177 manns stukku í sjóinn fyrir Svenna Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2021 18:27 Skömmu fyrir upphafsstökkið. Frá vinstri: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra, Pétur Magnússon úr árgangi '71, Sigrún Guðný Pétursdóttir, formaður Björgunarfélags Akraness, dætur Sveinbjörs og Guðný Ósk Stefánsdóttir, eiginkona hans, Sveinbjörn sjálfur, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness og Hallgrímur Ólafsson leikari. Aðsend 177 manns stukku í sjóinn við Akraneshöfn í blíðskaparveðri í dag til að safna fyrir sérstöku rafhjóli fyrir Sveinbjörn Reyr Hjaltason sem lenti í alvarlegu mótorkrossslysi. Skagamennirnir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness og Hallgrímur Ólafsson leikari voru meðal þeirra sem tóku stökkið á smábátasvæðinu á Akranesi. Var sá yngsti einungis fimm ára gamall en skorað var á einstaklinga, hópa, félagasamtök og fyrirtæki til að heita á fólk sem stökk í sjóinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá '71 árganginum á Akranesi sem stóð fyrir viðburðinum til að styðja við jafnaldra sinn og félaga. Fullyrða skipuleggjendur að með þessu hafi jafnvel verið sett óformlegt Íslandsmet í bryggjustökki. Vinir Sveinbjörns í árgangi '71 voru kampakátir áður en þeir stukku í sjóinnAðsend Lamaðist fyrir neðan brjóstkassa Sveinbjörn Reyr slasaðist í mótorkrossbrautinni við Akranes fyrir rúmu ári og brotnaði sjötti hryggjarliðurinn í slysinu. Hann er nú lamaður fyrir neðan brjóstkassa og er markmiðið með söfnuninni að safna fyrir áðurnefndu hjóli sem kostar um þrjár milljónir króna. Skagafréttir greina frá því að söfnunin hafi gengið gríðarlega vel og að allar líkur séu á því að markmiðinu verði náð á allra næstu dögum. Þórdís Kolbrún ráðherra tók fyrsta stökkið í dag en á meðal þeirra sem fylgdu á eftir voru útvarpsmaðurinn Óli Palli, Gísli Einarsson sjónvarpsmaður, Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og nokkrir bæjarfulltrúar Akraness. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikning átaksins. Reikningsnúmerið er 552-26-3071 og kennitala 540710-0150. Akranes Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Skagamennirnir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness og Hallgrímur Ólafsson leikari voru meðal þeirra sem tóku stökkið á smábátasvæðinu á Akranesi. Var sá yngsti einungis fimm ára gamall en skorað var á einstaklinga, hópa, félagasamtök og fyrirtæki til að heita á fólk sem stökk í sjóinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá '71 árganginum á Akranesi sem stóð fyrir viðburðinum til að styðja við jafnaldra sinn og félaga. Fullyrða skipuleggjendur að með þessu hafi jafnvel verið sett óformlegt Íslandsmet í bryggjustökki. Vinir Sveinbjörns í árgangi '71 voru kampakátir áður en þeir stukku í sjóinnAðsend Lamaðist fyrir neðan brjóstkassa Sveinbjörn Reyr slasaðist í mótorkrossbrautinni við Akranes fyrir rúmu ári og brotnaði sjötti hryggjarliðurinn í slysinu. Hann er nú lamaður fyrir neðan brjóstkassa og er markmiðið með söfnuninni að safna fyrir áðurnefndu hjóli sem kostar um þrjár milljónir króna. Skagafréttir greina frá því að söfnunin hafi gengið gríðarlega vel og að allar líkur séu á því að markmiðinu verði náð á allra næstu dögum. Þórdís Kolbrún ráðherra tók fyrsta stökkið í dag en á meðal þeirra sem fylgdu á eftir voru útvarpsmaðurinn Óli Palli, Gísli Einarsson sjónvarpsmaður, Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og nokkrir bæjarfulltrúar Akraness. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikning átaksins. Reikningsnúmerið er 552-26-3071 og kennitala 540710-0150.
Akranes Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira