Kristján: Skilaboð um að deildin eigi að vera í lagi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2021 22:03 Stjörnukonur fagna eftir að Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir minnkaði muninn í 2-1 gegn Val. vísir/vilhelm Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með spilamennsku Stjörnunnar gegn Val þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. Stjarnan tapaði leiknum, 2-1, þrátt fyrir góða frammistöðu. „Við erum ánægðar með leikinn. Við vorum betra liðið heilt yfir, sérstaklega eftir að við lentum undir. Fram að því vorum við aðeins að gefa boltann frá okkur og skapa hættu en eftir það vorum við mun betra liðið. Við áttum allavega að taka stig,“ sagði Kristján í samtali við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. Honum fannst grunnatriðin vera í lagi hjá sínu liði; sendingar og vinnusemi. „Það var greinilegt að við gátum hlaupið meira en andstæðingurinn. Sendingarnar bötnuðu til muna í seinni hálfleik sem við þurftum að bæta. Og þá vorum við leikinn algjörlega í höndunum. En við gerðum ein stór mistök sem kosta mark en við bjuggum til færi til að vinna leikinn og áttum að fá víti undir lokin. Það er klárt,“ sagði Kristján og vísaði til atviksins þegar Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var toguð niður í vítateig Vals í uppbótartíma. Eins og Kristján nefndi gerði Stjarnan slæm mistök í öðru marki Vals. Liðið gerði einnig svipuð mistök, sem kostuðu reyndar ekki mark, í fyrri hálfleik. En er þetta viðbúinn fórnarkostnaður við það að reyna að spila boltanum út úr vörninni? „Það getur vel verið. Kannski erum við heldur ekki alveg komnar af stað. En þetta kemur fyrir þegar þú spilar út úr vörninni en við erum búnar að gera þetta nokkuð vel. Þetta voru bara smá mistök sem við vinnum úr,“ svaraði Kristján. Hann segir að Stjörnukonur gangi beinar í baki frá leiknum þrátt fyrir tap. „Við vorum betra liðið en stundum þarf það að lúta í lægra haldi. En við þurfum kannski að vinna leik þar sem við eigum minna skilið í staðinn til að vinna þessi stig upp. Ég er mjög jákvæður og ánægður fyrir hönd deildarinnar að þessi leikur spilaðist svona. Þetta eru skilaboð um að deildin eigi að vera í lagi,“ sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
„Við erum ánægðar með leikinn. Við vorum betra liðið heilt yfir, sérstaklega eftir að við lentum undir. Fram að því vorum við aðeins að gefa boltann frá okkur og skapa hættu en eftir það vorum við mun betra liðið. Við áttum allavega að taka stig,“ sagði Kristján í samtali við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. Honum fannst grunnatriðin vera í lagi hjá sínu liði; sendingar og vinnusemi. „Það var greinilegt að við gátum hlaupið meira en andstæðingurinn. Sendingarnar bötnuðu til muna í seinni hálfleik sem við þurftum að bæta. Og þá vorum við leikinn algjörlega í höndunum. En við gerðum ein stór mistök sem kosta mark en við bjuggum til færi til að vinna leikinn og áttum að fá víti undir lokin. Það er klárt,“ sagði Kristján og vísaði til atviksins þegar Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var toguð niður í vítateig Vals í uppbótartíma. Eins og Kristján nefndi gerði Stjarnan slæm mistök í öðru marki Vals. Liðið gerði einnig svipuð mistök, sem kostuðu reyndar ekki mark, í fyrri hálfleik. En er þetta viðbúinn fórnarkostnaður við það að reyna að spila boltanum út úr vörninni? „Það getur vel verið. Kannski erum við heldur ekki alveg komnar af stað. En þetta kemur fyrir þegar þú spilar út úr vörninni en við erum búnar að gera þetta nokkuð vel. Þetta voru bara smá mistök sem við vinnum úr,“ svaraði Kristján. Hann segir að Stjörnukonur gangi beinar í baki frá leiknum þrátt fyrir tap. „Við vorum betra liðið en stundum þarf það að lúta í lægra haldi. En við þurfum kannski að vinna leik þar sem við eigum minna skilið í staðinn til að vinna þessi stig upp. Ég er mjög jákvæður og ánægður fyrir hönd deildarinnar að þessi leikur spilaðist svona. Þetta eru skilaboð um að deildin eigi að vera í lagi,“ sagði Kristján að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira