„Þetta er margs konar klúður“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2021 18:26 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir/Vilhelm Sérfræðingar sem komu fyrir velferðarnefnd í morgun lýstu yfir áhyggjum af stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini, að sögn nefndarformanns. Hún segir breytingar á þjónustunni klúður sem stefni heilsu kvenna í hættu. Þingmenn ráku í dag á eftir skýrslu heilbrigðisráðherra um efnið. Alþingi samþykkti í byrjun mars skýrslubeiðni til heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir að greint verði frá öllum forsendum að baki þeirri ákvörðun að flytja greiningar á sýnum til Danmerkur. Í dag steig hver þingmaðurinn á fætur öðrum í pontu og bað forseta Alþingis um kanna hvernig vinnu miðar. „Ég hefði haldið að þessa skýrslu hefði bara verið hægt að prenta út. Vegna þess að þessar upplýsingar hefðu legið fyrir til grundvallar þessari vegferð. Það var aldeilis ekki svo,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í dag. Ráðherra hefur lögum samkvæmt tíu vikna frest en þingmenn eru óþreyjufullir nú þegar níu vikur eru liðnar þar sem óskað var eftir samráði við þingflokka um að óháður aðili yrði fenginn til skýrslugerðar. Það hafi ekki gerst. „Maður upplifir að það er óöryggi meðal kvenna með algjöra grundvallar heilbrigðisþjónustu. Okkur fannst mikilvægt að það yrði fenginn óháður aðili til að rýna forsendurnar og gögnin til þess að vinnan væri líkleg til þess að skapa traust aftur,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm „Við þekkjum öll aðdraganda þessara breytinga; algjör skortur á kynningu og svo þessi sterku viðbrögð frá læknum og konum, sem kallar á að það þurfi að skoða hvað bjó þarna að baki.“ Að sögn heilbrigðisráðherra stendur vinna við skýrsluna yfir innan ráðuneytisins. Fjallað var um breytingar á fyrirkomulagi skimana í velferðarnefnd í morgun og nefndarformaður segir fjölmarga gesti sem komu fyrir nefndina hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni. „Allir gestir sem komu fyrir nefndina gerðu það. Bæði inni á Landspítala og sjálfstætt starfandi. Allt sérfræðingar úr heilbrigðiskerfinu sem voru að lýsa yfir áhyggjum,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Þeir hafi kvartað undan lélegu upplýsingaflæði fra Danmörku og seinagangi. „Í dag held ég að við séum komin með vandann það mikið í fangið að það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu skýrslu með aðgerðir. Ég held að heilbrigðisráðherra verði bara að taka ákvörðun um að þetta var ekki góð hugmynd og að við skulum framkvæma þessar rannsóknir hér á Íslandi,“ segir Helga Vala. „Öryggi kvenna er í hættu. Þeirra heilsa og öryggi er í hættu út af þessu klúðri.“ Er það eitthvað sem sérfræðingar eru að segja ? „Já, alveg klárlega. Vegna þess að eftir því sem biðin er lengri eftir niðurstöðu þeim mun meiri hætta er á að krabbamein nái að þróast. Svo auka þessar tilfærslur hættuna á að það verði klúður í skráningunni og það sé ekki hægt að rekja hver eigi hvaða sýni. Að það séu rangar upplýsingar sem berist jafnvel til kvenna. Þetta er margs konar klúður,“ segir Helga Vala. Skimun fyrir krabbameini Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Alþingi samþykkti í byrjun mars skýrslubeiðni til heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir að greint verði frá öllum forsendum að baki þeirri ákvörðun að flytja greiningar á sýnum til Danmerkur. Í dag steig hver þingmaðurinn á fætur öðrum í pontu og bað forseta Alþingis um kanna hvernig vinnu miðar. „Ég hefði haldið að þessa skýrslu hefði bara verið hægt að prenta út. Vegna þess að þessar upplýsingar hefðu legið fyrir til grundvallar þessari vegferð. Það var aldeilis ekki svo,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í dag. Ráðherra hefur lögum samkvæmt tíu vikna frest en þingmenn eru óþreyjufullir nú þegar níu vikur eru liðnar þar sem óskað var eftir samráði við þingflokka um að óháður aðili yrði fenginn til skýrslugerðar. Það hafi ekki gerst. „Maður upplifir að það er óöryggi meðal kvenna með algjöra grundvallar heilbrigðisþjónustu. Okkur fannst mikilvægt að það yrði fenginn óháður aðili til að rýna forsendurnar og gögnin til þess að vinnan væri líkleg til þess að skapa traust aftur,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm „Við þekkjum öll aðdraganda þessara breytinga; algjör skortur á kynningu og svo þessi sterku viðbrögð frá læknum og konum, sem kallar á að það þurfi að skoða hvað bjó þarna að baki.“ Að sögn heilbrigðisráðherra stendur vinna við skýrsluna yfir innan ráðuneytisins. Fjallað var um breytingar á fyrirkomulagi skimana í velferðarnefnd í morgun og nefndarformaður segir fjölmarga gesti sem komu fyrir nefndina hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni. „Allir gestir sem komu fyrir nefndina gerðu það. Bæði inni á Landspítala og sjálfstætt starfandi. Allt sérfræðingar úr heilbrigðiskerfinu sem voru að lýsa yfir áhyggjum,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Þeir hafi kvartað undan lélegu upplýsingaflæði fra Danmörku og seinagangi. „Í dag held ég að við séum komin með vandann það mikið í fangið að það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu skýrslu með aðgerðir. Ég held að heilbrigðisráðherra verði bara að taka ákvörðun um að þetta var ekki góð hugmynd og að við skulum framkvæma þessar rannsóknir hér á Íslandi,“ segir Helga Vala. „Öryggi kvenna er í hættu. Þeirra heilsa og öryggi er í hættu út af þessu klúðri.“ Er það eitthvað sem sérfræðingar eru að segja ? „Já, alveg klárlega. Vegna þess að eftir því sem biðin er lengri eftir niðurstöðu þeim mun meiri hætta er á að krabbamein nái að þróast. Svo auka þessar tilfærslur hættuna á að það verði klúður í skráningunni og það sé ekki hægt að rekja hver eigi hvaða sýni. Að það séu rangar upplýsingar sem berist jafnvel til kvenna. Þetta er margs konar klúður,“ segir Helga Vala.
Skimun fyrir krabbameini Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira