Íslenskt fyrirtæki þátttakandi í nýrri lyfjaverksmiðju í Malaví Heimsljós 5. maí 2021 12:21 Frá barnadeild Nkhoma Mission Hospital í Nkhoma Birkir E. Ásgeirsson Samvinnuverkefni um óhagnaðardrifna lyfjaverksmiðju í Malaví er í bígerð. Íslenska fyrirtækið Hananja ehf. er í samvinnu við einkaaðila, fyrirtæki og stofnanir í Malaví, Bandaríkjunum, Sviss og á Íslandi, um að setja á fót óhagnaðardrifna lyfjaverksmiðju skammt frá höfuðborg Malaví, Lilongwe. Stefnt er að því að hefja framleiðslu í verksmiðjunni á næsta ári. Hananja efh. fékk á dögunum þriggja ára styrk, 27 milljónir íslenskra króna, úr samstarfssjóði utanríkisráðuneytisins við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til þess að vinna að þessu verkefni, sem nefnist Rephaiah. „Þetta er langtíma óhagnaðardrifið verkefni með það að meginmarkmiði að hlúa að heilsu og lífi ungra barna í Malaví með framleiðslu á lífsnauðsynlegum og lífsbætandi lyfjum í formum sem henta fyrir börn yngri en fimm ára,“ segir Sveinbjörn Gizurarson prófessor og framkvæmdastjóri Hananja ehf. Hann segir dánartölur barna, yngri en fimm ára, háar í Malaví og unnt sé að bjarga stórum hluta þeirra barna með lyfjum í réttum lyfjaformum. Styrkur samstarfssjóðsins verður nýttur með þrjú heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi, númer 5, 12 og 9. Unnið verður að uppbyggingu og styrkingu jafnréttismála, með sérstaka áherslu á eflingu kvenna í stjórnunarstöður og jafna atvinnumöguleika einstaklinga innan verkefnisins; umhverfisvænum lausnum varðandi vatn, orku og kolefnisspor fyrir lyfjaframleiðslu; ásamt styrkingu innviða lyfjafræðideildar Háskólans í Malaví með það að markmiði að skólinn geti tekið þátt í uppbyggingu Rephaiah verkefnisins. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast hjá sg@hananja.com. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Lyf Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent
Íslenska fyrirtækið Hananja ehf. er í samvinnu við einkaaðila, fyrirtæki og stofnanir í Malaví, Bandaríkjunum, Sviss og á Íslandi, um að setja á fót óhagnaðardrifna lyfjaverksmiðju skammt frá höfuðborg Malaví, Lilongwe. Stefnt er að því að hefja framleiðslu í verksmiðjunni á næsta ári. Hananja efh. fékk á dögunum þriggja ára styrk, 27 milljónir íslenskra króna, úr samstarfssjóði utanríkisráðuneytisins við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til þess að vinna að þessu verkefni, sem nefnist Rephaiah. „Þetta er langtíma óhagnaðardrifið verkefni með það að meginmarkmiði að hlúa að heilsu og lífi ungra barna í Malaví með framleiðslu á lífsnauðsynlegum og lífsbætandi lyfjum í formum sem henta fyrir börn yngri en fimm ára,“ segir Sveinbjörn Gizurarson prófessor og framkvæmdastjóri Hananja ehf. Hann segir dánartölur barna, yngri en fimm ára, háar í Malaví og unnt sé að bjarga stórum hluta þeirra barna með lyfjum í réttum lyfjaformum. Styrkur samstarfssjóðsins verður nýttur með þrjú heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi, númer 5, 12 og 9. Unnið verður að uppbyggingu og styrkingu jafnréttismála, með sérstaka áherslu á eflingu kvenna í stjórnunarstöður og jafna atvinnumöguleika einstaklinga innan verkefnisins; umhverfisvænum lausnum varðandi vatn, orku og kolefnisspor fyrir lyfjaframleiðslu; ásamt styrkingu innviða lyfjafræðideildar Háskólans í Malaví með það að markmiði að skólinn geti tekið þátt í uppbyggingu Rephaiah verkefnisins. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast hjá sg@hananja.com. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Lyf Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent