Krónan ákveðin blessun í krísunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. maí 2021 14:46 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/Vilhelm Sérstök umræða um efnahagsmál fór fram á Alþingi í dag að beiðni Jón Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar. Tekist var á um íslensku krónuna. Jón Steindór fór yfir stöðu efnahagsmála og vísaði til þess að í lok síðasta mánaðar hafi ríflega 25 þúsund manns verið atvinnulausir eða í minnkuðu starfshlutfalli. „Á sama tíma og þjóðin glímir við þetta mikla atvinnuleysi hækkar verðbólgan og hefur ekki verið hærri í rúm átta ár,“ sagði Jón og vísaði einnig til þess að skuldir ríkissjóðs hafi aukist verulega. „Gengisbreytingar einar leiddu á síðasta ári til aukningar upp á 45 milljarða króna. Lánin sem ríkisstjórnin hefur síðan tekið í erlendri mynt ýta undir þessa áhættu ríkissjóðs. Í verstu sviðsmyndinni mun þetta óhjákvæmilega bitna bæði á þjónustu við almenning og ráðstöfunarfé heimilanna.“ Hann sagði krónuna og gengissveiflur tengdar henni vandamálið. Hún vinni gegn markmiði um sjálfbæran hagvöxt byggðum á fjölbreyttum stoðum, nýsköpun og útflutningsgreinum. „Vextir á evrusvæðinu og í þeim ríkjum sem hafa tengt gjaldmiðil sinn við gengi evru eru langtum lægri en á Íslandi. Þetta þýðir meðal annars að íslenskur almenningur greiðir hærra verð fyrir lán sín. Fyrirtæki þurfa að standa straum af auknum kostnaði og ríkissjóður tekur ítrekaða áhættu með erlendri lántöku,“ sagði Jón. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagðist telja að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi vaxið á liðnum árum. Það hafi meðal annars skapað svigrúm fyrir lága vexti hér á landi. „Og svo má auðvitað spyrja: Hvernig ætli okkur hefði gengið að fara í gegnum þessa krísu sem við erum að fara í gegnum núna með gjaldmiðil sem væri ekki að endurspegla það áfall sem við urðum fyrir?“ spurði Bjarni og vísaði til þess að áfallið hér væri hlutfallslega mest í ferðaþjónustunni. „Það hefði ekkert litið öðruvísi út en við þekkjum annars staðar frá; það hefði verið stóraukið atvinnuleysi,“ sagði Bjarni. „Þá er enginn valkostur að sjá gjaldmiðilinn gefa aðeins eftir, sem er hans hlutverk við þær aðstæður og það er ákveðin blessun í því efni að hafa krónuna.“ Hann sagði einkennilegt að standa í miðri umræðu um nýjan gjaldmiðil á sama tíma og vextir séu í sögulegu lágmarki. Myndin sýnir þróun ársverðbólgu, þ.e. tólf mánaða breytingu vísitölu neysluverðs, ásamt verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5%. Verðbólga hefur farið vaxandi frá því í byrjun árs 2020. Hún er í dag 4,6%.Seðlabankinn „Það er vissulega ákveðið áhyggjuefni að verðbólga sé núna í fjórum prósentum en það er engin óðaverðbólga á Íslandi og markaðirnir eru ekki að gera ráð fyrir neinni óðaverðbólgu. Þannig að okkur hefur farnast vel og við höfum tæki og tól til að bregðast við aðstæðum,“ sagði Bjarni. „Það er ekkert sem kemur okkur undan því að glíma við heimsfaraldur. En ef við höfum trú á framtíðinni og trú á þeim tækjum og tólum sem við höfum og beitum þeim rétt þá mun okkur áfram farnast vel.“ Alþingi Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Jón Steindór fór yfir stöðu efnahagsmála og vísaði til þess að í lok síðasta mánaðar hafi ríflega 25 þúsund manns verið atvinnulausir eða í minnkuðu starfshlutfalli. „Á sama tíma og þjóðin glímir við þetta mikla atvinnuleysi hækkar verðbólgan og hefur ekki verið hærri í rúm átta ár,“ sagði Jón og vísaði einnig til þess að skuldir ríkissjóðs hafi aukist verulega. „Gengisbreytingar einar leiddu á síðasta ári til aukningar upp á 45 milljarða króna. Lánin sem ríkisstjórnin hefur síðan tekið í erlendri mynt ýta undir þessa áhættu ríkissjóðs. Í verstu sviðsmyndinni mun þetta óhjákvæmilega bitna bæði á þjónustu við almenning og ráðstöfunarfé heimilanna.“ Hann sagði krónuna og gengissveiflur tengdar henni vandamálið. Hún vinni gegn markmiði um sjálfbæran hagvöxt byggðum á fjölbreyttum stoðum, nýsköpun og útflutningsgreinum. „Vextir á evrusvæðinu og í þeim ríkjum sem hafa tengt gjaldmiðil sinn við gengi evru eru langtum lægri en á Íslandi. Þetta þýðir meðal annars að íslenskur almenningur greiðir hærra verð fyrir lán sín. Fyrirtæki þurfa að standa straum af auknum kostnaði og ríkissjóður tekur ítrekaða áhættu með erlendri lántöku,“ sagði Jón. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagðist telja að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi vaxið á liðnum árum. Það hafi meðal annars skapað svigrúm fyrir lága vexti hér á landi. „Og svo má auðvitað spyrja: Hvernig ætli okkur hefði gengið að fara í gegnum þessa krísu sem við erum að fara í gegnum núna með gjaldmiðil sem væri ekki að endurspegla það áfall sem við urðum fyrir?“ spurði Bjarni og vísaði til þess að áfallið hér væri hlutfallslega mest í ferðaþjónustunni. „Það hefði ekkert litið öðruvísi út en við þekkjum annars staðar frá; það hefði verið stóraukið atvinnuleysi,“ sagði Bjarni. „Þá er enginn valkostur að sjá gjaldmiðilinn gefa aðeins eftir, sem er hans hlutverk við þær aðstæður og það er ákveðin blessun í því efni að hafa krónuna.“ Hann sagði einkennilegt að standa í miðri umræðu um nýjan gjaldmiðil á sama tíma og vextir séu í sögulegu lágmarki. Myndin sýnir þróun ársverðbólgu, þ.e. tólf mánaða breytingu vísitölu neysluverðs, ásamt verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5%. Verðbólga hefur farið vaxandi frá því í byrjun árs 2020. Hún er í dag 4,6%.Seðlabankinn „Það er vissulega ákveðið áhyggjuefni að verðbólga sé núna í fjórum prósentum en það er engin óðaverðbólga á Íslandi og markaðirnir eru ekki að gera ráð fyrir neinni óðaverðbólgu. Þannig að okkur hefur farnast vel og við höfum tæki og tól til að bregðast við aðstæðum,“ sagði Bjarni. „Það er ekkert sem kemur okkur undan því að glíma við heimsfaraldur. En ef við höfum trú á framtíðinni og trú á þeim tækjum og tólum sem við höfum og beitum þeim rétt þá mun okkur áfram farnast vel.“
Alþingi Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira