126 konur á leið upp Kvennadalshnjúk Eiður Þór Árnason skrifar 2. maí 2021 00:02 Talið er að gangan muni taka fjórtán til sextán klukkustundir. Aðsend 126 konur lögðu af stað í göngu upp á Hvannadalshnjúk á Öræfajökli klukkan 23 í kvöld til styrktar nýrri krabbameinsdeild á Landspítalanum. Gerir hópurinn ráð fyrir að fyrstu konurnar muni toppa Kvennadalshnjúkinn, eins og þær kjósa að kalla hann, um sjöleytið í fyrramálið. Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir eru leiðangursstjórar göngunnar en hópurinn skiptist niður á átján línur og er hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum en uppistaðan í honum er útivistarhópur sem kallar sig Snjódrífurnar. Hluti af vöskum hópi göngukvenna. aðsend Að sögn Mbl.is eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, meðal þeirra sem eru með í för. Hópurinn er nú lagður af stað í fjórtán til sextán tíma göngu til að safna fyrir krabbameinsdeildinni og hvetur fólk til að styðja við söfnunina. Snjódrífurnar vöktu athygli þegar þær lögðu í 150 kílómetra ferðalag yfir Vatnajökul í fyrra til að styðja Styrktarfélagið Líf og Kraft, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Líkt og þá gengur hópurinn undir formerkjum félagasamtakanna og kalla hana Lífskraftsgöngu. Með söfnuninni vilja Snjódrífurnar halda áfram að styðja við skjólstæðinga félaganna tveggja. Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Vatnajökulsþjóðgarður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Gerir hópurinn ráð fyrir að fyrstu konurnar muni toppa Kvennadalshnjúkinn, eins og þær kjósa að kalla hann, um sjöleytið í fyrramálið. Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir eru leiðangursstjórar göngunnar en hópurinn skiptist niður á átján línur og er hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum en uppistaðan í honum er útivistarhópur sem kallar sig Snjódrífurnar. Hluti af vöskum hópi göngukvenna. aðsend Að sögn Mbl.is eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, meðal þeirra sem eru með í för. Hópurinn er nú lagður af stað í fjórtán til sextán tíma göngu til að safna fyrir krabbameinsdeildinni og hvetur fólk til að styðja við söfnunina. Snjódrífurnar vöktu athygli þegar þær lögðu í 150 kílómetra ferðalag yfir Vatnajökul í fyrra til að styðja Styrktarfélagið Líf og Kraft, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Líkt og þá gengur hópurinn undir formerkjum félagasamtakanna og kalla hana Lífskraftsgöngu. Með söfnuninni vilja Snjódrífurnar halda áfram að styðja við skjólstæðinga félaganna tveggja. Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.
Vatnajökulsþjóðgarður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira