna tveggja. Knattspyrnusamband Evrópu er með sérstakt stigakerfi til að setja saman styrkleikaröð deildanna. Hver sigurleikur gefur landinu tvö stig og þá eru bónusstig fyrir að komast á ákveðið stig í keppnunum tveimur. Þetta stigakerfi er síðan notað til að ákveða fjölda Evrópusæti fyrir hvert land og er ástæðan fyrir að Ísland er að missa eitt Evrópusæti. Besta knattspyrnudeild Evrópu: (UEFA COEFFICIENT TABLE) 1. England 98.997 2. Spánn 97.425 3. Ítalía 75.153 4. Þýskaland 73.570 5. Frakkland 56.081 Enski boltinn Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Manchester United tryggði ensku úrvalsdeildinni toppsætið með 6-2 sigri á Roma á Old Trafford í gærkvöldi í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópudeildinni. ESPN segir frá þessu. La Liga á Spáni hefur setið í toppsætinu undanfarin níu ár en nú er ljóst að Spánverjar eru að fara missa efsta sætið til Englendinga. Það skiptir engu þótt að Real Madrid vinni Meistaradeildina og Villarreal vinni Evrópudeildina. Það er meira segja ágætur möguleiki á því að ensk lið mætir í úrslitaleik beggja keppna. CONFIRMED!The Premier League is now guaranteed to be No. 1 ranked league in Europe (UEFA coefficient) for the first time in 9 years, displacing La Liga from the top spot.https://t.co/6mcrwQcoJH— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) April 29, 2021 Enska úrvalsdeildin var síðast besta fótboltadeildin hjá UEFA frá 2007-08 til 2011-12. Ensku liðin hafa gert betur en þau spænsku á þremur af síðustu fimm tímabilum. Það er hætt við að munurinn aukist í framhaldinu því á næsta ári dettur út eitt besta tímabil spænsku deildarinnar og langversta tímabil ensku deildarinnar á síðustu árum. Þetta tímabil sem er nú í hangi er það besta hjá ensku liðunum í Evrópu enda eiga Englendingar fjögur af átta liðum í undanúrslitum Evrópukeppnanna tveggja. Knattspyrnusamband Evrópu er með sérstakt stigakerfi til að setja saman styrkleikaröð deildanna. Hver sigurleikur gefur landinu tvö stig og þá eru bónusstig fyrir að komast á ákveðið stig í keppnunum tveimur. Þetta stigakerfi er síðan notað til að ákveða fjölda Evrópusæti fyrir hvert land og er ástæðan fyrir að Ísland er að missa eitt Evrópusæti. Besta knattspyrnudeild Evrópu: (UEFA COEFFICIENT TABLE) 1. England 98.997 2. Spánn 97.425 3. Ítalía 75.153 4. Þýskaland 73.570 5. Frakkland 56.081
Besta knattspyrnudeild Evrópu: (UEFA COEFFICIENT TABLE) 1. England 98.997 2. Spánn 97.425 3. Ítalía 75.153 4. Þýskaland 73.570 5. Frakkland 56.081
Enski boltinn Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira