„Arnór er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati" Smári Jökull Jónsson skrifar 2. maí 2021 21:57 Rúnar Kristinsson sparaði ekki stóru orðin um Arnór Svein. Vísir/Vilhelm Rúnar Kristinsson þjálfari KR var hæstánægður með sitt lið eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu. „Við byrjuðum leikinn ofboðslega vel og pressuðum Blikana ofarlega á vellinum. Við reyndum að koma þeim í vandræði og það heppnaðist nokkuð vel. Þegar þeir þurftu að senda langa sendingu fram vorum við svo sterkari þar líka og fengum tvö mörk tiltölulega snemma," sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leik. KR var komið í 2-0 eftir fimmtán mínútna leik og það gaf þeim augljóslega mikið sjálfstraust. „Ég held að þetta hafi verið högg fyrir þá, vitandi að þeir töpuðu tvisvar fyrir okkur hér á Kópavogsvelli í fyrra. Við náðum yfirhöndinni með því að skora svona snemma og það lagði grunninn að okkar sigri." KR vann Breiðablik þrisvar á síðasta tímabili, báða leikina í deildinni ásamt því að leggja þá að velli í bikarkeppninni. „Okkur hefur gengið vel hér á Kópavogsvelli. Það er gaman að spila við Breiðablik, þeir eru með öðruvísi lið en flest önnur í deildinni og það er gaman að eiga við þá. Það er erfitt því þeir gera sína hluti ofboðslega vel. Við erum mjög sáttir að stoppa það sem þeir eru góðir í og ná sigri." Blikum gekk illa að finna opnanir á vörn KR, þeir fengu ekki mörg galpin færi og Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Grétar Snær Gunnarsson áttu fínan leik í miðri vörninni. „Arnór Sveinn er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati, það hefur bara enginn fattað það nema ég. Hann er búinn að skóla Finn Tómas til og nú er hann kominn með Grétar Snæ sér við hlið. Grétar er búinn að vaxa og vaxa, hann átti frábæran leik í dag og ég ætla að vona að hann sé maður til að standa undir því að vera jafn góður í næstu leikjum." „Grétar stóðst prófið í dag gríðarlega vel. Hann hefur ekki fengið mörg stór próf hjá okkur, það er búið að vera Covid og æfingar stöðvuðust. Við spiluðum við Val en síðan við lið þar sem við vorum mikið með boltann og að sækja. Við áttum eftir að sjá meira af hans varnartöktum og hann stendur þetta allt af sér." Margir búast við spennandi Íslandsmóti og Rúnar býst við Blikum í þeirri baráttu. „Með réttu hafa margir spáð þeim Íslandsmeistaratitli. Ef maður horfir á hópinn, getuna og svo er þetta annað árið hjá Óskari sem er góður þjálfari þá geta þeir gert tilkall til þess að vinna. Líkt og til dæmis Valur og FH sem eru með stærri hópa en við," sagði Rúnar og sagði að KR væri að reyna að stækka hópinn. „Við þurfum aðeins meiri breidd og aðeins fleiri möguleika. Það er ekkert fast á borði. Við erum með Aron Bjarka, Grétar og Arnór sem miðverði og þeir hafa aðeins verið í vandræðum með meiðsli og það má lítið út af bregða. Við erum að skoða miðverði, miðjumann og líka framherja. „Við höfum eingöngu skoðað erlendis, ég tek ekki hvern sem er. Ég skoða vel og lengi og á erfitt með að taka ákvörðun. Vonandi skilar þolinmæðin því að við fáum góðan leikmann í næstu viku." Breiðablik KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn ofboðslega vel og pressuðum Blikana ofarlega á vellinum. Við reyndum að koma þeim í vandræði og það heppnaðist nokkuð vel. Þegar þeir þurftu að senda langa sendingu fram vorum við svo sterkari þar líka og fengum tvö mörk tiltölulega snemma," sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leik. KR var komið í 2-0 eftir fimmtán mínútna leik og það gaf þeim augljóslega mikið sjálfstraust. „Ég held að þetta hafi verið högg fyrir þá, vitandi að þeir töpuðu tvisvar fyrir okkur hér á Kópavogsvelli í fyrra. Við náðum yfirhöndinni með því að skora svona snemma og það lagði grunninn að okkar sigri." KR vann Breiðablik þrisvar á síðasta tímabili, báða leikina í deildinni ásamt því að leggja þá að velli í bikarkeppninni. „Okkur hefur gengið vel hér á Kópavogsvelli. Það er gaman að spila við Breiðablik, þeir eru með öðruvísi lið en flest önnur í deildinni og það er gaman að eiga við þá. Það er erfitt því þeir gera sína hluti ofboðslega vel. Við erum mjög sáttir að stoppa það sem þeir eru góðir í og ná sigri." Blikum gekk illa að finna opnanir á vörn KR, þeir fengu ekki mörg galpin færi og Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Grétar Snær Gunnarsson áttu fínan leik í miðri vörninni. „Arnór Sveinn er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati, það hefur bara enginn fattað það nema ég. Hann er búinn að skóla Finn Tómas til og nú er hann kominn með Grétar Snæ sér við hlið. Grétar er búinn að vaxa og vaxa, hann átti frábæran leik í dag og ég ætla að vona að hann sé maður til að standa undir því að vera jafn góður í næstu leikjum." „Grétar stóðst prófið í dag gríðarlega vel. Hann hefur ekki fengið mörg stór próf hjá okkur, það er búið að vera Covid og æfingar stöðvuðust. Við spiluðum við Val en síðan við lið þar sem við vorum mikið með boltann og að sækja. Við áttum eftir að sjá meira af hans varnartöktum og hann stendur þetta allt af sér." Margir búast við spennandi Íslandsmóti og Rúnar býst við Blikum í þeirri baráttu. „Með réttu hafa margir spáð þeim Íslandsmeistaratitli. Ef maður horfir á hópinn, getuna og svo er þetta annað árið hjá Óskari sem er góður þjálfari þá geta þeir gert tilkall til þess að vinna. Líkt og til dæmis Valur og FH sem eru með stærri hópa en við," sagði Rúnar og sagði að KR væri að reyna að stækka hópinn. „Við þurfum aðeins meiri breidd og aðeins fleiri möguleika. Það er ekkert fast á borði. Við erum með Aron Bjarka, Grétar og Arnór sem miðverði og þeir hafa aðeins verið í vandræðum með meiðsli og það má lítið út af bregða. Við erum að skoða miðverði, miðjumann og líka framherja. „Við höfum eingöngu skoðað erlendis, ég tek ekki hvern sem er. Ég skoða vel og lengi og á erfitt með að taka ákvörðun. Vonandi skilar þolinmæðin því að við fáum góðan leikmann í næstu viku."
Breiðablik KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira