„Eftirtektarverð“ fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2021 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig sex prósentustigum á milli kannana hjá MMR. Vísir/Ragnar Stjórnmálafræðingur segir eftirtektarvert hversu miklu fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig frá því í byrjun mánaðar. Flokkurinn mældist síðast með sambærilegt fylgi við upphaf kórónuveirufaraldursins í fyrra. Þá virðist Sósíalistaflokkurinn kominn til að vera. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka á Alþingi með tuttugu og átta komma sjö prósent fylgi í nýrri könnun MMR. Flokkurinn bætir mjög við sig frá því í síðustu könnun, eða sex prósentustigum. Fylgi Samfylkingar dalar en flokkurinn mælist nú með rúmlega ellefu prósenta fylgi og þá minnkar fylgi Pírata um tæp fjögur prósentustig milli kannanna. Sósíalistaflokkurinn tekur fram úr Miðflokknum og nær samkvæmt könnuninni sex prósenta fylgi - og þar með manni inn. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi síðast mælst með svipað fylgi í upphafi kórónuveirufaraldursins. Það sé eftirtektarvert hversu mikið flokkurinn bæti við sig milli kannana. „Mögulega er einhver ánægja með hvernig Sjálfstæðislfokkurinn hefur verið að standa sig í þessum hremmingum öllum,“ segir Eva. „En það er eftirtektarvert hvað hann hækkar núna mikið í þessari könnun MMR miðað við síðustu könnun. En svo geta alltaf komið kannanir sem sýna ekki alveg réttu myndina enda eru kannanir þess eðlis. Til þess að sjá þróunina verður maður eiginlega að sjá næstu könnun til að sjá hvort þetta sé undantekningin eða ekki.“ Þá geti verið að Sjálfstæðisflokkurinn sæki aukið fylgi sitt til flokka á borð við Miðflokksins, hvers fylgi lækkar enn samkvæmt nýju könnuninni, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Sósíalistaflokkurinn sæki hins vegar sitt fylgi mögulega til óánægðra stuðningsmanna Vinstri grænna. „En hann er búinn að vera það lengi til staðar og það lengi með þetta í kringum fimm prósenta fylgi, þannig að þetta er flokkur sem virðist kominn til að vera.“ Alþingi Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka á Alþingi með tuttugu og átta komma sjö prósent fylgi í nýrri könnun MMR. Flokkurinn bætir mjög við sig frá því í síðustu könnun, eða sex prósentustigum. Fylgi Samfylkingar dalar en flokkurinn mælist nú með rúmlega ellefu prósenta fylgi og þá minnkar fylgi Pírata um tæp fjögur prósentustig milli kannanna. Sósíalistaflokkurinn tekur fram úr Miðflokknum og nær samkvæmt könnuninni sex prósenta fylgi - og þar með manni inn. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi síðast mælst með svipað fylgi í upphafi kórónuveirufaraldursins. Það sé eftirtektarvert hversu mikið flokkurinn bæti við sig milli kannana. „Mögulega er einhver ánægja með hvernig Sjálfstæðislfokkurinn hefur verið að standa sig í þessum hremmingum öllum,“ segir Eva. „En það er eftirtektarvert hvað hann hækkar núna mikið í þessari könnun MMR miðað við síðustu könnun. En svo geta alltaf komið kannanir sem sýna ekki alveg réttu myndina enda eru kannanir þess eðlis. Til þess að sjá þróunina verður maður eiginlega að sjá næstu könnun til að sjá hvort þetta sé undantekningin eða ekki.“ Þá geti verið að Sjálfstæðisflokkurinn sæki aukið fylgi sitt til flokka á borð við Miðflokksins, hvers fylgi lækkar enn samkvæmt nýju könnuninni, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Sósíalistaflokkurinn sæki hins vegar sitt fylgi mögulega til óánægðra stuðningsmanna Vinstri grænna. „En hann er búinn að vera það lengi til staðar og það lengi með þetta í kringum fimm prósenta fylgi, þannig að þetta er flokkur sem virðist kominn til að vera.“
Alþingi Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira