Röðin aldrei lengri í pylsupartýið í Laugardalshöll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2021 16:49 Stemmningunni í Laugardalshöll í dag hefur verið líkt við pylsupartý enda voru karlmenn í miklum meirihluta eftir því sem leið á daginn. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri verið bólusettir fyrir Covid-19 í Laugardalshöll og í dag. Um fjórtán þúsund manns voru boðaðir í sprautu og stefnir í að 12800 verði sprautaðir með bóluefni AstraZeneca á þessum sólríka degi í höfuðborginni. Stemmningunni í Laugardalshöll í dag hefur verið lýst sem pylsupartýi vegna þess að langflestir sem fengu sprautu í dag eru karlmenn. Ástæðan er sú að konur yngri en 55 ára fá ekki bóluefni AstraZeneca sem er bóluefnið sem notað var í dag. „Þetta var Svandís og strákarnir,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var á meðal þeirra sem bólusett voru fyrir hádegi. Eftir hádegi má segja að karlarnir hafi átt sviðið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk sprautu með bóluefni AstraZeneca í dag.Vísir/vilhelm Ragnheiður Ósk var að blanda í síðustu sprauturnar nú á fimmta tímanum og á leiðinni niður í Laugardalshöll. Þar verða þau þar til sprauta númer 12800 hefur verið gefin á eftir. „Þetta er langstærsti dagurinn,“ segir Ragnheiður Ósk en aldrei hafa fleiri verið bólusettir. Nú síðdegis var röðin inn í Laugardalshöll orðin lengri en nokkru sinni fyrr eins og sjá má á myndinni að ofan. Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið rosalega vel, eins og smurð vél.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk sprautu í morgun og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sömuleiðis síðar í dag. Astra komið á sinn stað. Gaman að sjá framkvæmdina í Laugardalshöll, allt til fyrirmyndar. Það birtir til.Posted by Bjarni Benediktsson on Thursday, May 6, 2021 Á morgun verður rólegra að gera í Laugardalshöll en þá verða um þrjú þúsund manns með undirliggjandi sjúkdóma sprautaðir með bóluefni Moderna. Mikil stemmning var í Laugardalshöllinni í dag eins og undanfarna daga en Daddi disco þeytir skífum með hressandi tónlist allan liðlangan daginn. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Daddi Disco þeytir skífum í Laugardalshöllinni „Ég er í miðri skiptingu á lagi. Þetta er geggjað, Guðni forseti var hérna áðan eins og hans árgangur,“ segir Kjartan Guðbergsson, betur þekktur sem Daddi Disco, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6. maí 2021 12:30 Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47 „Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt“ „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. 6. maí 2021 10:13 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Stemmningunni í Laugardalshöll í dag hefur verið lýst sem pylsupartýi vegna þess að langflestir sem fengu sprautu í dag eru karlmenn. Ástæðan er sú að konur yngri en 55 ára fá ekki bóluefni AstraZeneca sem er bóluefnið sem notað var í dag. „Þetta var Svandís og strákarnir,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var á meðal þeirra sem bólusett voru fyrir hádegi. Eftir hádegi má segja að karlarnir hafi átt sviðið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk sprautu með bóluefni AstraZeneca í dag.Vísir/vilhelm Ragnheiður Ósk var að blanda í síðustu sprauturnar nú á fimmta tímanum og á leiðinni niður í Laugardalshöll. Þar verða þau þar til sprauta númer 12800 hefur verið gefin á eftir. „Þetta er langstærsti dagurinn,“ segir Ragnheiður Ósk en aldrei hafa fleiri verið bólusettir. Nú síðdegis var röðin inn í Laugardalshöll orðin lengri en nokkru sinni fyrr eins og sjá má á myndinni að ofan. Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið rosalega vel, eins og smurð vél.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk sprautu í morgun og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sömuleiðis síðar í dag. Astra komið á sinn stað. Gaman að sjá framkvæmdina í Laugardalshöll, allt til fyrirmyndar. Það birtir til.Posted by Bjarni Benediktsson on Thursday, May 6, 2021 Á morgun verður rólegra að gera í Laugardalshöll en þá verða um þrjú þúsund manns með undirliggjandi sjúkdóma sprautaðir með bóluefni Moderna. Mikil stemmning var í Laugardalshöllinni í dag eins og undanfarna daga en Daddi disco þeytir skífum með hressandi tónlist allan liðlangan daginn.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Daddi Disco þeytir skífum í Laugardalshöllinni „Ég er í miðri skiptingu á lagi. Þetta er geggjað, Guðni forseti var hérna áðan eins og hans árgangur,“ segir Kjartan Guðbergsson, betur þekktur sem Daddi Disco, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6. maí 2021 12:30 Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47 „Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt“ „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. 6. maí 2021 10:13 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Daddi Disco þeytir skífum í Laugardalshöllinni „Ég er í miðri skiptingu á lagi. Þetta er geggjað, Guðni forseti var hérna áðan eins og hans árgangur,“ segir Kjartan Guðbergsson, betur þekktur sem Daddi Disco, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6. maí 2021 12:30
Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47
„Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt“ „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. 6. maí 2021 10:13