„Allir að tala um að krossbandið væri slitið og ég var ótrúlega stressuð“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2021 11:01 Sveindís Jane Jónsdóttir missir væntanlega af vináttulandsleikjum í júní en undankeppni HM hefst ekki fyrr en í september. Getty/Matteo Ciambelli „Allir sem sáu vídjóið virtust vissir um að krossbandið hefði slitnað og það sögðu líka læknar hérna í Svíþjóð. Þetta leit því ekki vel út fyrir mig,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem verður frá keppni vegna meiðsla næstu sex vikurnar. Hin 19 ára gamla Sveindís hafði átt draumabyrjun í atvinnumennsku með liði Kristianstad nú í apríl – greinilega tilbúin til að taka sænsku úrvalsdeildina með trompi. Aftonbladet sagði að hún yrði hreinlega fljótt of góð fyrir deildina og hún var valin besti leikmaður síðasta mánaðar í deildinni. Á föstudagskvöld, í fyrri hálfleik í leik við Växjö á útivelli, virtist draumurinn hins vegar hafa breyst í martröð. Sveindís meiddist í hné og var borin af velli. Sif Atladóttir, liðsfélagi hennar, sat með henni inni í klefanum og hughreysti hana, á meðan að leikurinn hélt áfram, og ekkert benti til þess að aðeins væri um beinmar að ræða en ekki krossbandsslit: „Ég fann rosalega til í hnénu við að lenda í þessu og vissi ekkert hvað hefði komið fyrir. Síðan fóru allir að tala um að krossbandið væri slitið og ég var ótrúlega stressuð. Ég var því meira stressuð en að mér væri illt,“ segir Sveindís í samtali við Vísi. Klippa: Sveindís Jane meiddist Myndband af því þegar hún meiddist má sjá hér að ofan. Sveindís meiddist á föstudag en fékk ekki að vita fyrr en á mánudag að meiðslin væru ekki næstum því eins alvarleg og útlit var fyrir. Ef krossband hefði slitnað hefði Sveindís ekki spilað meiri fótbolta á þessu ári en hún ætti að geta snúið til baka á völlinn um miðjan júní. Læknirinn skildi ekki hvernig krossbönd héldust óslitin „Allir sem sáu vídjóið virtust vissir um að krossbandið hefði slitnað og það sögðu líka læknar hérna í Svíþjóð þegar þeir sáu atvikið. Þetta leit því ekki vel út fyrir mig. Ég var orðin ótrúlega svekkt með að missa af undankeppni HM með landsliðinu [sem hefst í september] og Meistaradeildinni með Kristianstad – ég var bara komin þangað í huganum. Þess vegna var alveg geggjað að heyra að þetta væri ekki krossbandið,“ segir Sveindís. Sveindís Jane Jónsdóttir hefur slegið í gegn í appelsínugulu treyju Kristianstad.Instagram/@kristianstadsdff Læknirinn sem kvað upp úr um að um beinmar væri að ræða furðaði sig á því að krossbandið skildi ekki hafa slitnað. Liðbönd héldust einnig heil. Það rímar reyndar kannski vel við einstaka, líkamlega burði Sveindísar að hún komi læknum á óvart: „Þetta var greinilega mjög fær læknir sem vissi allt um krossbandaslit. Hann skildi hins vegar ekki hvernig á því gat staðið að krossbandið væri ekki farið. Öll liðbönd eru í lagi en ég er með beinmar á hnéskelinni. Þetta fór einhvern veginn þannig að lærleggsbeinið og hnéskelin skullu saman, og þess vegna heyrði ég skell í hnénu þegar ég lenti. Það ætti að taka sex vikur að jafna sig af svona beinmari,“ segir Sveindís. Sveindís Jane Jónsdóttir lék vináttulandsleikina tvo gegn Ítalíu 10. og 13. apríl, og sló svo strax í gegn í fyrstu leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni.Getty/Matteo Ciambelli Sveindís kemur til með að missa af fimm leikjum með Kristianstad sem og landsliðsverkefni í næsta mánuði sem reyndar er ekki ljóst hvert verður. Hún ætti að geta snúið aftur til leiks um miðjan júní, eftir landsleikjahléið: „Ég má hjóla í þessari viku og þarf bara að fara eftir því hvernig mér líður í hnénu. Ég get sömuleiðis farið að hlaupa um leið og mér líður þannig – það gæti allt eins orðið í næstu viku. Mér finnst ég líka verða betri og betri með hverjum deginum.“ Sif hjálpaði mér mjög mikið Eins og fyrr segir átti Sveindís frábæra byrjun í sænsku úrvalsdeildinni, eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í fyrra. Hún skoraði í fyrstu tveimur leikjunum í Svíþjóð og lagði upp eitt mark, og er Kristianstad með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina: „Ég var mjög sátt með þessa fyrstu leiki fram að meiðslunum. Þetta er búið að vera mjög næs hérna í Kristianstad, umhverfið hér er geggjað og gott að hafa Íslendinga í kringum sig. Ég fíla mig mjög vel hér,“ segir Sveindís og það kom henni ekki frekar en öðrum á óvart að hún myndi spjara sig vel í sterkari deild: „Nei, nei. Ég er líka með svo góða leikmenn í kringum mig sem að aðstoða mig mikið. Ég næ alveg að blómstra vel með þessa leikmenn í kringum mig. Þær hafa mjög mikið að segja um góða frammistöðu mína.“ Sif Atladóttir hældi Sveindísi á hvert reipi í viðtali við Vísi á dögunum og Sveindís er ekki síður hæstánægð með sinn nýja liðsfélaga, sem er að komast í gang eftir að hafa eignast sitt annað barn. „Það er alveg geggjað að hafa Sif hérna. Þegar ég meiddist þá var hún bara með mér inni í klefa alveg þangað til að hún þurfti að fara að hita upp því hún átti að koma inn á í leiknum. Hún hjálpaði mér mjög mikið þarna. Svo er líka bara alltaf hægt að tala við hana eða kíkja til hennar í mat. Hún er svo frábær.“ Sænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Betur fór en á horfðist en Sveindís missir þó af fjölda leikja Sveindís Jane Jónsdóttir verður frá keppni fram í miðjan júní vegna hnémeiðsla en hún var borin meidd af velli í leik með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. 3. maí 2021 15:10 Sveindís Jane borin af velli í sigri Kristianstad | Myndband Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var borin af velli í 1-0 sigri Kristianstad á Växjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 30. apríl 2021 18:55 Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. 27. apríl 2021 11:00 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Sjá meira
Hin 19 ára gamla Sveindís hafði átt draumabyrjun í atvinnumennsku með liði Kristianstad nú í apríl – greinilega tilbúin til að taka sænsku úrvalsdeildina með trompi. Aftonbladet sagði að hún yrði hreinlega fljótt of góð fyrir deildina og hún var valin besti leikmaður síðasta mánaðar í deildinni. Á föstudagskvöld, í fyrri hálfleik í leik við Växjö á útivelli, virtist draumurinn hins vegar hafa breyst í martröð. Sveindís meiddist í hné og var borin af velli. Sif Atladóttir, liðsfélagi hennar, sat með henni inni í klefanum og hughreysti hana, á meðan að leikurinn hélt áfram, og ekkert benti til þess að aðeins væri um beinmar að ræða en ekki krossbandsslit: „Ég fann rosalega til í hnénu við að lenda í þessu og vissi ekkert hvað hefði komið fyrir. Síðan fóru allir að tala um að krossbandið væri slitið og ég var ótrúlega stressuð. Ég var því meira stressuð en að mér væri illt,“ segir Sveindís í samtali við Vísi. Klippa: Sveindís Jane meiddist Myndband af því þegar hún meiddist má sjá hér að ofan. Sveindís meiddist á föstudag en fékk ekki að vita fyrr en á mánudag að meiðslin væru ekki næstum því eins alvarleg og útlit var fyrir. Ef krossband hefði slitnað hefði Sveindís ekki spilað meiri fótbolta á þessu ári en hún ætti að geta snúið til baka á völlinn um miðjan júní. Læknirinn skildi ekki hvernig krossbönd héldust óslitin „Allir sem sáu vídjóið virtust vissir um að krossbandið hefði slitnað og það sögðu líka læknar hérna í Svíþjóð þegar þeir sáu atvikið. Þetta leit því ekki vel út fyrir mig. Ég var orðin ótrúlega svekkt með að missa af undankeppni HM með landsliðinu [sem hefst í september] og Meistaradeildinni með Kristianstad – ég var bara komin þangað í huganum. Þess vegna var alveg geggjað að heyra að þetta væri ekki krossbandið,“ segir Sveindís. Sveindís Jane Jónsdóttir hefur slegið í gegn í appelsínugulu treyju Kristianstad.Instagram/@kristianstadsdff Læknirinn sem kvað upp úr um að um beinmar væri að ræða furðaði sig á því að krossbandið skildi ekki hafa slitnað. Liðbönd héldust einnig heil. Það rímar reyndar kannski vel við einstaka, líkamlega burði Sveindísar að hún komi læknum á óvart: „Þetta var greinilega mjög fær læknir sem vissi allt um krossbandaslit. Hann skildi hins vegar ekki hvernig á því gat staðið að krossbandið væri ekki farið. Öll liðbönd eru í lagi en ég er með beinmar á hnéskelinni. Þetta fór einhvern veginn þannig að lærleggsbeinið og hnéskelin skullu saman, og þess vegna heyrði ég skell í hnénu þegar ég lenti. Það ætti að taka sex vikur að jafna sig af svona beinmari,“ segir Sveindís. Sveindís Jane Jónsdóttir lék vináttulandsleikina tvo gegn Ítalíu 10. og 13. apríl, og sló svo strax í gegn í fyrstu leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni.Getty/Matteo Ciambelli Sveindís kemur til með að missa af fimm leikjum með Kristianstad sem og landsliðsverkefni í næsta mánuði sem reyndar er ekki ljóst hvert verður. Hún ætti að geta snúið aftur til leiks um miðjan júní, eftir landsleikjahléið: „Ég má hjóla í þessari viku og þarf bara að fara eftir því hvernig mér líður í hnénu. Ég get sömuleiðis farið að hlaupa um leið og mér líður þannig – það gæti allt eins orðið í næstu viku. Mér finnst ég líka verða betri og betri með hverjum deginum.“ Sif hjálpaði mér mjög mikið Eins og fyrr segir átti Sveindís frábæra byrjun í sænsku úrvalsdeildinni, eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í fyrra. Hún skoraði í fyrstu tveimur leikjunum í Svíþjóð og lagði upp eitt mark, og er Kristianstad með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina: „Ég var mjög sátt með þessa fyrstu leiki fram að meiðslunum. Þetta er búið að vera mjög næs hérna í Kristianstad, umhverfið hér er geggjað og gott að hafa Íslendinga í kringum sig. Ég fíla mig mjög vel hér,“ segir Sveindís og það kom henni ekki frekar en öðrum á óvart að hún myndi spjara sig vel í sterkari deild: „Nei, nei. Ég er líka með svo góða leikmenn í kringum mig sem að aðstoða mig mikið. Ég næ alveg að blómstra vel með þessa leikmenn í kringum mig. Þær hafa mjög mikið að segja um góða frammistöðu mína.“ Sif Atladóttir hældi Sveindísi á hvert reipi í viðtali við Vísi á dögunum og Sveindís er ekki síður hæstánægð með sinn nýja liðsfélaga, sem er að komast í gang eftir að hafa eignast sitt annað barn. „Það er alveg geggjað að hafa Sif hérna. Þegar ég meiddist þá var hún bara með mér inni í klefa alveg þangað til að hún þurfti að fara að hita upp því hún átti að koma inn á í leiknum. Hún hjálpaði mér mjög mikið þarna. Svo er líka bara alltaf hægt að tala við hana eða kíkja til hennar í mat. Hún er svo frábær.“
Sænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Betur fór en á horfðist en Sveindís missir þó af fjölda leikja Sveindís Jane Jónsdóttir verður frá keppni fram í miðjan júní vegna hnémeiðsla en hún var borin meidd af velli í leik með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. 3. maí 2021 15:10 Sveindís Jane borin af velli í sigri Kristianstad | Myndband Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var borin af velli í 1-0 sigri Kristianstad á Växjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 30. apríl 2021 18:55 Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. 27. apríl 2021 11:00 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Sjá meira
Betur fór en á horfðist en Sveindís missir þó af fjölda leikja Sveindís Jane Jónsdóttir verður frá keppni fram í miðjan júní vegna hnémeiðsla en hún var borin meidd af velli í leik með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. 3. maí 2021 15:10
Sveindís Jane borin af velli í sigri Kristianstad | Myndband Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var borin af velli í 1-0 sigri Kristianstad á Växjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 30. apríl 2021 18:55
Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. 27. apríl 2021 11:00